Af lagaleið Hreiðar Már Sigurðsson skrifar 27. júní 2014 10:26 Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði grein undir fyrirsögninni „Dugar lögfræðin?“ sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 23. júní sl. Í inngangi greinarinnar setur hann upp litla „dæmisögu“ sem er bersýnilega ætlað að vísa til Al Thani-málsins sem nú bíður meðferðar í Hæstarétti Íslands. Ég sé mig knúinn til að gera nokkrar athugasemdir við þessa „dæmisögu“ vegna þess að þrátt fyrir augljós líkindi við Al Thani-málið koma fram veigamiklar staðreyndavillur í sögu Guðmundar sem snúa atvikum á hvolf og gefa villandi mynd af hinni raunverulegu atburðarás. Guðmundur Andri stillir upp þeirri mynd að fenginn hafi verið útlendingur til að kaupa stóran hlut í banka á uppsprengdu verði en aldrei greitt krónu fyrir. Þá er því haldið fram að kaupin hafi verið til þess ætluð að halda uppi verði á hlutabréfum í bankanum og áður hafi „ótal“ starfsmenn bankans verið látnir skrá sig fyrir „ómældum“ kaupum á hlutabréfum í bankanum í sama skyni.Hlutabréf á markaðsvirði Í fyrsta lagi fóru kaup Al Thanis á hlutabréfum í Kaupþingi fram á markaðsvirði en ekki á „uppsprengdu“ verði eins og segir í sögu Guðmundar Andra. Þá er beinlínis rangt að Al Thani hafi aldrei greitt krónu sjálfur fyrir kaupin. Hann tók sjálfskuldarábyrgð á helmingi kaupverðsins og gekk síðar frá samningum við slitastjórn Kaupþings um greiðslu á milljörðum vegna þeirrar ábyrgðar. Einnig er rangt að starfsmenn bankans hafi verið látnir skrá sig fyrir hlutabréfum í því skyni að halda uppi verði hlutabréfa. Starfskjör lykilstarfsmanna bankans fólu í sér rétt til kaupa á hlutabréfum í bankanum á hagstæðum kjörum. Flestir nýttu sér þann rétt. Var þar um að ræða hluta af starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var af hluthöfum á aðalfundi en ekki tilraun til að hafa áhrif á markaðsverð hlutabréfa. Ávallt hefur legið fyrir að við stjórnendur Kaupþings fögnuðum hlutabréfakaupum Al Thanis. Árið 2008 voru viðsjárverðir tímar í alþjóðlegum fjármálaheimi og flestir helstu bankar heimsins kepptust við að styrkja stöðu sína, meðal annars með því að styrkja hluthafahóp sinn með aðkomu fjársterkra aðila, ekki síst frá Mið-Austurlöndum. Í því fólst ekki tilraun til markaðsmisnotkunar heldur töldu helstu bankar miklu máli skipta að fá til liðs við sig sterka bakhjarla og jafnframt stækka og breikka hluthafahóp sinn.Aðkoman mikilvæg viðurkenning Hið sama gilti um Kaupþing og aðra alþjóðlega banka. Enn fremur átti Kaupþing ekki eins gott skjól hjá seðlabanka sínum og bankar sem nutu skjóls stærri seðlabanka og stærri gjaldmiðla. Aðkoma Al Thanis, eins auðugasta fjárfestis í heimi, að hluthafahópi Kaupþings var mikilvæg viðurkenning á því að hann liti á Kaupþing sem ákjósanlegan fjárfestingarkost og hefðu kaup hans styrkt Kaupþing til framtíðar ef ekki hefðu komið til utanaðkomandi atburðir, sem kipptu fótunum undan bankanum. Uppgjör falls bankanna á Íslandi hefur að mestu falist í því að stofnað var sérstakt embætti saksóknara sem hefur það hlutverk að glæpavæða og skilgreina alla starfsemi íslensku bankanna fyrir hrun sem skipulagða glæpastarfsemi. Í þeim tilgangi hafa hundruð manna haft réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í á sjötta ár. Sakborningar í hrunmálum hafa neyðst til að ráða sér verjendur og réttargæslumenn. Guðmundur Andri telur að uppgjörið við hrunið hafi ekki farið almennilega fram hér á Íslandi vegna þess að það hafi verið of mikið „á forsendum lögfræðinganna“.Litið í eigin barm Það er hægt að taka undir með Guðmundi Andra að sennilega er ekki besta leiðin til að gera upp við hrunið að gera það á forsendum lögfræðinganna. Það er hins vegar fráleitt að gera þá kröfu til sakborninga í hrunmálum að þeir falli frá rétti sínum til að halda uppi vörnum í dómsmálum sem saksóknarar höfða gegn þeim. Flestir geta litið í eigin barm og fundið til ábyrgðar á því sem fór úrskeiðis hér á landi í aðdraganda falls bankanna 2008 og við sem stjórnuðum bönkunum getum að sjálfsögðu ekki vikist undan okkar ábyrgð. Það gleymist hins vegar oft að það voru ekki aðeins íslenskir bankar sem féllu í hinni alþjóðlegu fjármálakrísu. Bankar um allan heim féllu. Hvergi hefur verið reynt að glæpavæða þessa fjármálakrísu með almennum hætti nema hér á Íslandi. Það er því ekki endilega góður byrjunarpunktur að hefja umræðu og uppgjör við fall íslensku bankanna á að ganga út frá því að að fall þeirra hafi stafað af víðfeðmri glæpastarfsemi eigenda þeirra, stjórnenda eða almennra starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Dugar lögfræðin? Ímyndum okkur að ég hafi verið bankastjóri og fengið mann frá Fjarskanistan til þess að kaupa stóran hlut í bankanum á uppsprengdu verði; bankinn hafi sjálfur fjármagnað kaupin og viðkomandi maður aldrei borgað krónu sjálfur... 23. júní 2014 07:00 Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði grein undir fyrirsögninni „Dugar lögfræðin?“ sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 23. júní sl. Í inngangi greinarinnar setur hann upp litla „dæmisögu“ sem er bersýnilega ætlað að vísa til Al Thani-málsins sem nú bíður meðferðar í Hæstarétti Íslands. Ég sé mig knúinn til að gera nokkrar athugasemdir við þessa „dæmisögu“ vegna þess að þrátt fyrir augljós líkindi við Al Thani-málið koma fram veigamiklar staðreyndavillur í sögu Guðmundar sem snúa atvikum á hvolf og gefa villandi mynd af hinni raunverulegu atburðarás. Guðmundur Andri stillir upp þeirri mynd að fenginn hafi verið útlendingur til að kaupa stóran hlut í banka á uppsprengdu verði en aldrei greitt krónu fyrir. Þá er því haldið fram að kaupin hafi verið til þess ætluð að halda uppi verði á hlutabréfum í bankanum og áður hafi „ótal“ starfsmenn bankans verið látnir skrá sig fyrir „ómældum“ kaupum á hlutabréfum í bankanum í sama skyni.Hlutabréf á markaðsvirði Í fyrsta lagi fóru kaup Al Thanis á hlutabréfum í Kaupþingi fram á markaðsvirði en ekki á „uppsprengdu“ verði eins og segir í sögu Guðmundar Andra. Þá er beinlínis rangt að Al Thani hafi aldrei greitt krónu sjálfur fyrir kaupin. Hann tók sjálfskuldarábyrgð á helmingi kaupverðsins og gekk síðar frá samningum við slitastjórn Kaupþings um greiðslu á milljörðum vegna þeirrar ábyrgðar. Einnig er rangt að starfsmenn bankans hafi verið látnir skrá sig fyrir hlutabréfum í því skyni að halda uppi verði hlutabréfa. Starfskjör lykilstarfsmanna bankans fólu í sér rétt til kaupa á hlutabréfum í bankanum á hagstæðum kjörum. Flestir nýttu sér þann rétt. Var þar um að ræða hluta af starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var af hluthöfum á aðalfundi en ekki tilraun til að hafa áhrif á markaðsverð hlutabréfa. Ávallt hefur legið fyrir að við stjórnendur Kaupþings fögnuðum hlutabréfakaupum Al Thanis. Árið 2008 voru viðsjárverðir tímar í alþjóðlegum fjármálaheimi og flestir helstu bankar heimsins kepptust við að styrkja stöðu sína, meðal annars með því að styrkja hluthafahóp sinn með aðkomu fjársterkra aðila, ekki síst frá Mið-Austurlöndum. Í því fólst ekki tilraun til markaðsmisnotkunar heldur töldu helstu bankar miklu máli skipta að fá til liðs við sig sterka bakhjarla og jafnframt stækka og breikka hluthafahóp sinn.Aðkoman mikilvæg viðurkenning Hið sama gilti um Kaupþing og aðra alþjóðlega banka. Enn fremur átti Kaupþing ekki eins gott skjól hjá seðlabanka sínum og bankar sem nutu skjóls stærri seðlabanka og stærri gjaldmiðla. Aðkoma Al Thanis, eins auðugasta fjárfestis í heimi, að hluthafahópi Kaupþings var mikilvæg viðurkenning á því að hann liti á Kaupþing sem ákjósanlegan fjárfestingarkost og hefðu kaup hans styrkt Kaupþing til framtíðar ef ekki hefðu komið til utanaðkomandi atburðir, sem kipptu fótunum undan bankanum. Uppgjör falls bankanna á Íslandi hefur að mestu falist í því að stofnað var sérstakt embætti saksóknara sem hefur það hlutverk að glæpavæða og skilgreina alla starfsemi íslensku bankanna fyrir hrun sem skipulagða glæpastarfsemi. Í þeim tilgangi hafa hundruð manna haft réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í á sjötta ár. Sakborningar í hrunmálum hafa neyðst til að ráða sér verjendur og réttargæslumenn. Guðmundur Andri telur að uppgjörið við hrunið hafi ekki farið almennilega fram hér á Íslandi vegna þess að það hafi verið of mikið „á forsendum lögfræðinganna“.Litið í eigin barm Það er hægt að taka undir með Guðmundi Andra að sennilega er ekki besta leiðin til að gera upp við hrunið að gera það á forsendum lögfræðinganna. Það er hins vegar fráleitt að gera þá kröfu til sakborninga í hrunmálum að þeir falli frá rétti sínum til að halda uppi vörnum í dómsmálum sem saksóknarar höfða gegn þeim. Flestir geta litið í eigin barm og fundið til ábyrgðar á því sem fór úrskeiðis hér á landi í aðdraganda falls bankanna 2008 og við sem stjórnuðum bönkunum getum að sjálfsögðu ekki vikist undan okkar ábyrgð. Það gleymist hins vegar oft að það voru ekki aðeins íslenskir bankar sem féllu í hinni alþjóðlegu fjármálakrísu. Bankar um allan heim féllu. Hvergi hefur verið reynt að glæpavæða þessa fjármálakrísu með almennum hætti nema hér á Íslandi. Það er því ekki endilega góður byrjunarpunktur að hefja umræðu og uppgjör við fall íslensku bankanna á að ganga út frá því að að fall þeirra hafi stafað af víðfeðmri glæpastarfsemi eigenda þeirra, stjórnenda eða almennra starfsmanna.
Dugar lögfræðin? Ímyndum okkur að ég hafi verið bankastjóri og fengið mann frá Fjarskanistan til þess að kaupa stóran hlut í bankanum á uppsprengdu verði; bankinn hafi sjálfur fjármagnað kaupin og viðkomandi maður aldrei borgað krónu sjálfur... 23. júní 2014 07:00
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun