Ekki tolla í tísku – en gerðu það samt Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2014 13:00 Hér sést ofurfyrirsætan Cara Delevingne í of stórri hettupeysu. Hún fær tíu í Normcore-kladdann. Hugtakið Normcore sameinar orðin „normal“, eða eðlilegt og „hardcore“, eða harður, og var búið til af K-Hole, fyrirtæki sem spáir um hvað koma skal í hinum ýmsu tískustefnum. Hugmyndin á bak við Normcore er einföld. Þeir sem aðhyllast stefnuna passa sig að skera sig ekki úr fjöldanum með því að klæðast hversdagslegum fötum. Þetta fólk er sem sagt í tísku án þess að vera í tísku. Þetta þýðir þó ekki að Normcore-arar séu ekki hipp og kúl. Þeir klæðast ekki hverju sem er heldur velja Normcore-fatnaðinn af kostgæfni. Það sem flokkast undir Normcore eru meðal annars bolir, flíspeysur, hettupeysur, kakíbuxur, gallabuxur og póló-bolir. Bindi og blússur tilheyra til dæmis ekki Normcore-tískunni. Þá mega fylgismenn Normcore alls ekki klikka á því að vera í hvítum sokkum við opna sandala á tyllidögum. Fatnaður sem gæti kallast Normcore er fjöldaframleiddur, oftast nær í Asíulöndum, fyrir stórar verslunarkeðjur, svo sem GAP, Jack & Jones og Abercrombie & Fitch.Hönnuðurinn Andrea Crews bauð upp á hið geysivinsæla sokka- og sandalakombó á tískuvikunni í París í vikunni.Á tískuvikunni í París, þar sem vor- og sumartíska næsta árs var kynnt fyrir stuttu, sáu hins vegar glöggir tískuspekúlantar að Normcore-tískan hefur rutt sér til rúms hjá heimsfrægum hönnuðum. Það er því um að gera að draga fram gömlu Fruit of the Loom-bolina og jafnvel Carhart-buxurnar sem fögnuðu mikilli velgengni fyrir aldamótin síðustu og tolla í tísku – án þess þó að gera það. Ert þú Normcore? Ef þú svarar meirihluta af eftirfarandi spurningum rétt smellpassar þú í normcore-tískusveifluna: 1. Lítur þú á Barack Obama sem tískutákn? 2. Lítur þú á karakterana í Seinfeld sem tískutákn? 3. Borðar þú franskbrauð oftar en einu sinni í mánuði? 4. Verslar þú í Hagkaup? 5. Gengur þú allajafna með derhúfu? 6. Horfir þú á The Big Bang Theory? 7. Gengur þú í khaki-buxum? 8. Gætirðu hugsað þér að vera í sokkum við opna sandala? 9. Borðar þú unnar kjötvörur eða frosnar, tilbúnar máltíðir? 10. Hlustar þú á U2? Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hugtakið Normcore sameinar orðin „normal“, eða eðlilegt og „hardcore“, eða harður, og var búið til af K-Hole, fyrirtæki sem spáir um hvað koma skal í hinum ýmsu tískustefnum. Hugmyndin á bak við Normcore er einföld. Þeir sem aðhyllast stefnuna passa sig að skera sig ekki úr fjöldanum með því að klæðast hversdagslegum fötum. Þetta fólk er sem sagt í tísku án þess að vera í tísku. Þetta þýðir þó ekki að Normcore-arar séu ekki hipp og kúl. Þeir klæðast ekki hverju sem er heldur velja Normcore-fatnaðinn af kostgæfni. Það sem flokkast undir Normcore eru meðal annars bolir, flíspeysur, hettupeysur, kakíbuxur, gallabuxur og póló-bolir. Bindi og blússur tilheyra til dæmis ekki Normcore-tískunni. Þá mega fylgismenn Normcore alls ekki klikka á því að vera í hvítum sokkum við opna sandala á tyllidögum. Fatnaður sem gæti kallast Normcore er fjöldaframleiddur, oftast nær í Asíulöndum, fyrir stórar verslunarkeðjur, svo sem GAP, Jack & Jones og Abercrombie & Fitch.Hönnuðurinn Andrea Crews bauð upp á hið geysivinsæla sokka- og sandalakombó á tískuvikunni í París í vikunni.Á tískuvikunni í París, þar sem vor- og sumartíska næsta árs var kynnt fyrir stuttu, sáu hins vegar glöggir tískuspekúlantar að Normcore-tískan hefur rutt sér til rúms hjá heimsfrægum hönnuðum. Það er því um að gera að draga fram gömlu Fruit of the Loom-bolina og jafnvel Carhart-buxurnar sem fögnuðu mikilli velgengni fyrir aldamótin síðustu og tolla í tísku – án þess þó að gera það. Ert þú Normcore? Ef þú svarar meirihluta af eftirfarandi spurningum rétt smellpassar þú í normcore-tískusveifluna: 1. Lítur þú á Barack Obama sem tískutákn? 2. Lítur þú á karakterana í Seinfeld sem tískutákn? 3. Borðar þú franskbrauð oftar en einu sinni í mánuði? 4. Verslar þú í Hagkaup? 5. Gengur þú allajafna með derhúfu? 6. Horfir þú á The Big Bang Theory? 7. Gengur þú í khaki-buxum? 8. Gætirðu hugsað þér að vera í sokkum við opna sandala? 9. Borðar þú unnar kjötvörur eða frosnar, tilbúnar máltíðir? 10. Hlustar þú á U2?
Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira