Þurfti að fá frí frá vinnu fyrir úrslitin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2014 06:45 Vísir/Daníel Tinna Jóhannsdóttir segir að það eigi vel við sig að spila í holukeppni en hún bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu um helgina. Hún hefur þó dregið sig til hliðar frá keppnisgolfinu en stóðst ekki mátið þegar henni bauðst að taka þátt á heimavelli hennar í Hafnarfirði. „Ég gerði engin dýr mistök í úrslitaleiknum og þetta datt ekki fyrir Karen [Guðnadóttur] í dag. Þetta var nokkuð rólegt golf hjá mér,“ sagði Tinna sem var að vinna titilinn í fyrsta sinn. „Ég missti alltaf af þessu móti á námsárum mínum í Bandaríkjunum en komst í úrslit í fyrra og endaði í þriðja sæti þar áður. Holukeppnin á ágætlega við mig enda er þetta mitt uppáhaldsmót ásamt sveitakeppninni.“ Tinna er í fullri vinnu, auk þess sem hún er að þjálfa hjá golfklúbbnum Keili, og þurfti að fá frí til að keppa í gær. „Ég hef verið að draga mig út úr þessu en það er gaman að sjá hvað það er stór hópur ungra kylfinga að koma upp í kvennaflokki,“ segir Tinna en hún reiknar ekki með því að keppa á Íslandsmótinu í höggleik síðar í sumar. „Nei og ég held að þessi sigur breytir því ekki því spilamennska mín um helgina myndi aldrei duga til sigurs á landsmóti,“ sagði hún í léttum dúr. Golf Tengdar fréttir Tinna Íslandsmeistari í holukeppni Tinna Jóhannsdóttir, kylfingur úr GK, varð í dag Íslandsmeistari í holukeppni í fyrsta sinn. 29. júní 2014 15:43 Karen vann systur sína í undanúrslitum Systur áttust við í undanúrslitum Íslandsmótsins í holukeppni. 29. júní 2014 11:13 Tinna mætir Karen í úrslitunum Nýr Íslandsmeistari kvenna í holukeppni verður krýndur í dag. 29. júní 2014 11:42 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tinna Jóhannsdóttir segir að það eigi vel við sig að spila í holukeppni en hún bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu um helgina. Hún hefur þó dregið sig til hliðar frá keppnisgolfinu en stóðst ekki mátið þegar henni bauðst að taka þátt á heimavelli hennar í Hafnarfirði. „Ég gerði engin dýr mistök í úrslitaleiknum og þetta datt ekki fyrir Karen [Guðnadóttur] í dag. Þetta var nokkuð rólegt golf hjá mér,“ sagði Tinna sem var að vinna titilinn í fyrsta sinn. „Ég missti alltaf af þessu móti á námsárum mínum í Bandaríkjunum en komst í úrslit í fyrra og endaði í þriðja sæti þar áður. Holukeppnin á ágætlega við mig enda er þetta mitt uppáhaldsmót ásamt sveitakeppninni.“ Tinna er í fullri vinnu, auk þess sem hún er að þjálfa hjá golfklúbbnum Keili, og þurfti að fá frí til að keppa í gær. „Ég hef verið að draga mig út úr þessu en það er gaman að sjá hvað það er stór hópur ungra kylfinga að koma upp í kvennaflokki,“ segir Tinna en hún reiknar ekki með því að keppa á Íslandsmótinu í höggleik síðar í sumar. „Nei og ég held að þessi sigur breytir því ekki því spilamennska mín um helgina myndi aldrei duga til sigurs á landsmóti,“ sagði hún í léttum dúr.
Golf Tengdar fréttir Tinna Íslandsmeistari í holukeppni Tinna Jóhannsdóttir, kylfingur úr GK, varð í dag Íslandsmeistari í holukeppni í fyrsta sinn. 29. júní 2014 15:43 Karen vann systur sína í undanúrslitum Systur áttust við í undanúrslitum Íslandsmótsins í holukeppni. 29. júní 2014 11:13 Tinna mætir Karen í úrslitunum Nýr Íslandsmeistari kvenna í holukeppni verður krýndur í dag. 29. júní 2014 11:42 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tinna Íslandsmeistari í holukeppni Tinna Jóhannsdóttir, kylfingur úr GK, varð í dag Íslandsmeistari í holukeppni í fyrsta sinn. 29. júní 2014 15:43
Karen vann systur sína í undanúrslitum Systur áttust við í undanúrslitum Íslandsmótsins í holukeppni. 29. júní 2014 11:13
Tinna mætir Karen í úrslitunum Nýr Íslandsmeistari kvenna í holukeppni verður krýndur í dag. 29. júní 2014 11:42