Aðhald í krafti upplýsinga Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. júní 2014 06:00 Það er gott fyrir grunnskólana í Reykjavík, nemendurna og foreldra þeirra að úrskurðarnefnd upplýsingamála skikkaði borgina til að birta niðurstöður um frammistöðu einstakra grunnskóla í PISA-könnuninni svokölluðu. Það er alþjóðleg könnun sem mælir frammistöðu tíundu bekkinga í ýmsum grunnþáttum þeirrar þekkingar sem fólk á að hafa á valdi sínu í lok grunnskóla. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafði fyrir kosningar hafnað kröfum sjálfstæðismanna í borgarstjórn og margra foreldra um að niðurstöðurnar yrðu birtar. Úrskurðarnefndin var hins vegar ósammála þeirri skoðun borgarstjórnarmeirihlutans að niðurstöðurnar væru vinnuplagg, bara fyrir sérfræðinga og fagfólk borgarinnar til að rýna. Foreldrar og allur almenningur fá nú aðgang að upplýsingum um það hvernig einstakir skólar í Reykjavík standa. Hitt er svo annað mál, að það segir okkur ekki mikið hvaða skóli kom verst út úr könnuninni og hver bezt. Undanfarna daga hefur mest verið gert úr því í fréttum að Fellaskóli hafi komið verst út í könnuninni. Það kom ekki á óvart; í skólahverfi þess skóla er hæsta hlutfall innflytjenda í borginni og mikið af fólki með lágar tekjur og litla menntun. Þess vegna var niðurstaðan fyrirséð. Um leið er þó ekki bara hægt að útskýra burt slaka niðurstöðu í PISA-könnuninni með því að íbúasamsetningin í hverfinu sé svona eða hinsegin. Nú þegar foreldrar í Reykjavík hafa fengið niðurstöðurnar í hendur, eiga þeir að spyrja skóla barnanna og borgarkerfið spurninga á borð við þessar: Hvernig kemur skólinn út í samanburði við síðustu PISA-könnun? Miðar í rétta átt eða er árangurinn niður á við? Hvernig kemur skólinn út í samanburði við skóla í hverfum þar sem dreifing íbúanna eftir tekjum, menntun og uppruna er svipuð og í mínu hverfi? Hvernig er samanburðurinn í alþjóðlegu samhengi? Eru niðurstöðurnar í samræmi við útkomu úr samræmdum prófum? Hvað gera skólarnir sem koma bezt út öðruvísi en skólar sem koma ekki eins vel út? Telja skólastjórnendur að þeir geti bætt eitthvað? Hvað getum við sem foreldrar gert öðruvísi til að styðja betur við börnin heima fyrir? PISA-niðurstöðurnar snúast þannig ekki um einhverja óheilbrigða og neikvæða samkeppni milli skóla, eins og sumir hafa haldið fram. Þær eiga að nýtast til að bæta skólastarfið, rýna hvað er vel gert og hvað síður og fyrst og fremst hvað er hægt að gera til að bæta árangur skólanna. Eftir að pólitíska kerfið hafði ákveðið að þessar niðurstöður væru bezt geymdar sem leyndarmál sem eingöngu lítill hópur fagfólks hefði aðgang að, kærði framtakssamt foreldri ákvörðunina og fékk niðurstöðurnar fram í dagsljósið. Nú ætti borgin ekki að bíða eftir næsta kærumáli, heldur þvert á móti gera opinberar og aðgengilegar allar mögulegar upplýsingar um frammistöðu skólanna í Reykjavík, sem liggja fyrir en eru ekki á almennu vitorði foreldra. Þannig er valdajafnvæginu á milli foreldra og kerfisins vissulega raskað; í upplýsingunum felst vald, sem foreldrar fá nú í auknum mæli. En það er samt ekki slæmt fyrir kerfið. Það eykur aðhaldið og er gott fyrir hið opinbera skólakerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Sjá meira
Það er gott fyrir grunnskólana í Reykjavík, nemendurna og foreldra þeirra að úrskurðarnefnd upplýsingamála skikkaði borgina til að birta niðurstöður um frammistöðu einstakra grunnskóla í PISA-könnuninni svokölluðu. Það er alþjóðleg könnun sem mælir frammistöðu tíundu bekkinga í ýmsum grunnþáttum þeirrar þekkingar sem fólk á að hafa á valdi sínu í lok grunnskóla. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafði fyrir kosningar hafnað kröfum sjálfstæðismanna í borgarstjórn og margra foreldra um að niðurstöðurnar yrðu birtar. Úrskurðarnefndin var hins vegar ósammála þeirri skoðun borgarstjórnarmeirihlutans að niðurstöðurnar væru vinnuplagg, bara fyrir sérfræðinga og fagfólk borgarinnar til að rýna. Foreldrar og allur almenningur fá nú aðgang að upplýsingum um það hvernig einstakir skólar í Reykjavík standa. Hitt er svo annað mál, að það segir okkur ekki mikið hvaða skóli kom verst út úr könnuninni og hver bezt. Undanfarna daga hefur mest verið gert úr því í fréttum að Fellaskóli hafi komið verst út í könnuninni. Það kom ekki á óvart; í skólahverfi þess skóla er hæsta hlutfall innflytjenda í borginni og mikið af fólki með lágar tekjur og litla menntun. Þess vegna var niðurstaðan fyrirséð. Um leið er þó ekki bara hægt að útskýra burt slaka niðurstöðu í PISA-könnuninni með því að íbúasamsetningin í hverfinu sé svona eða hinsegin. Nú þegar foreldrar í Reykjavík hafa fengið niðurstöðurnar í hendur, eiga þeir að spyrja skóla barnanna og borgarkerfið spurninga á borð við þessar: Hvernig kemur skólinn út í samanburði við síðustu PISA-könnun? Miðar í rétta átt eða er árangurinn niður á við? Hvernig kemur skólinn út í samanburði við skóla í hverfum þar sem dreifing íbúanna eftir tekjum, menntun og uppruna er svipuð og í mínu hverfi? Hvernig er samanburðurinn í alþjóðlegu samhengi? Eru niðurstöðurnar í samræmi við útkomu úr samræmdum prófum? Hvað gera skólarnir sem koma bezt út öðruvísi en skólar sem koma ekki eins vel út? Telja skólastjórnendur að þeir geti bætt eitthvað? Hvað getum við sem foreldrar gert öðruvísi til að styðja betur við börnin heima fyrir? PISA-niðurstöðurnar snúast þannig ekki um einhverja óheilbrigða og neikvæða samkeppni milli skóla, eins og sumir hafa haldið fram. Þær eiga að nýtast til að bæta skólastarfið, rýna hvað er vel gert og hvað síður og fyrst og fremst hvað er hægt að gera til að bæta árangur skólanna. Eftir að pólitíska kerfið hafði ákveðið að þessar niðurstöður væru bezt geymdar sem leyndarmál sem eingöngu lítill hópur fagfólks hefði aðgang að, kærði framtakssamt foreldri ákvörðunina og fékk niðurstöðurnar fram í dagsljósið. Nú ætti borgin ekki að bíða eftir næsta kærumáli, heldur þvert á móti gera opinberar og aðgengilegar allar mögulegar upplýsingar um frammistöðu skólanna í Reykjavík, sem liggja fyrir en eru ekki á almennu vitorði foreldra. Þannig er valdajafnvæginu á milli foreldra og kerfisins vissulega raskað; í upplýsingunum felst vald, sem foreldrar fá nú í auknum mæli. En það er samt ekki slæmt fyrir kerfið. Það eykur aðhaldið og er gott fyrir hið opinbera skólakerfi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun