Engin gögn til um flutning Fiskistofu til Akureyrar Sveinn Arnarsson skrifar 2. júlí 2014 07:30 Sigurður Ingi Jóhannsson virðist ekki hafa myndað neinn starfshóp innan ráðuneytisins um flutning stofnana út á land Ekki eru allir sáttir við ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um að flytja Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Sá flutningur stofnunarinnar á að vera yfirstaðinn í lok næsta árs. Starfsmenn stofnunarinnar hafa mótmælt kröftuglega. Bent er á að málið snerti atvinnu og lífsviðurværi um fjörutíu fjölskyldna. Einnig hafa mótbárur heyrst innan úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrann bendir hins vegar á að ákvörðunin sé í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á landsbyggðina. Sú stefna sé í stjórnarsáttmálanum og í samþykktri byggðaáætlun. Gagnrýnt er að ákvörðunin virðist hafa verið tekin af afar litlum hópi innan ráðuneytisins. Engin fagleg nefnd hafi kannað hvaða kostir væru bestir í stöðunni. Sigurður Ingi segir við Fréttablaðið að strax síðastliðið sumar hafi vinna verið hafin inni í ráðuneytinu til að athuga hvaða stofnanir væru best til þess fallnar að flytja. Vegna eðlis starfseminnar sé Fiskistofa heppilegasti kosturinn. Samt var engin nefnd að störfum í ráðuneytinu til að vega og meta kostina og enginn mælanlegur eða áþreifanlegur árangur kortlagður.Sjávarútvegsráðuneytið Engin nefnd var að störfum innan ráðuneytisins til að kanna mögulega kosti. Engin gögn um vinnu ráðuneytisins eru tiltæk.Þá er gagnrýnt að ráðuneytið hafi kannað til hlítar lagalega hlið flutnings Fiskistofu. Ráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að dómur í Hæstarétti um flutning Landmælinga Íslands til Akraness hafi fyrst verið skoðaður af ráðuneytinu síðastliðinn mánudagsmorgun. Erfitt er að glöggva sig á því hvaða vinnu var sinnt af ráðuneytinu því að engin gögn eru til um vinnu ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun hefur ekki tekið saman gögn um flutning opinberra stofnana til landsbyggðarinnar og hefur auk þess ekki skoðað gaumgæfilega færslu verkefna frá höfuðborg til sveitarfélaga úti á landsbyggðinni. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir koma til álita að gera úttekt á flutningi Fiskistofu síðar, ef af honum verður og greina þá mögulegan kostnað og ávinning. Sveinn vill ekki tjá sig um flutninginn að svo stöddu.Þórarinn EyfjörðSannfærður að hagsmunir stofnunarinnar séu hafðir að enguÞórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segist sannfærður um að engar rannsóknir, upplýsingaöflun né nokkurs konar samvinna um hagsmuni stofnunarinnar hafi legið að baki ákvörðun um að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Ákvörðunin sé háð pólitískum geðþótta. Enn eigi eftir að finna rök fyrir henni. „Það er svo helvíti súrt í broti að vakna við það núna árið 2014 að ráðherrar séu að taka pólitískar ákvarðanir án þess að fyrir liggi nokkrar úttektir, mælingar eða nokkuð mat á hagkvæmni þess að gera þetta. Það eina sem liggur fyrir er ríkisstjórnarsáttmáli um að flytja stofnanir út á land. Ef svo er þá er þetta sú alvitlausasta leið til þess að flytja störf út á land. Nútímastjórnsýsla á að vera sú að dreifa verkefnum en ekki flytja stofnanir með manni og mús milli landshluta, því að með því tapast gífurlegur mannauður og þekking út úr stofnuninni,“ segir Þórarinn Eyfjörð. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Ekki eru allir sáttir við ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um að flytja Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Sá flutningur stofnunarinnar á að vera yfirstaðinn í lok næsta árs. Starfsmenn stofnunarinnar hafa mótmælt kröftuglega. Bent er á að málið snerti atvinnu og lífsviðurværi um fjörutíu fjölskyldna. Einnig hafa mótbárur heyrst innan úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrann bendir hins vegar á að ákvörðunin sé í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á landsbyggðina. Sú stefna sé í stjórnarsáttmálanum og í samþykktri byggðaáætlun. Gagnrýnt er að ákvörðunin virðist hafa verið tekin af afar litlum hópi innan ráðuneytisins. Engin fagleg nefnd hafi kannað hvaða kostir væru bestir í stöðunni. Sigurður Ingi segir við Fréttablaðið að strax síðastliðið sumar hafi vinna verið hafin inni í ráðuneytinu til að athuga hvaða stofnanir væru best til þess fallnar að flytja. Vegna eðlis starfseminnar sé Fiskistofa heppilegasti kosturinn. Samt var engin nefnd að störfum í ráðuneytinu til að vega og meta kostina og enginn mælanlegur eða áþreifanlegur árangur kortlagður.Sjávarútvegsráðuneytið Engin nefnd var að störfum innan ráðuneytisins til að kanna mögulega kosti. Engin gögn um vinnu ráðuneytisins eru tiltæk.Þá er gagnrýnt að ráðuneytið hafi kannað til hlítar lagalega hlið flutnings Fiskistofu. Ráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að dómur í Hæstarétti um flutning Landmælinga Íslands til Akraness hafi fyrst verið skoðaður af ráðuneytinu síðastliðinn mánudagsmorgun. Erfitt er að glöggva sig á því hvaða vinnu var sinnt af ráðuneytinu því að engin gögn eru til um vinnu ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun hefur ekki tekið saman gögn um flutning opinberra stofnana til landsbyggðarinnar og hefur auk þess ekki skoðað gaumgæfilega færslu verkefna frá höfuðborg til sveitarfélaga úti á landsbyggðinni. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir koma til álita að gera úttekt á flutningi Fiskistofu síðar, ef af honum verður og greina þá mögulegan kostnað og ávinning. Sveinn vill ekki tjá sig um flutninginn að svo stöddu.Þórarinn EyfjörðSannfærður að hagsmunir stofnunarinnar séu hafðir að enguÞórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segist sannfærður um að engar rannsóknir, upplýsingaöflun né nokkurs konar samvinna um hagsmuni stofnunarinnar hafi legið að baki ákvörðun um að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Ákvörðunin sé háð pólitískum geðþótta. Enn eigi eftir að finna rök fyrir henni. „Það er svo helvíti súrt í broti að vakna við það núna árið 2014 að ráðherrar séu að taka pólitískar ákvarðanir án þess að fyrir liggi nokkrar úttektir, mælingar eða nokkuð mat á hagkvæmni þess að gera þetta. Það eina sem liggur fyrir er ríkisstjórnarsáttmáli um að flytja stofnanir út á land. Ef svo er þá er þetta sú alvitlausasta leið til þess að flytja störf út á land. Nútímastjórnsýsla á að vera sú að dreifa verkefnum en ekki flytja stofnanir með manni og mús milli landshluta, því að með því tapast gífurlegur mannauður og þekking út úr stofnuninni,“ segir Þórarinn Eyfjörð.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira