Ætlar að smíða fljótandi vatnsverksmiðju Haraldur Guðmundsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Skipið yrði á stærð við stórt skemmtiferðaskip, um 105 þúsund tonn, 50 metra breitt og 217 metra langt. Skipatækni í Reykjavík hefur séð um hönnun skipsins. Mynd/IcelandicWaterLine Fyrirtækið Icelandic Water Line ætlar að smíða 105 þúsund tonna vatnsverksmiðjuskip og hefja útflutning á íslensku vatni. „Við erum að vinna úr ákveðnum tilboðum sem borist hafa bæði hvað varðar fjármögnun verkefnisins og smíði skipsins,“ segir Kjartan Ragnarsson, stjórnarmaður og annar tveggja stofnenda Icelandic Water Line. Kjartan og Ómar Már Jónsson, stjórnarformaður fyrirtækisins og fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík, stofnuðu Icelandic Water Line árið 2009. Þeir hafa tryggt sér vatn af Snæfellsnesi til framleiðslunnar. Skipið á að geta flutt um 75 milljónir lítra í einni ferð og stefnt er að sjósetningu innan fjögurra ára. Vatninu verður tappað á flöskur um borð og flutt á markaði erlendis. Einnig verður þar plastverksmiðja sem mun framleiða flöskurnar, tappa og aðrar umbúðir. Kjartan segist ekki geta gefið upp heildarkostnað verkefnisins en segir fyrirtækið eiga í viðræðum um kostnað við smíði skipsins. „Við erum búin að ráða mjög öflugt fyrirtæki í Bandaríkjunum sem mun sjá um markaðssetningu á okkar vöru,“ segir Kjartan. Framleiðsla skipsins yrði að hans sögn seld undir merkjum Icelandic Water Line og annarra vatnsdreifingaraðila. Skipið gæti að sögn Kjartans lækkað framleiðslu- og flutningskostnað verulega. Hann fullyrðir einnig að ekkert skip geti nýtt afgangsorku betur. „Skipið mun nýta alla afgangsorku til framleiðslunnar í formi varmaorku frá aflvélum þess. Um borð verða fjölmargar framleiðslulínur sem taka mikla orku og þess vegna hefur skipið möguleika á að nýta þessa orku sem er ekki nýtt í öðrum skipum nema að litlu leyti,“ segir Kjartan. Hann gerir ráð fyrir að fyrirtækið verði skráð í Kauphöllina, Nasdaq OMX Iceland, þremur árum eftir sjósetningu. Kjartan kynnti verkefnið á lokuðum fundi fagfjárfesta og nýsköpunarfyrirtækja sem Kauphöllin hélt í Hörpu í maí. „Fundurinn var mjög vel heppnaður. Þar kynntum við okkar áform sem við munum kynna íslensku þjóðinni á næstu mánuðum.“ Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Fyrirtækið Icelandic Water Line ætlar að smíða 105 þúsund tonna vatnsverksmiðjuskip og hefja útflutning á íslensku vatni. „Við erum að vinna úr ákveðnum tilboðum sem borist hafa bæði hvað varðar fjármögnun verkefnisins og smíði skipsins,“ segir Kjartan Ragnarsson, stjórnarmaður og annar tveggja stofnenda Icelandic Water Line. Kjartan og Ómar Már Jónsson, stjórnarformaður fyrirtækisins og fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík, stofnuðu Icelandic Water Line árið 2009. Þeir hafa tryggt sér vatn af Snæfellsnesi til framleiðslunnar. Skipið á að geta flutt um 75 milljónir lítra í einni ferð og stefnt er að sjósetningu innan fjögurra ára. Vatninu verður tappað á flöskur um borð og flutt á markaði erlendis. Einnig verður þar plastverksmiðja sem mun framleiða flöskurnar, tappa og aðrar umbúðir. Kjartan segist ekki geta gefið upp heildarkostnað verkefnisins en segir fyrirtækið eiga í viðræðum um kostnað við smíði skipsins. „Við erum búin að ráða mjög öflugt fyrirtæki í Bandaríkjunum sem mun sjá um markaðssetningu á okkar vöru,“ segir Kjartan. Framleiðsla skipsins yrði að hans sögn seld undir merkjum Icelandic Water Line og annarra vatnsdreifingaraðila. Skipið gæti að sögn Kjartans lækkað framleiðslu- og flutningskostnað verulega. Hann fullyrðir einnig að ekkert skip geti nýtt afgangsorku betur. „Skipið mun nýta alla afgangsorku til framleiðslunnar í formi varmaorku frá aflvélum þess. Um borð verða fjölmargar framleiðslulínur sem taka mikla orku og þess vegna hefur skipið möguleika á að nýta þessa orku sem er ekki nýtt í öðrum skipum nema að litlu leyti,“ segir Kjartan. Hann gerir ráð fyrir að fyrirtækið verði skráð í Kauphöllina, Nasdaq OMX Iceland, þremur árum eftir sjósetningu. Kjartan kynnti verkefnið á lokuðum fundi fagfjárfesta og nýsköpunarfyrirtækja sem Kauphöllin hélt í Hörpu í maí. „Fundurinn var mjög vel heppnaður. Þar kynntum við okkar áform sem við munum kynna íslensku þjóðinni á næstu mánuðum.“
Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira