Þrír starfsmenn hafa fylgt stofnunum frá höfuðborg til landsbyggðanna Sveinn Arnarsson skrifar 3. júlí 2014 08:00 Fjórir ráðherrar hafa flutt opinberar stofnanir á landsbyggðirnar. Þrír starfsmenn hafa samanlagt flutt með stofnunum. Nýtt fólk hefur verið ráðið í þeirra stað. Einungis þrír starfsmenn hafa flust búferlum þegar stofnanir hafa verið fluttar á landsbyggð frá höfuðborgarsvæði. Enginn starfsmaður Fiskistofu ætlar sér að flytja til Akureyrar með stofnuninni. Ekki eru til mörg dæmi um flutning opinberra stofnana í heilu lagi frá höfuðborg til landsbyggða. Stofnanirnar sem hafa verið fluttar eru Skógrækt ríkisins, Veiðistjóraembættið, Landmælingar Íslands og Byggðastofnun. Nú síðast tók ráðherra þá ákvörðun að Fiskistofa yrði flutt á næstu misserum til Akureyrar frá Hafnarfirði. Mikillar óánægju hefur gætt með slíkar ákvarðanir í hvert skipti sem opinberar stofnanir hafa verið fluttar á landsbyggðirnar. Miklar deilur fylgdu í kjölfar ákvörðunar Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi landbúnaðarráðherra, þegar hann ákvað að flytja Skógrækt ríkisins. Aðeins einn starfsmaður flutti með stofnuninni. Ákvörðun um flutning Veiðistjóraembættisins til Akureyrar var tekin þegar miklar deilur voru uppi milli starfsmanna og ráðherra og var ráðherrann, Össur Skarphéðinsson, sakaður um að hafa flutt stofnunina til að losna við starfsmenn. Enginn þeirra sem áður störfuðu við embættið flutti með stofnuninni. Sömu sögu má segja um flutning Landmælinga á Akranes og endaði sú ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra fyrir Hæstarétti þar sem flutningurinn var dæmdur ólöglegur. Aðeins forstjórinn flutti með stofnuninni á Akranes. Einn starfsmaður flutti með Byggðastofnun þegar hún var flutt á Sauðárkrók. Valgerður Sverrisdóttir var þáverandi iðnaðarráðherra og ráðherra byggðamála. Færa má byggðafræðileg rök fyrir því að heppilegast sé að dreifa opinberum störfum vítt og breitt um landið. Að sama skapi hefur verið bent á hagræðið að því að sem flestar stofnanir séu staðsettar sem næst ráðuneytum til að minnka ferðakostnað. Til að mynda hafi rekstrarkostnaður Veiðistjóraembættisins hækkað eftir það flutti til Akureyrar, bæði vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu sem áður var innan embættisins sem og að ferðakostnaður hafi hækkað við flutninginn. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tilkynnti starfsmönnum síðastliðinn föstudag að flytja ætti stofnunina. Þessi ákvörðun kom eins og blaut tuska framan í starfsmenn sem höfðu ekki hugmynd um áform ráðherra. Vinnubrögðin hafa verið gagnrýnd af starfsmönnum og stéttarfélögum sem telja flutninginn ígildi fjöldauppsagnar hjá stofnuninni. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Einungis þrír starfsmenn hafa flust búferlum þegar stofnanir hafa verið fluttar á landsbyggð frá höfuðborgarsvæði. Enginn starfsmaður Fiskistofu ætlar sér að flytja til Akureyrar með stofnuninni. Ekki eru til mörg dæmi um flutning opinberra stofnana í heilu lagi frá höfuðborg til landsbyggða. Stofnanirnar sem hafa verið fluttar eru Skógrækt ríkisins, Veiðistjóraembættið, Landmælingar Íslands og Byggðastofnun. Nú síðast tók ráðherra þá ákvörðun að Fiskistofa yrði flutt á næstu misserum til Akureyrar frá Hafnarfirði. Mikillar óánægju hefur gætt með slíkar ákvarðanir í hvert skipti sem opinberar stofnanir hafa verið fluttar á landsbyggðirnar. Miklar deilur fylgdu í kjölfar ákvörðunar Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi landbúnaðarráðherra, þegar hann ákvað að flytja Skógrækt ríkisins. Aðeins einn starfsmaður flutti með stofnuninni. Ákvörðun um flutning Veiðistjóraembættisins til Akureyrar var tekin þegar miklar deilur voru uppi milli starfsmanna og ráðherra og var ráðherrann, Össur Skarphéðinsson, sakaður um að hafa flutt stofnunina til að losna við starfsmenn. Enginn þeirra sem áður störfuðu við embættið flutti með stofnuninni. Sömu sögu má segja um flutning Landmælinga á Akranes og endaði sú ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra fyrir Hæstarétti þar sem flutningurinn var dæmdur ólöglegur. Aðeins forstjórinn flutti með stofnuninni á Akranes. Einn starfsmaður flutti með Byggðastofnun þegar hún var flutt á Sauðárkrók. Valgerður Sverrisdóttir var þáverandi iðnaðarráðherra og ráðherra byggðamála. Færa má byggðafræðileg rök fyrir því að heppilegast sé að dreifa opinberum störfum vítt og breitt um landið. Að sama skapi hefur verið bent á hagræðið að því að sem flestar stofnanir séu staðsettar sem næst ráðuneytum til að minnka ferðakostnað. Til að mynda hafi rekstrarkostnaður Veiðistjóraembættisins hækkað eftir það flutti til Akureyrar, bæði vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu sem áður var innan embættisins sem og að ferðakostnaður hafi hækkað við flutninginn. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tilkynnti starfsmönnum síðastliðinn föstudag að flytja ætti stofnunina. Þessi ákvörðun kom eins og blaut tuska framan í starfsmenn sem höfðu ekki hugmynd um áform ráðherra. Vinnubrögðin hafa verið gagnrýnd af starfsmönnum og stéttarfélögum sem telja flutninginn ígildi fjöldauppsagnar hjá stofnuninni.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira