Handboltafélögin kvarta ekki undan dómarakostnaði Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2014 06:00 Gísli Hlynur Jóhannsson, Hafsteinn Ingibergsson og kollegar þeirra eru ekki að setja félögin í handboltanum á hliðina. Vísir/Stefán „Við erum svona þokkalega sátt við dómarakostnaðinn – þetta er alveg viðráðanlegt,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður handknattleiksdeildar Fram, við Fréttablaðið um þann kostnað sem fellur á félögin í Olís-deildum karla og kvenna í handbolta. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær ná tekjur af heimaleikjum liðanna í úrvalsdeildunum í körfubolta ekki upp í kostnað dómaranna. Í körfunni er ekki óalgengt að kostnaður við leik hlaupi á 70 þúsundum króna fyrir heimaliðið. Kostnaðurinn í handboltanum er öllu minni og þarf ekki að hafa jafn mikið fé á milli handanna á meðan á tímabilinu stendur. Lið greiða þó vissa upphæð í jöfnunarsjóð sem dómarakostnaðurinn er svo niðurgreiddur með.Náum að dekka kostnaðinn Dómari í úrvalsdeild karla og kvenna í handboltanum fær 15.900 fyrir sín störf frá félaginu og eftirlitsmaður 10.790. Allur ferðakostnaður og fæðispeningur, sá kostnaður sem er að gera út af við félögin í körfunni, er greiddur af HSÍ. Eftirlitsmaður er ekki á öllum leikjum í úrvalsdeild karla en sé slíkur á leik er heildarkostnaður heimaliðs 42.590. Eftirlitsmenn eru ekki í Olís-deild kvenna þannig að kostnaður heimaliðs verður 31.800 krónur fyrir hvern leik. „Reksturinn er erfiður í handboltanum en þetta er ekki það sem við höfum áhyggjur af,“ segir Helga Björk. Ná tekjur af heimaleikjum að dekka dómarakostnaðinn, ólíkt því sem svo algengt er í körfuboltanum ef marka má orð þeirra formanna sem Fréttablaðið hefur rætt við í vikunni? „Að jafnaði náum við alltaf að dekka þetta. Svo koma stórir leikir inn á milli sem vega upp minni leiki,“ segir Helga Björk.Ósáttur með eftirlitsmenn Kostnaðurinn við dómara í Olís-deild karla er mestur þegar þarf að senda menn til Akureyrar. Akureyringar borga þó það sama og aðrir á meðan á leiktíðinni stendur. „Kostnaðurinn endar samt á okkur þótt hann sé ekki borgaður úr okkar vasa. Hann er lagður jafnt á félögin. Við leggjum bara ekki út fyrir þessu í hvert skipti,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags. Hann setur sig ekki mikið upp á móti dómarakostnaðinum en er ósáttur við að fá eftirlitsmenn reglulega norður sem hann sér ekki mikinn tilgang í. „Þetta er bara eftirlaunasjóður – það hef ég sagt áður. Ég skil ekki hvað er verið að senda þessa menn. Þeir setja kannski út á að það vanti eitt skilti frá Olís eða eitthvað. Það er allt í lagi að þeir komi einu sinni og taki út umgjörðina en það er óþarfi að vera að senda þá lon og don. Það má nýta þennan pening sem þeir fá í miklu mikilvægari hluti,“ segir Hlynur.Knattspyrnan í sérflokki Dómarakostnaður er ekki eitthvað sem liðin í deildakeppninni í knattspyrnunni þurfa að hafa áhyggjur af. KSÍ tók þá ákvörðun upp úr hruninu að dekka allan kostnað, en sambandið útvegar og borgar dómara meira að segja í 2. flokki. „Það var svigrúm til að gera þetta og félögin voru almennt í ákveðnum vandræðum eftir hrun. Því var ákveðið að létta á þeim,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ. Knattspyrnusambandið er auðvitað mun betur stætt en hin tvö enda fær það myndarlega styrki frá UEFA á ári hverju, eitthvað sem Evrópusamböndin í körfunni og handboltanum bjóða ekki upp á og hafa ekki bolmagn til að gera. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Sjá meira
„Við erum svona þokkalega sátt við dómarakostnaðinn – þetta er alveg viðráðanlegt,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður handknattleiksdeildar Fram, við Fréttablaðið um þann kostnað sem fellur á félögin í Olís-deildum karla og kvenna í handbolta. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær ná tekjur af heimaleikjum liðanna í úrvalsdeildunum í körfubolta ekki upp í kostnað dómaranna. Í körfunni er ekki óalgengt að kostnaður við leik hlaupi á 70 þúsundum króna fyrir heimaliðið. Kostnaðurinn í handboltanum er öllu minni og þarf ekki að hafa jafn mikið fé á milli handanna á meðan á tímabilinu stendur. Lið greiða þó vissa upphæð í jöfnunarsjóð sem dómarakostnaðurinn er svo niðurgreiddur með.Náum að dekka kostnaðinn Dómari í úrvalsdeild karla og kvenna í handboltanum fær 15.900 fyrir sín störf frá félaginu og eftirlitsmaður 10.790. Allur ferðakostnaður og fæðispeningur, sá kostnaður sem er að gera út af við félögin í körfunni, er greiddur af HSÍ. Eftirlitsmaður er ekki á öllum leikjum í úrvalsdeild karla en sé slíkur á leik er heildarkostnaður heimaliðs 42.590. Eftirlitsmenn eru ekki í Olís-deild kvenna þannig að kostnaður heimaliðs verður 31.800 krónur fyrir hvern leik. „Reksturinn er erfiður í handboltanum en þetta er ekki það sem við höfum áhyggjur af,“ segir Helga Björk. Ná tekjur af heimaleikjum að dekka dómarakostnaðinn, ólíkt því sem svo algengt er í körfuboltanum ef marka má orð þeirra formanna sem Fréttablaðið hefur rætt við í vikunni? „Að jafnaði náum við alltaf að dekka þetta. Svo koma stórir leikir inn á milli sem vega upp minni leiki,“ segir Helga Björk.Ósáttur með eftirlitsmenn Kostnaðurinn við dómara í Olís-deild karla er mestur þegar þarf að senda menn til Akureyrar. Akureyringar borga þó það sama og aðrir á meðan á leiktíðinni stendur. „Kostnaðurinn endar samt á okkur þótt hann sé ekki borgaður úr okkar vasa. Hann er lagður jafnt á félögin. Við leggjum bara ekki út fyrir þessu í hvert skipti,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags. Hann setur sig ekki mikið upp á móti dómarakostnaðinum en er ósáttur við að fá eftirlitsmenn reglulega norður sem hann sér ekki mikinn tilgang í. „Þetta er bara eftirlaunasjóður – það hef ég sagt áður. Ég skil ekki hvað er verið að senda þessa menn. Þeir setja kannski út á að það vanti eitt skilti frá Olís eða eitthvað. Það er allt í lagi að þeir komi einu sinni og taki út umgjörðina en það er óþarfi að vera að senda þá lon og don. Það má nýta þennan pening sem þeir fá í miklu mikilvægari hluti,“ segir Hlynur.Knattspyrnan í sérflokki Dómarakostnaður er ekki eitthvað sem liðin í deildakeppninni í knattspyrnunni þurfa að hafa áhyggjur af. KSÍ tók þá ákvörðun upp úr hruninu að dekka allan kostnað, en sambandið útvegar og borgar dómara meira að segja í 2. flokki. „Það var svigrúm til að gera þetta og félögin voru almennt í ákveðnum vandræðum eftir hrun. Því var ákveðið að létta á þeim,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ. Knattspyrnusambandið er auðvitað mun betur stætt en hin tvö enda fær það myndarlega styrki frá UEFA á ári hverju, eitthvað sem Evrópusamböndin í körfunni og handboltanum bjóða ekki upp á og hafa ekki bolmagn til að gera.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Sjá meira