Mikil spenna vegna morðs á palestínskum unglingi Brjánn Jónasson skrifar 4. júlí 2014 06:00 Palestínskur maður virðir fyrir sér skaðann sem loftárás Ísraelshers olli í Gasa-borg. Tíu Palestínumenn særðust í loftárásunum, sem voru svar Ísraelshers við eldflauga- og sprengjuvörpuskotum Palestínumanna. Nordicphotos/AFP Hundruðir félagsmanna Hamas-samtakanna hafa verið handteknir á Vesturbakkanum í Palestínu vegna rannsóknar á dauða þriggja ísraelskra unglinga. Útför palestínsks drengs sem fullyrt er að hafi verið myrtur til að hefna fyrir dauða unglinganna þriggja var frestað í gær til að hægt væri að kryfja líkið. Spennan hefur vaxið gríðarlega síðustu daga. Palestínumenn hafa skotið eldflaugum og sprengjum úr sprengjuvörpum á svæði Ísraelsmanna, en engar fréttir hafa borist af því að fólk hafi orðið fyrir sprengjunum. Ísraelski herinn hefur svarað með loftárásum, og hafa í það minnsta tíu særst í þeim. Þá sló í brýnu milli Palestínumanna og lögreglu í austurhluta Jerúsalem, þar sem Palestínumenn hentu steinum í lögreglu, sem svaraði með því að skjóta gúmmíkúlum og táragasi á mannfjöldann. Tugir Palestínumanna særðust í átökunum. Foreldrar Mohammed Abu Khdeir, sextán ára palestínsks drengs sem var numinn á brott á miðvikudag og fannst síðar látinn og illa brunninn í skógi, halda því fram að hann hafi verið myrtur af öfgasinnuðum Ísraelum. Ísraelsk stjórnvöld saka á móti Hamas-samtökin um að bera ábyrgð á dauða ísrealsku táninganna þriggja. Því neita talsmenn Hamas.Ísraelsk kona skoðar skemmdir á húsi í landnemabyggðunum sem palestínsk eldflaug olli. Ekkert manntjón hefur orðið í eldflaugaárásum Palestínumanna enn sem komið er.Nordicphotos/AFPÍsraelski herinn flutti í gær hermenn og skriðdreka að Gasa-svæðinu. Talsmaður hersins sagði að tilgangurinn væri að verja Ísrael, en bætti því að herinn væri tilbúinn að bregðast við frekari árásum Palestínumanna. Lögreglan í Jerúsalem hélt í gær áfram að rannsaka dauða Abu Khdeir. Illa gekk að bera kennsl á lík hans þar sem það var illa brunnið. Talsmaður lögreglunnar sagði í gær að mikilvægt væri að finna ástæðuna fyrir morðinu. Mikilvægt væri að vita hvort ástæðan tengist þjóðerni drengsins eða hvort um annars konar glæp hafi verið að ræða. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagðist í gær krefjast þess að réttlætið næði fram að ganga hratt og vel í þessu „ámælisverða morðmáli“. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sagði í gær að það væri augljóst að öfgafullir ísraelskir landtökumenn hefðu myrt Abu Khdeir. Hann krafðist þess að morðingjar hans yrðu færðir fyrir dóm. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Hundruðir félagsmanna Hamas-samtakanna hafa verið handteknir á Vesturbakkanum í Palestínu vegna rannsóknar á dauða þriggja ísraelskra unglinga. Útför palestínsks drengs sem fullyrt er að hafi verið myrtur til að hefna fyrir dauða unglinganna þriggja var frestað í gær til að hægt væri að kryfja líkið. Spennan hefur vaxið gríðarlega síðustu daga. Palestínumenn hafa skotið eldflaugum og sprengjum úr sprengjuvörpum á svæði Ísraelsmanna, en engar fréttir hafa borist af því að fólk hafi orðið fyrir sprengjunum. Ísraelski herinn hefur svarað með loftárásum, og hafa í það minnsta tíu særst í þeim. Þá sló í brýnu milli Palestínumanna og lögreglu í austurhluta Jerúsalem, þar sem Palestínumenn hentu steinum í lögreglu, sem svaraði með því að skjóta gúmmíkúlum og táragasi á mannfjöldann. Tugir Palestínumanna særðust í átökunum. Foreldrar Mohammed Abu Khdeir, sextán ára palestínsks drengs sem var numinn á brott á miðvikudag og fannst síðar látinn og illa brunninn í skógi, halda því fram að hann hafi verið myrtur af öfgasinnuðum Ísraelum. Ísraelsk stjórnvöld saka á móti Hamas-samtökin um að bera ábyrgð á dauða ísrealsku táninganna þriggja. Því neita talsmenn Hamas.Ísraelsk kona skoðar skemmdir á húsi í landnemabyggðunum sem palestínsk eldflaug olli. Ekkert manntjón hefur orðið í eldflaugaárásum Palestínumanna enn sem komið er.Nordicphotos/AFPÍsraelski herinn flutti í gær hermenn og skriðdreka að Gasa-svæðinu. Talsmaður hersins sagði að tilgangurinn væri að verja Ísrael, en bætti því að herinn væri tilbúinn að bregðast við frekari árásum Palestínumanna. Lögreglan í Jerúsalem hélt í gær áfram að rannsaka dauða Abu Khdeir. Illa gekk að bera kennsl á lík hans þar sem það var illa brunnið. Talsmaður lögreglunnar sagði í gær að mikilvægt væri að finna ástæðuna fyrir morðinu. Mikilvægt væri að vita hvort ástæðan tengist þjóðerni drengsins eða hvort um annars konar glæp hafi verið að ræða. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagðist í gær krefjast þess að réttlætið næði fram að ganga hratt og vel í þessu „ámælisverða morðmáli“. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sagði í gær að það væri augljóst að öfgafullir ísraelskir landtökumenn hefðu myrt Abu Khdeir. Hann krafðist þess að morðingjar hans yrðu færðir fyrir dóm.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent