Eldisfiskur veiðist í ósi við Patreksfjörð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 15. júlí 2014 11:00 Afli úr ósum Ósár Líklegast óx þessum tveimur fiskur um hrygg í kvíum en þeir veiddust í ósnum við botn Patreksfjarðar. VÍSIR/VILHELM Nokkur fjöldi veiðimanna dregur nú stóran lax úr ósum Ósár í botni Patreksfjarðar en þar er ekki vanalega að fá stóran lax enda bendir flest til þess að þarna sé á ferðinni lax sem sloppið hafi úr eldiskvíum Fjarðalax í nóvember síðastliðnum. Þá sluppu 200 laxar. Ekki hefur það fengist staðfest en Fjarðalaxmenn munu nú taka sýni til að ganga úr skugga um það. Sævar Ólafsson, veiðimaður frá Patreksfirði, segir að hann hafi meðal annars dregið 12 punda lax í gærmorgun og aðrir fengið fimm væna í fyrradag. Laxveiðimenn hafa horn í síðu þessa iðnaðar þar sem þeir telja mikla hættu á erfðablöndun norska eldislaxins og villtra íslenskra stofna. „Þetta sannar að það er rangt sem haldið hefur verið fram, að eldislax lifi ekki af í hafinu,“ segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir enn fremur að þó að aðeins einn eldislax fáist í á hérlendis geti það valdið gríðarlegu tjóni. „Skaðinn sem slíkt hefur á ímyndina er gríðarlegur. Menn borga ekki háar fjárhæðir til að veiða í slíkum ám. Svo ef við tölum um erfðablöndunina þá yrði þar um óbætanlegan skaða að ræða.“ Hann segir að landssambandið muni fara fram á það við Fiskistofu að farið verði með net í Patreksfjörðinn til að kanna hvað sé að gerast. Jónatan Þórðarson, eldisstjóri Fjarðalax, segir að greinilega hafi nokkrir af þeim tvö hundruð löxum sem sluppu í nóvember farið út á haf en komið svo aftur, en engin hætta stafi af þeim. „Það hefur sýnt sig í Noregi að þegar svona gerist flakkar fiskurinn inn og út, flestir hafa drepist úti í hafi og þessir munu drepast líka,“ segir hann. „Það er mikill misskilningur að þessi lax geti haft áhrif á villta íslenska stofninn,“ bætir hann við. „Þessi umræða er á villigötum og oft er talað um að fjöldi laxveiðiáa í Noregi hafi orðið ónýtur vegna fiskeldis meðan sannleikurinn er sá að það var súrt regn og skætt sníkjudýr, sem laxveiðimenn komu reyndar með þangað sjálfir, sem varð þessum ám að tjóni.“ Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðalax, segir slysasleppinguna og þennan eftirmála hennar vissulega óheppilegan. „En við erum einmitt á þessu svæði vegna þess að þetta er ekki laxveiðisvæði. Þarna eru engar laxveiðiár, og því hefur það verið skilgreint sem eldissvæði. Hætta vegna svona slysa er því í algjöru lágmarki.“ Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Nokkur fjöldi veiðimanna dregur nú stóran lax úr ósum Ósár í botni Patreksfjarðar en þar er ekki vanalega að fá stóran lax enda bendir flest til þess að þarna sé á ferðinni lax sem sloppið hafi úr eldiskvíum Fjarðalax í nóvember síðastliðnum. Þá sluppu 200 laxar. Ekki hefur það fengist staðfest en Fjarðalaxmenn munu nú taka sýni til að ganga úr skugga um það. Sævar Ólafsson, veiðimaður frá Patreksfirði, segir að hann hafi meðal annars dregið 12 punda lax í gærmorgun og aðrir fengið fimm væna í fyrradag. Laxveiðimenn hafa horn í síðu þessa iðnaðar þar sem þeir telja mikla hættu á erfðablöndun norska eldislaxins og villtra íslenskra stofna. „Þetta sannar að það er rangt sem haldið hefur verið fram, að eldislax lifi ekki af í hafinu,“ segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir enn fremur að þó að aðeins einn eldislax fáist í á hérlendis geti það valdið gríðarlegu tjóni. „Skaðinn sem slíkt hefur á ímyndina er gríðarlegur. Menn borga ekki háar fjárhæðir til að veiða í slíkum ám. Svo ef við tölum um erfðablöndunina þá yrði þar um óbætanlegan skaða að ræða.“ Hann segir að landssambandið muni fara fram á það við Fiskistofu að farið verði með net í Patreksfjörðinn til að kanna hvað sé að gerast. Jónatan Þórðarson, eldisstjóri Fjarðalax, segir að greinilega hafi nokkrir af þeim tvö hundruð löxum sem sluppu í nóvember farið út á haf en komið svo aftur, en engin hætta stafi af þeim. „Það hefur sýnt sig í Noregi að þegar svona gerist flakkar fiskurinn inn og út, flestir hafa drepist úti í hafi og þessir munu drepast líka,“ segir hann. „Það er mikill misskilningur að þessi lax geti haft áhrif á villta íslenska stofninn,“ bætir hann við. „Þessi umræða er á villigötum og oft er talað um að fjöldi laxveiðiáa í Noregi hafi orðið ónýtur vegna fiskeldis meðan sannleikurinn er sá að það var súrt regn og skætt sníkjudýr, sem laxveiðimenn komu reyndar með þangað sjálfir, sem varð þessum ám að tjóni.“ Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðalax, segir slysasleppinguna og þennan eftirmála hennar vissulega óheppilegan. „En við erum einmitt á þessu svæði vegna þess að þetta er ekki laxveiðisvæði. Þarna eru engar laxveiðiár, og því hefur það verið skilgreint sem eldissvæði. Hætta vegna svona slysa er því í algjöru lágmarki.“
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira