Forsmánin við Skálholtskirkju og fjóspúkarnir á bitanum Vinir Skálholts skrifar 15. júlí 2014 07:00 Í Fréttablaðinu 8. júlí sl. er hálfkveðin „frétt“ um svokallað Þorláksbúðarmál. Skýrt er frá því að kirkjuráð hafi ákveðið að „lána“ Þorláksbúðarfélaginu 10,3 milljónir kr. og gefa eina milljón að auki til að félagið geti gert upp skuld við smið byggingar þeirrar sem hefur verið reist yfir rúst svokallaðrar Þorláksbúðar. Smiðurinn er verður launa sinna eftir að hafa verið vélaður til verksins á sínum tíma. Árni Johnsen, sem er eins konar forystusauður svonefnds Þorláksbúðarfélags, segir að félagið hafi verið í fjárþröng vegna þess að „fjóspúkar á bitanum“ hafi haldið uppi harðri gagnrýni á verkefnið. Ragnhildur Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, tekur í sama streng og kennir gagnrýnendum um fjárskort félagsins. Þess vegna hafi kirkjuráð lánað félaginu og vonast hún nú til að þeir finnist sem leggja vilja fé af mörkum, en bætir við að seinna meir verði hægt að „leita til ríkisins“. Hve oft hefur ekki hið opinbera þurft að greiða óreiðuskuldir ævintýramanna. Nú á að bæta þar við. Það er rétt að við undirritaðir, og margir aðrir, höfum barist gegn því að umrædd smíð rísi þétt upp við Skálholtskirkju og tökum því það til okkar að vera fjóspúkar í augum Árna. Hvað höfum við á móti framkvæmdinni? Sögulegt gildi nýrrar Þorláksbúðar er ekkert. Engar heimildir eru fyrir því að tóftin tengist Þorláki biskupi. Nafngiftina Þorláksbúð er fyrst að finna á 16. öld, mörgum öldum eftir daga Þorláks og tilgátuhúsið, sem risið er ofan á tóftina, á sér enga sögulega fyrirmynd. Með þeirri yfirbyggingu tóftarinnar er friðuðum fornleifum spillt, sem er óheimilt. Væri tóftin í raun nátengd heilögum Þorláki, eins og forkólfurinn Árni hefur einatt haldið fram, væri þetta enn alvarlegra mál. Með smíðinni er grafarró raskað í gamla kirkjugarðinum, sem varðar við lög. En ekki síst er yfirbygging Þorláksbúðar fádæm smekkleysa, þar sem hún er trónir þétt upp við kirkjuna, hornskakkt á hana. Hún er vanvirðing við þá sem stóðu að gerð Skálholtskirkju hinnar nýju og þyrnir í augum allra þeirra sem vilja reisn staðarins sem mesta. Allt verklagið við þennan gerning er með ólíkindum. Göslast var áfram þvert á gildandi skipulag og áður en tilskilin leyfi voru fengin, svo sem byggingarleyfi. Margir þeir sem hefðu þurft að veita slík leyfi voru ekki spurðir, eða þá fyrst spurðir þegar þeir stóðu frammi fyrir orðnum hlut. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur líka lýst furðu sinni á verklaginu.Allt á huldu Allt er á huldu um hvað Þorláksbúðarfélagið er, hverjir að því standa, hvernig fjárreiður þess eru o.s.frv. Eitt er þó víst að það er rangt sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs segir í umræddri frétt „að kirkjan hafi ekki áður lagt fé til Þorláksbúðar“. Í bréfi Ríkisendurskoðunar sem vitnað er til í skýrslu stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis á 141. löggjafarþingi segir: „Í bréfi Ríkisendurskoðunar kom fram að Félag áhugafólks um uppbyggingu Þorláksbúðar fékk á árunum 2008–2011 úthlutað samtals 9,4 millj. kr. úr ríkissjóði og að auki 3 millj. kr. frá kirkjuráði“. Síðan kann meira að hafa komið til. Það er því ósatt að kirkjan hafi ekki þegar lagt fé í þessa framkvæmd Árna Johnsens í Skálholti. Þá er það deginum ljósara að það mun lenda á kirkjunni að standa undir viðhaldi og rekstrarkostnaði byggingarinnar. Það getur orðið dágóð upphæð. Árni Johnsen „segist vona að málið sé allt komið í góðan farveg nú þegar kirkjan sé „með í dæminu“. Framkvæmdastjóri kirkjuráðs er sama sinnis og vonast til að „neikvæð umræða um verkefnið dofni“. Við, vinir Skálholts, getum lofað henni því að við munum halda áfram að gagnrýna óskundann í Skálholti og ekki linna látum fyrr en Þorláksbúðarbyggingin hefur verið fjarlægð. Vissulega verður róðurinn erfiðari nú þegar kirkjan er orðin samsek og hefur hagsmuna að gæta með tóftarfélaginu. Það sem haft er eftir framkvæmdastjóranum um þetta bendir frekar til að hún sé orðin fjölmiðlatengill Árna Johnsens fremur en þeirrar kirkju sem á að gæta að sóma Skálholts. Talar hún fyrir munn biskups Íslands? Framkvæmdastjóri kirkjuráðs segir að flestir útlendingar sem koma í Skálholt skoði Þorláksbúð. Við undirritaðir erum oft í Skálholti og það er rétt að margir horfa á tóftarbygginguna, jafnvel líta þar inn. En er það til að dást að hinum „algjöra gullmola“, eins og Árni kallar smíðina, eða er það til furða sig á smekkleysu og molbúahætti Íslendinga? Við höfum ekki enn hitt þann útlending sem hefur dásamað fyrirbærið, en viðmælendur okkar hafa lýst mikilli undrun og spurt hvernig annað eins geti gerst á þessum sögulega og helga stað. Það eitt er til ráða að fjarlægja bygginguna úr kirkjugarðinum og reyna að koma tóftinni í fyrra horf, hafi hún ekki þegar verið eyðilögð. Taka má undir með framkvæmdastjóranum títtnefnda að tréverkið er á sinn hátt „listasmíð“. Húsið mætti því endurreisa á Skálholtsstað þar sem það spillir ekki staðarmyndinni og gæti jafnvel nýst til einhverrar þjónustu við gesti og gangandi. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, hefur sagt að það sé „ekki vilji Minjastofnunar Íslands að húsið verði áfram þar sem það er nú“. Þetta verður ekki skilið öðru vísi en að stofnunin vilji húsið burt. Í viðbótarfrétt í Fréttablaðinu 9. júlí eru orð hennar þá og nú túlkuð á þennan veg. Aðspurð segir forstöðumaðurinn að vel sé hægt að flytja húsið. Árni Johnsen og framkvæmdastjóri kirkjuráðs segja, eins og við var búist, bæði tvö, að það sé „útilokað að færa Þorláksbúð“. Kristín Huld segir á hinn bóginn að húsið hafi einmitt verið reist þannig að flytja mætti það burt. Væntanlega hefur Árni kríað út leyfi með því lofa þessu, en nú heldur hann öðru fram. Það kostar fé að færa bygginguna. Kirkjuráð hefur nú fundið rúmar tíu milljónir króna handa tóftarfélaginu, mitt í miklum harðindum Þjóðkirkjunnar. Þau lýsa sér m.a. í því að kirkjan hefur hætt öllum beinum fjárstuðningi við Sumartónleikana, það starf í Skálholti sem er staðnum einna mest til sóma, en þeir halda nú upp á fertugasta hátíðarsumarið. Milljónir kirkjuráðs verða afskrifaðar, hvað sem öllu líður. Væntanlega stendur það í kirkjunni að fórna meiru. Hverjir vilja ljá málinu lið og leggja fram þá tugi milljóna kr. sem þarf til að gera gott úr smíðinni og afmá þá hneisu sem Þorláksbúðarbyggingin er á núverandi stað? Allt ferli Þorláksbúðarmálsins á að verða rannsóknarefni fyrir þar til bær yfirvöld, þó ekki væri nema til að koma í veg fyrir að hægt sé með frekju og yfirgangi að þjösnast áfram á kostnað almennings. Fyrir félagsvísindamenn getur málið líka verið áhugavert, hvort það sé einkenni kunningjasamfélagsins að menn komist upp með að brjóta lög og reglur.Eiður Svanberg Guðnason, fv. stjórnmálamaðurHörður H. Bjarnason, fv. sendiherraJón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóriOrmar Þór Guðmundsson, arkitektÞorkell Helgason, prófessor emeritusVilhjálmur Bjarnason, alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 8. júlí sl. er hálfkveðin „frétt“ um svokallað Þorláksbúðarmál. Skýrt er frá því að kirkjuráð hafi ákveðið að „lána“ Þorláksbúðarfélaginu 10,3 milljónir kr. og gefa eina milljón að auki til að félagið geti gert upp skuld við smið byggingar þeirrar sem hefur verið reist yfir rúst svokallaðrar Þorláksbúðar. Smiðurinn er verður launa sinna eftir að hafa verið vélaður til verksins á sínum tíma. Árni Johnsen, sem er eins konar forystusauður svonefnds Þorláksbúðarfélags, segir að félagið hafi verið í fjárþröng vegna þess að „fjóspúkar á bitanum“ hafi haldið uppi harðri gagnrýni á verkefnið. Ragnhildur Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, tekur í sama streng og kennir gagnrýnendum um fjárskort félagsins. Þess vegna hafi kirkjuráð lánað félaginu og vonast hún nú til að þeir finnist sem leggja vilja fé af mörkum, en bætir við að seinna meir verði hægt að „leita til ríkisins“. Hve oft hefur ekki hið opinbera þurft að greiða óreiðuskuldir ævintýramanna. Nú á að bæta þar við. Það er rétt að við undirritaðir, og margir aðrir, höfum barist gegn því að umrædd smíð rísi þétt upp við Skálholtskirkju og tökum því það til okkar að vera fjóspúkar í augum Árna. Hvað höfum við á móti framkvæmdinni? Sögulegt gildi nýrrar Þorláksbúðar er ekkert. Engar heimildir eru fyrir því að tóftin tengist Þorláki biskupi. Nafngiftina Þorláksbúð er fyrst að finna á 16. öld, mörgum öldum eftir daga Þorláks og tilgátuhúsið, sem risið er ofan á tóftina, á sér enga sögulega fyrirmynd. Með þeirri yfirbyggingu tóftarinnar er friðuðum fornleifum spillt, sem er óheimilt. Væri tóftin í raun nátengd heilögum Þorláki, eins og forkólfurinn Árni hefur einatt haldið fram, væri þetta enn alvarlegra mál. Með smíðinni er grafarró raskað í gamla kirkjugarðinum, sem varðar við lög. En ekki síst er yfirbygging Þorláksbúðar fádæm smekkleysa, þar sem hún er trónir þétt upp við kirkjuna, hornskakkt á hana. Hún er vanvirðing við þá sem stóðu að gerð Skálholtskirkju hinnar nýju og þyrnir í augum allra þeirra sem vilja reisn staðarins sem mesta. Allt verklagið við þennan gerning er með ólíkindum. Göslast var áfram þvert á gildandi skipulag og áður en tilskilin leyfi voru fengin, svo sem byggingarleyfi. Margir þeir sem hefðu þurft að veita slík leyfi voru ekki spurðir, eða þá fyrst spurðir þegar þeir stóðu frammi fyrir orðnum hlut. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur líka lýst furðu sinni á verklaginu.Allt á huldu Allt er á huldu um hvað Þorláksbúðarfélagið er, hverjir að því standa, hvernig fjárreiður þess eru o.s.frv. Eitt er þó víst að það er rangt sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs segir í umræddri frétt „að kirkjan hafi ekki áður lagt fé til Þorláksbúðar“. Í bréfi Ríkisendurskoðunar sem vitnað er til í skýrslu stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis á 141. löggjafarþingi segir: „Í bréfi Ríkisendurskoðunar kom fram að Félag áhugafólks um uppbyggingu Þorláksbúðar fékk á árunum 2008–2011 úthlutað samtals 9,4 millj. kr. úr ríkissjóði og að auki 3 millj. kr. frá kirkjuráði“. Síðan kann meira að hafa komið til. Það er því ósatt að kirkjan hafi ekki þegar lagt fé í þessa framkvæmd Árna Johnsens í Skálholti. Þá er það deginum ljósara að það mun lenda á kirkjunni að standa undir viðhaldi og rekstrarkostnaði byggingarinnar. Það getur orðið dágóð upphæð. Árni Johnsen „segist vona að málið sé allt komið í góðan farveg nú þegar kirkjan sé „með í dæminu“. Framkvæmdastjóri kirkjuráðs er sama sinnis og vonast til að „neikvæð umræða um verkefnið dofni“. Við, vinir Skálholts, getum lofað henni því að við munum halda áfram að gagnrýna óskundann í Skálholti og ekki linna látum fyrr en Þorláksbúðarbyggingin hefur verið fjarlægð. Vissulega verður róðurinn erfiðari nú þegar kirkjan er orðin samsek og hefur hagsmuna að gæta með tóftarfélaginu. Það sem haft er eftir framkvæmdastjóranum um þetta bendir frekar til að hún sé orðin fjölmiðlatengill Árna Johnsens fremur en þeirrar kirkju sem á að gæta að sóma Skálholts. Talar hún fyrir munn biskups Íslands? Framkvæmdastjóri kirkjuráðs segir að flestir útlendingar sem koma í Skálholt skoði Þorláksbúð. Við undirritaðir erum oft í Skálholti og það er rétt að margir horfa á tóftarbygginguna, jafnvel líta þar inn. En er það til að dást að hinum „algjöra gullmola“, eins og Árni kallar smíðina, eða er það til furða sig á smekkleysu og molbúahætti Íslendinga? Við höfum ekki enn hitt þann útlending sem hefur dásamað fyrirbærið, en viðmælendur okkar hafa lýst mikilli undrun og spurt hvernig annað eins geti gerst á þessum sögulega og helga stað. Það eitt er til ráða að fjarlægja bygginguna úr kirkjugarðinum og reyna að koma tóftinni í fyrra horf, hafi hún ekki þegar verið eyðilögð. Taka má undir með framkvæmdastjóranum títtnefnda að tréverkið er á sinn hátt „listasmíð“. Húsið mætti því endurreisa á Skálholtsstað þar sem það spillir ekki staðarmyndinni og gæti jafnvel nýst til einhverrar þjónustu við gesti og gangandi. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, hefur sagt að það sé „ekki vilji Minjastofnunar Íslands að húsið verði áfram þar sem það er nú“. Þetta verður ekki skilið öðru vísi en að stofnunin vilji húsið burt. Í viðbótarfrétt í Fréttablaðinu 9. júlí eru orð hennar þá og nú túlkuð á þennan veg. Aðspurð segir forstöðumaðurinn að vel sé hægt að flytja húsið. Árni Johnsen og framkvæmdastjóri kirkjuráðs segja, eins og við var búist, bæði tvö, að það sé „útilokað að færa Þorláksbúð“. Kristín Huld segir á hinn bóginn að húsið hafi einmitt verið reist þannig að flytja mætti það burt. Væntanlega hefur Árni kríað út leyfi með því lofa þessu, en nú heldur hann öðru fram. Það kostar fé að færa bygginguna. Kirkjuráð hefur nú fundið rúmar tíu milljónir króna handa tóftarfélaginu, mitt í miklum harðindum Þjóðkirkjunnar. Þau lýsa sér m.a. í því að kirkjan hefur hætt öllum beinum fjárstuðningi við Sumartónleikana, það starf í Skálholti sem er staðnum einna mest til sóma, en þeir halda nú upp á fertugasta hátíðarsumarið. Milljónir kirkjuráðs verða afskrifaðar, hvað sem öllu líður. Væntanlega stendur það í kirkjunni að fórna meiru. Hverjir vilja ljá málinu lið og leggja fram þá tugi milljóna kr. sem þarf til að gera gott úr smíðinni og afmá þá hneisu sem Þorláksbúðarbyggingin er á núverandi stað? Allt ferli Þorláksbúðarmálsins á að verða rannsóknarefni fyrir þar til bær yfirvöld, þó ekki væri nema til að koma í veg fyrir að hægt sé með frekju og yfirgangi að þjösnast áfram á kostnað almennings. Fyrir félagsvísindamenn getur málið líka verið áhugavert, hvort það sé einkenni kunningjasamfélagsins að menn komist upp með að brjóta lög og reglur.Eiður Svanberg Guðnason, fv. stjórnmálamaðurHörður H. Bjarnason, fv. sendiherraJón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóriOrmar Þór Guðmundsson, arkitektÞorkell Helgason, prófessor emeritusVilhjálmur Bjarnason, alþingismaður
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar