Innlent

Skemmtiferðaskip forðast gjaldtöku í Reykjahlíð

Sveinn Arnarsson skrifar
Gjaldtaka við hveri austan Námaskarðs.
Gjaldtaka við hveri austan Námaskarðs. Fréttablaðið/Völundur
Skemmtiferðaskip sem koma til Akureyrar hafa að miklu leyti sniðgengið náttúruperlur í landi Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi sökum gjaldtöku eignarhaldsfélags landeigenda Reykjahlíðar. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Travel þjónustar allt að þrjátíu komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar í sumar og hefur mikill meirihluti þeirra ákveðið að fara ekki austur fyrir Námaskarð. Með skipum sem fyrirtækið þjónustar koma um 32.000 gestir.

Ingunn Hjaltalín Ingólfsdóttir, ein þeirra sem þjónusta dagsferðir þessara skemmtiferðaskipa, segir gjaldtökuna hafa fælt ferðaþjónustuna frá.

„Skemmtiferðaskipin sjálf ákveða hvert er farið, og þau hafa allflest ákveðið að fara ekki austur fyrir Námaskarð því kostnaðurinn myndi lenda á þeim,“ segir hún. „Þetta er örlítið hvimleitt orðið því við í ferðaþjónustunni erum stundum farin að taka á okkur kostnað við slíkar heimsóknir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×