Vilja loka landinu fyrir ferðamönnum 18. júlí 2014 08:00 Gjaldtakan í landi Reykjahlíðar hefur verið bönnuð Fréttablaðið/Völundur Sýslumaðurinn á Húsavík samþykkti í gær lögbannsbeiðni á gjaldtöku við Kröflu og við hverina austan Námaskarðs. Gjaldtaka hófst þann 18. júní síðastliðinn og var starfrækt af Landeigendum Reykjahlíðar ehf. Gerðarbeiðendur eru alls sjö og eru allir landeigendur í Reykjahlíð. Lögbannið tekur gildi þegar gerðarbeiðendur hafa lagt fram 40 milljónir króna í tryggingu. Frestur er veittur til hádegis, miðvikudaginn 23. júlí Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður gjaldtöku Landeigenda Reykjahlíðar, telur gerðarbeiðendur aðeins hugsa um eigin hag í stað þess að hugsa um hag náttúrunnar í eigin landi. „Við búum í svolítið sérkennilegu þjóðfélagi, þar sem landeigendur setja lögbann á sjálfa sig. Það segir manni svolítið um það á hvaða forsendum þeir gera það. Þeir eru ekki að hugsa um verndun náttúrunnar og lands síns, heldur aðeins um eigin hag og að missa ekki spón úr aski sínum við að selja gistingu og annað slíkt,“ segir Ólafur. Ólafur segir að nú þurfi meirihluti landeigenda að grípa til annarra aðferða til að vernda náttúruna í landi sínu. „Það er alveg ljóst að við munum halda gjaldtöku áfram þangað til lögbannið verður staðfest, nú ef það verður svo staðfest þá grípum við til þeirra aðgerða að loka landinu fyrir ferðafólki til að tryggja vernd náttúrunnar á svæðinu.“ „Almannaréttur löngu horfinn“Ólafur telur þann almannarétt sem ferðaþjónustuaðilar og ferðamenn vitni til, ekki vera lengur til staðar í sínu landi. „Allmannarétturinn er gjörsamlega horfinn þegar fyrirtæki eins og Iceland Rravel skipuleggja og selja ferðir inn á annarra manna land og taka hagnað af ferðunum. Hinsvegar fær landeiegandinn ekkert í sinn snúð og tekur ekkert fyrir að eiga landið. Þar situr hann eftir með sárt ennið, situr eftir með ónýtt land og kúk og piss úti um alla móa. Þetta er staðreyndin í dag og ég held að þessi niðurstaða hafi ekki verið ánægjuleg fyrir þá sem hófu lögbannsbeiðnina. Nú förum við í það bað ð loka landinu. Ólafur telur það vera sinn rétt að taka gjald af ferðamönnum sem koma í hans landareign. "Við erum eina landið í heiminum sem býður upp á svona náttúruperlur, líkt og við eigum hér á Íslandi, þar sem ferðamenn borga ekki krónu fyrir það. Þeessir peningar skila sér ekki á svæðin í gegnum ríkisvaldið. Við höfum séð þetta oft og mörgum sinnum að ríkið, og allar þessar nefndir sem starfa fyrir ríkisvaldið, haga vinnu sinni þannig að því lengra sem þú ferð út fyrir Reykjavík, þeim mun erfiðara virðist það vera fyrir þá að veita peningum á svæðin. Kemur ekki á óvartRagnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, telur þurfa breiða sátt um niðurstöðu í uppbyggingu ferðamannastaða. „Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart miðað við fordæmið af sambærilegu mál við Geysi í Haukadal fyrr í sumar. Þar var ekki heldur eining meðal landeigenda um að hefja gjaldtöku inn á svæðið. Niðurstaðan styrkir mig í þeirri trú að það þurfi að ná breiðri sátt um lausn í þessum málum líkt og ég hef áður talað fyrir. Gjaldtaka er ekki markmið í sjálfu sér heldur það að tryggja fjármögnun til uppbyggingar og verndun náttúrunnar – „vörunnar“ sem um 80% erlendra ferðamanna koma hingað til upplifa“, segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, innt eftir viðbrögðum við lögbanni á gjaldtöku í landi Reykjahlíðar í Mývatnssveit. Uppbyging verði að vera á réttum forsendumHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir skipta mestu máli að horfa til heildarhagsmuna hvað varðar uppbyggingu ferðamannastaða. „Við höfum alltaf talað fyrir því að ná heildarlausn í málum er varðar gjaldtöku við ferðamannastaði. SAF hefur ætíð bent á að versta mögulega leiðin sé sú að vera með gjaldtöku við hverja náttúruperlu. Sú leið er í hróplegu ósamræmi við þá ásýnd sem Ísland sem ákjósanlegur ferðamannastaður stendur fyrir.“ Helga segir gjaldtökumálin hafa mikið verið rædd innan SAF og að samtökin hafi haft miklar áhyggjur af þeim, bæði í landi Reykjahlíðar, við Geysi og á öðrum stöðum. Lögbannið komi ekki á óvart og sé í línu við það sem gerðist við Geysi. Hins vegar skilji hún og tekur undir með forsvarsmönnum gjaldtöku í Reykjahlíð um mikilvægi verndunar íslenskrar náttúru. „Við teljum mikilvægt að horft sé til heildarlausna í þessu máli. Hún felst hins vegar alls ekki í því að reisa gjaldtökuhlið við hverja náttúruperlu. Til langs tíma litið getur ekki verið farsælt að hafa þann háttinn á. Hins vegar tökum við undir með meirihluta landeiganda um hversu mikilvægt það sé að þessi takmarkaða auðlind haldist í góðu ásigkomulagi til komandi kynslóða. Við teljum mjög mikilvægt að ráðist sé í uppbyggingu. Hún verður hins vegar að vera á réttum forsendum“ segir Helga. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Sýslumaðurinn á Húsavík samþykkti í gær lögbannsbeiðni á gjaldtöku við Kröflu og við hverina austan Námaskarðs. Gjaldtaka hófst þann 18. júní síðastliðinn og var starfrækt af Landeigendum Reykjahlíðar ehf. Gerðarbeiðendur eru alls sjö og eru allir landeigendur í Reykjahlíð. Lögbannið tekur gildi þegar gerðarbeiðendur hafa lagt fram 40 milljónir króna í tryggingu. Frestur er veittur til hádegis, miðvikudaginn 23. júlí Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður gjaldtöku Landeigenda Reykjahlíðar, telur gerðarbeiðendur aðeins hugsa um eigin hag í stað þess að hugsa um hag náttúrunnar í eigin landi. „Við búum í svolítið sérkennilegu þjóðfélagi, þar sem landeigendur setja lögbann á sjálfa sig. Það segir manni svolítið um það á hvaða forsendum þeir gera það. Þeir eru ekki að hugsa um verndun náttúrunnar og lands síns, heldur aðeins um eigin hag og að missa ekki spón úr aski sínum við að selja gistingu og annað slíkt,“ segir Ólafur. Ólafur segir að nú þurfi meirihluti landeigenda að grípa til annarra aðferða til að vernda náttúruna í landi sínu. „Það er alveg ljóst að við munum halda gjaldtöku áfram þangað til lögbannið verður staðfest, nú ef það verður svo staðfest þá grípum við til þeirra aðgerða að loka landinu fyrir ferðafólki til að tryggja vernd náttúrunnar á svæðinu.“ „Almannaréttur löngu horfinn“Ólafur telur þann almannarétt sem ferðaþjónustuaðilar og ferðamenn vitni til, ekki vera lengur til staðar í sínu landi. „Allmannarétturinn er gjörsamlega horfinn þegar fyrirtæki eins og Iceland Rravel skipuleggja og selja ferðir inn á annarra manna land og taka hagnað af ferðunum. Hinsvegar fær landeiegandinn ekkert í sinn snúð og tekur ekkert fyrir að eiga landið. Þar situr hann eftir með sárt ennið, situr eftir með ónýtt land og kúk og piss úti um alla móa. Þetta er staðreyndin í dag og ég held að þessi niðurstaða hafi ekki verið ánægjuleg fyrir þá sem hófu lögbannsbeiðnina. Nú förum við í það bað ð loka landinu. Ólafur telur það vera sinn rétt að taka gjald af ferðamönnum sem koma í hans landareign. "Við erum eina landið í heiminum sem býður upp á svona náttúruperlur, líkt og við eigum hér á Íslandi, þar sem ferðamenn borga ekki krónu fyrir það. Þeessir peningar skila sér ekki á svæðin í gegnum ríkisvaldið. Við höfum séð þetta oft og mörgum sinnum að ríkið, og allar þessar nefndir sem starfa fyrir ríkisvaldið, haga vinnu sinni þannig að því lengra sem þú ferð út fyrir Reykjavík, þeim mun erfiðara virðist það vera fyrir þá að veita peningum á svæðin. Kemur ekki á óvartRagnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, telur þurfa breiða sátt um niðurstöðu í uppbyggingu ferðamannastaða. „Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart miðað við fordæmið af sambærilegu mál við Geysi í Haukadal fyrr í sumar. Þar var ekki heldur eining meðal landeigenda um að hefja gjaldtöku inn á svæðið. Niðurstaðan styrkir mig í þeirri trú að það þurfi að ná breiðri sátt um lausn í þessum málum líkt og ég hef áður talað fyrir. Gjaldtaka er ekki markmið í sjálfu sér heldur það að tryggja fjármögnun til uppbyggingar og verndun náttúrunnar – „vörunnar“ sem um 80% erlendra ferðamanna koma hingað til upplifa“, segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, innt eftir viðbrögðum við lögbanni á gjaldtöku í landi Reykjahlíðar í Mývatnssveit. Uppbyging verði að vera á réttum forsendumHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir skipta mestu máli að horfa til heildarhagsmuna hvað varðar uppbyggingu ferðamannastaða. „Við höfum alltaf talað fyrir því að ná heildarlausn í málum er varðar gjaldtöku við ferðamannastaði. SAF hefur ætíð bent á að versta mögulega leiðin sé sú að vera með gjaldtöku við hverja náttúruperlu. Sú leið er í hróplegu ósamræmi við þá ásýnd sem Ísland sem ákjósanlegur ferðamannastaður stendur fyrir.“ Helga segir gjaldtökumálin hafa mikið verið rædd innan SAF og að samtökin hafi haft miklar áhyggjur af þeim, bæði í landi Reykjahlíðar, við Geysi og á öðrum stöðum. Lögbannið komi ekki á óvart og sé í línu við það sem gerðist við Geysi. Hins vegar skilji hún og tekur undir með forsvarsmönnum gjaldtöku í Reykjahlíð um mikilvægi verndunar íslenskrar náttúru. „Við teljum mikilvægt að horft sé til heildarlausna í þessu máli. Hún felst hins vegar alls ekki í því að reisa gjaldtökuhlið við hverja náttúruperlu. Til langs tíma litið getur ekki verið farsælt að hafa þann háttinn á. Hins vegar tökum við undir með meirihluta landeiganda um hversu mikilvægt það sé að þessi takmarkaða auðlind haldist í góðu ásigkomulagi til komandi kynslóða. Við teljum mjög mikilvægt að ráðist sé í uppbyggingu. Hún verður hins vegar að vera á réttum forsendum“ segir Helga.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira