Tvöfalt fleiri á vergangi á Gaza ingvar haraldsson skrifar 19. júlí 2014 09:00 Hlúð að særðu palestínsku stúlkubarni en yfir tvö þúsund hafa særst á Gasa síðustu daga og yfir fjörutíu þúsund eru á vergangi. vísir/ap Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hyggst fara til Mið-Austurlanda til að miðla málum í deilunni á Gasa. Líkur á vopnahléi virðast þó ekki miklar. Ísraelar segjast ekki ætla að láta staðar numið fyrr en búið er að eyðileggja gangakerfi Hamas-samtakanna undir landamæri Ísraels og Gasa auk þess að stöðva flugskeytaskot Hamas til Ísrael. Benjamin Netanyahu segir að Ísraelsher gæti farið mun lengra inn á Gasa. Að minnsta kosti 24 Palestínumenn og einn Ísraeli hafa fallið frá því innrás Ísraela hófst á fimmtudag. Í heild hafa um 280 Palestínumenn og tveir Ísraelar týnt lífi síðan hernaðaraðgerðir hófust á Gasa fyrir ellefu dögum. Meirihluti hinna látnu er almennir borgarar. Fjöldi Palestínumanna á vergangi hefur tvöfaldast síðan innrásin hófst á fimmtudag. Um fjörutíu þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi á Gasa. Ísraelskir ráðamenn búast við að innrásin geti staðið yfir í talsverðan tíma. „Við þurfum að klára það verk sem við hófum. Við þurfum að útrýma öllum hryðjuverkamönnunum. Það verður engin friðhelgi veitt,“ sagði Uri Ariel, ráðherra Ísraelska heimastjórnarflokksins. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagðist styðja rétt Ísraela til að verja sig: „Engin þjóð ætti að þurfa að sætta sig við að flugskeytum sé skotið inn á hennar land.“ Jeffrey Feltman, yfirmaður pólitískrar deildar Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að nauðsynlegt væri að alþjóðasamfélagið hæfi vinnu að tveggja ríkja lausn, þar sem bæði Palestína og Ísrael yrðu sjálfstæð ríki. Gasa Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hyggst fara til Mið-Austurlanda til að miðla málum í deilunni á Gasa. Líkur á vopnahléi virðast þó ekki miklar. Ísraelar segjast ekki ætla að láta staðar numið fyrr en búið er að eyðileggja gangakerfi Hamas-samtakanna undir landamæri Ísraels og Gasa auk þess að stöðva flugskeytaskot Hamas til Ísrael. Benjamin Netanyahu segir að Ísraelsher gæti farið mun lengra inn á Gasa. Að minnsta kosti 24 Palestínumenn og einn Ísraeli hafa fallið frá því innrás Ísraela hófst á fimmtudag. Í heild hafa um 280 Palestínumenn og tveir Ísraelar týnt lífi síðan hernaðaraðgerðir hófust á Gasa fyrir ellefu dögum. Meirihluti hinna látnu er almennir borgarar. Fjöldi Palestínumanna á vergangi hefur tvöfaldast síðan innrásin hófst á fimmtudag. Um fjörutíu þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi á Gasa. Ísraelskir ráðamenn búast við að innrásin geti staðið yfir í talsverðan tíma. „Við þurfum að klára það verk sem við hófum. Við þurfum að útrýma öllum hryðjuverkamönnunum. Það verður engin friðhelgi veitt,“ sagði Uri Ariel, ráðherra Ísraelska heimastjórnarflokksins. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagðist styðja rétt Ísraela til að verja sig: „Engin þjóð ætti að þurfa að sætta sig við að flugskeytum sé skotið inn á hennar land.“ Jeffrey Feltman, yfirmaður pólitískrar deildar Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að nauðsynlegt væri að alþjóðasamfélagið hæfi vinnu að tveggja ríkja lausn, þar sem bæði Palestína og Ísrael yrðu sjálfstæð ríki.
Gasa Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira