Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Sigurður Loftsson og Baldur Helgi Benjamínsson skrifar 22. júlí 2014 07:00 Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið og er rétt að fara yfir helstu atriði sem máli skipta í þessu samhengi.60% af ungnautum Árið 2013 voru framleidd um 4.100 tonn af nautgripakjöti hér á landi og hefur framleiðslan farið stöðugt vaxandi síðan 2006, þar til í ár. Hún skiptist þannig að um 60%, eða 2.400 tonn, eru ungnautakjöt, sem er kjöt af nautum og uxum sem eru yngri en 30 mánaða við slátrun og eru því afurð sérhæfðrar nautakjötsframleiðslu. Betri steikur á borð við lundir, ribeye, file og þess háttar koma af slíkum gripum, einnig skal hakk sem merkt er „ungnautahakk“ einungis vera af gripum á þessum aldri. Þau 1.700 tonn sem eftir standa koma af mjólkurkúm og kálfum, sem hliðarafurð mjólkurframleiðslunnar. Hvernig árar í þeirri grein nautgriparæktarinnar hefur því óhjákvæmilega áhrif á framboð af kúm til slátrunar en kjötið af þessum gripum fer að stærstum hluta í hakk og unnar kjötvörur.Mjólkurkúnum fjölgar Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir mjólkurafurðum, einkum þeim fituríkari, aukist mjög mikið hér á landi. Á síðustu 18 mánuðum hefur sala á fitugrunni aukist um 11 milljónir lítra, sem er nálægt því að vera jafn mikið og ársframleiðsla skagfirskra kúabænda. Til að mæta þessari góðu sölu mjólkurafurða leitast kúabændur nú við að fjölga í kúastofninum, m.a. með því að seinka slátrun á kúm. Sú fjölgum mun leiða af sér aukið framboð af kúm til slátrunar þegar fram líða stundir.Kynbæta þarf holdanautastofnana Framangreind áhrif aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum skýrir ónógt framboð á nautgripakjöti ekki nema að litlu leyti. Landssamband kúabænda varaði fyrst við því fyrir tæplega fimm árum að í óefni kynni að stefna varðandi sérhæfða framleiðslu á ungnautakjöti. Þar réði gríðarleg hækkun aðfanga, einkum áburðar, mestu um versnandi afkomu framleiðenda í greininni. Einnig réðu veðurfarsaðstæður nokkru á tímabili, þegar þurrkar hömluðu grassprettu. Heldur horfir þó til betri vegar í þeim efnum nú, sem sést best á því að framleiðendur hafa aukið ásetning á nautkálfum umtalsvert á undanförnum misserum. Í því efni ber þó að horfa til að framleiðsluferill nautakjöts er langur, um tvö og hálft til þrjú ár að jafnaði. Haustið 2009 óskuðu samtökin eftir samstarfi við stjórnvöld um að leita leiða við að endurnýja erfðaefni holdanautastofnanna, Angus og Limousin, sem Landssamband kúabænda hafði forgöngu um að flytja til landsins árið 1994. Það hefur lengi verið mat LK að holdanautabúskapur eigi verulega vaxtarmöguleika hér á landi og sé lykillinn að aukinni framleiðslu á úrvals ungnautakjöti, sem vaxandi eftirspurn er eftir. Undirtektir stjórnvalda við umleitunum LK voru þó lengst af helst til daufar, en undanfarið hálft annað ár hefur málið þokast í rétta átt.Vilja þjóna innlendum markaði Til að búgreinin geti staðið á eigin fótum, þarf að skapa henni svipuð skilyrði og í nálægum löndum. Þar skiptir aðgangur að öflugu kynbótastarfi mestu: að bændur búi yfir gripum sem nýta fóðrið betur og skili góðum fallþunga á sem stystum eldistíma. Einnig er mikilvægt að styðja við uppbyggingu á aðstöðu heima á búunum, sem stuðli að aukinni fagmennsku í greininni. Þannig geta íslenskir bændur náð sínu mikilvægasta markmiði, sem er að þjóna innlendum markaði og hafa af því mannsæmandi afkomu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið og er rétt að fara yfir helstu atriði sem máli skipta í þessu samhengi.60% af ungnautum Árið 2013 voru framleidd um 4.100 tonn af nautgripakjöti hér á landi og hefur framleiðslan farið stöðugt vaxandi síðan 2006, þar til í ár. Hún skiptist þannig að um 60%, eða 2.400 tonn, eru ungnautakjöt, sem er kjöt af nautum og uxum sem eru yngri en 30 mánaða við slátrun og eru því afurð sérhæfðrar nautakjötsframleiðslu. Betri steikur á borð við lundir, ribeye, file og þess háttar koma af slíkum gripum, einnig skal hakk sem merkt er „ungnautahakk“ einungis vera af gripum á þessum aldri. Þau 1.700 tonn sem eftir standa koma af mjólkurkúm og kálfum, sem hliðarafurð mjólkurframleiðslunnar. Hvernig árar í þeirri grein nautgriparæktarinnar hefur því óhjákvæmilega áhrif á framboð af kúm til slátrunar en kjötið af þessum gripum fer að stærstum hluta í hakk og unnar kjötvörur.Mjólkurkúnum fjölgar Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir mjólkurafurðum, einkum þeim fituríkari, aukist mjög mikið hér á landi. Á síðustu 18 mánuðum hefur sala á fitugrunni aukist um 11 milljónir lítra, sem er nálægt því að vera jafn mikið og ársframleiðsla skagfirskra kúabænda. Til að mæta þessari góðu sölu mjólkurafurða leitast kúabændur nú við að fjölga í kúastofninum, m.a. með því að seinka slátrun á kúm. Sú fjölgum mun leiða af sér aukið framboð af kúm til slátrunar þegar fram líða stundir.Kynbæta þarf holdanautastofnana Framangreind áhrif aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum skýrir ónógt framboð á nautgripakjöti ekki nema að litlu leyti. Landssamband kúabænda varaði fyrst við því fyrir tæplega fimm árum að í óefni kynni að stefna varðandi sérhæfða framleiðslu á ungnautakjöti. Þar réði gríðarleg hækkun aðfanga, einkum áburðar, mestu um versnandi afkomu framleiðenda í greininni. Einnig réðu veðurfarsaðstæður nokkru á tímabili, þegar þurrkar hömluðu grassprettu. Heldur horfir þó til betri vegar í þeim efnum nú, sem sést best á því að framleiðendur hafa aukið ásetning á nautkálfum umtalsvert á undanförnum misserum. Í því efni ber þó að horfa til að framleiðsluferill nautakjöts er langur, um tvö og hálft til þrjú ár að jafnaði. Haustið 2009 óskuðu samtökin eftir samstarfi við stjórnvöld um að leita leiða við að endurnýja erfðaefni holdanautastofnanna, Angus og Limousin, sem Landssamband kúabænda hafði forgöngu um að flytja til landsins árið 1994. Það hefur lengi verið mat LK að holdanautabúskapur eigi verulega vaxtarmöguleika hér á landi og sé lykillinn að aukinni framleiðslu á úrvals ungnautakjöti, sem vaxandi eftirspurn er eftir. Undirtektir stjórnvalda við umleitunum LK voru þó lengst af helst til daufar, en undanfarið hálft annað ár hefur málið þokast í rétta átt.Vilja þjóna innlendum markaði Til að búgreinin geti staðið á eigin fótum, þarf að skapa henni svipuð skilyrði og í nálægum löndum. Þar skiptir aðgangur að öflugu kynbótastarfi mestu: að bændur búi yfir gripum sem nýta fóðrið betur og skili góðum fallþunga á sem stystum eldistíma. Einnig er mikilvægt að styðja við uppbyggingu á aðstöðu heima á búunum, sem stuðli að aukinni fagmennsku í greininni. Þannig geta íslenskir bændur náð sínu mikilvægasta markmiði, sem er að þjóna innlendum markaði og hafa af því mannsæmandi afkomu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun