Fundu út að Marteinn var ekki pervert Baldvin Þormóðsson skrifar 26. júlí 2014 00:01 María Birta og Ólafur Darri „Þau eru bara frábær, alveg æðisleg,“ segir leikstjórinn Marteinn Þórsson um hljómsveitina Samaris en hann leikstýrði nýjasta tónlistarmyndbandi þeirra sem verður frumsýnt á mánudaginn. „Þau gerðu tónlistina fyrir myndina mína XL og þá töluðum við um að ég myndi gera vídeó fyrir þau í staðinn,“ segir Marteinn. „Þetta er svipuð pæling og í XL, bara aðeins póetískari. Maður er líka að reyna að fanga sama tón og andrúmsloft og er í tónlistinni.“ Með aðalhlutverk í tónlistarmyndbandinu fara þau Ólafur Darri Ólafsson og María Birta en þau fóru einmitt með aðalhlutverk í XL. „Mig langaði að halda áfram með ljósmyndapælinguna sem ég og tökumaðurinn vorum með fyrir XL,“ segir leikstjórinn. „Lokapartísenan í myndinni var öll tekin sem ljósmyndir og tónlistarmyndbandið er líka þannig.“ Marteinn segir samstarfið við Samaris hafa gengið einstaklega vel en lagið Brennur stjarna sem tónlistarmyndbandið er við er einmitt lokalagið í XL. „Það er miklu meiri tónlist frá þeim í myndinni en átti upphaflega að vera, hún blandast mjög vel við tónlistina hjá Önnu,“ segir Marteinn en Anna Þorvalds sá um tónlistina samhliða Samaris. „Á meðan Anna er kaldari og myrkari þá eru krakkarnir mun hýrri og angurværri þannig að þetta voru frábærar andstæður.“ Marteinn segist hafa heyrt fyrst tónlist Samaris á Rás 1 þegar þau voru nýbúin að vinna Músíktilraunir og var leikstjórinn þá að vinna í handritinu að XL og fannst tónlistin passa vel við. „Við hittumst á Hressó og spjölluðum saman og svo þegar þau komust að því að ég væri ekki einhver pervert þá leist þeim ágætlega á þetta,“ segir Marteinn og hlær en tónlistarmyndbandið verður frumsýnt á mánudaginn á heimasíðunni Clashmusic.com. „Þetta var voða rólegur og þægilegur tökudagur, enda myndbandið að mestu skotið heima hjá Marteini eða í kringum húsið hans. Þetta var ekki jafn stressandi og þegar við vorum að mynda XL,“ segir María Birta um tökurnar. „Mér finnst alltaf yndislegt að hanga með Matta, Ólafi Darra og Tönju, svo þetta var bara mjög skemmtilegur dagur. Ég er ekki búin að sjá myndbandið sjálf, en ég treysti Matta. Ef ég þekki hann rétt er myndbandið mjög listrænt og dimmt. Ég er spennt að sjá afraksturinn.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Þau eru bara frábær, alveg æðisleg,“ segir leikstjórinn Marteinn Þórsson um hljómsveitina Samaris en hann leikstýrði nýjasta tónlistarmyndbandi þeirra sem verður frumsýnt á mánudaginn. „Þau gerðu tónlistina fyrir myndina mína XL og þá töluðum við um að ég myndi gera vídeó fyrir þau í staðinn,“ segir Marteinn. „Þetta er svipuð pæling og í XL, bara aðeins póetískari. Maður er líka að reyna að fanga sama tón og andrúmsloft og er í tónlistinni.“ Með aðalhlutverk í tónlistarmyndbandinu fara þau Ólafur Darri Ólafsson og María Birta en þau fóru einmitt með aðalhlutverk í XL. „Mig langaði að halda áfram með ljósmyndapælinguna sem ég og tökumaðurinn vorum með fyrir XL,“ segir leikstjórinn. „Lokapartísenan í myndinni var öll tekin sem ljósmyndir og tónlistarmyndbandið er líka þannig.“ Marteinn segir samstarfið við Samaris hafa gengið einstaklega vel en lagið Brennur stjarna sem tónlistarmyndbandið er við er einmitt lokalagið í XL. „Það er miklu meiri tónlist frá þeim í myndinni en átti upphaflega að vera, hún blandast mjög vel við tónlistina hjá Önnu,“ segir Marteinn en Anna Þorvalds sá um tónlistina samhliða Samaris. „Á meðan Anna er kaldari og myrkari þá eru krakkarnir mun hýrri og angurværri þannig að þetta voru frábærar andstæður.“ Marteinn segist hafa heyrt fyrst tónlist Samaris á Rás 1 þegar þau voru nýbúin að vinna Músíktilraunir og var leikstjórinn þá að vinna í handritinu að XL og fannst tónlistin passa vel við. „Við hittumst á Hressó og spjölluðum saman og svo þegar þau komust að því að ég væri ekki einhver pervert þá leist þeim ágætlega á þetta,“ segir Marteinn og hlær en tónlistarmyndbandið verður frumsýnt á mánudaginn á heimasíðunni Clashmusic.com. „Þetta var voða rólegur og þægilegur tökudagur, enda myndbandið að mestu skotið heima hjá Marteini eða í kringum húsið hans. Þetta var ekki jafn stressandi og þegar við vorum að mynda XL,“ segir María Birta um tökurnar. „Mér finnst alltaf yndislegt að hanga með Matta, Ólafi Darra og Tönju, svo þetta var bara mjög skemmtilegur dagur. Ég er ekki búin að sjá myndbandið sjálf, en ég treysti Matta. Ef ég þekki hann rétt er myndbandið mjög listrænt og dimmt. Ég er spennt að sjá afraksturinn.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira