Náum vonandi góðum úrslitum í fyrri leiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2014 08:00 Stjörnumenn hafa átt góðu gengi að fagna undanfarnar vikur en liðið er enn ósigrað í Pepsi-deildinni. Fréttablaðið/Valli Daníel Laxdal átti frábæran leik í vörn Stjörnunnar þegar liðið bar sigurorð af ÍBV á Samsung-vellinum á sunnudaginn. Með sigrinum komst Stjarnan í toppsæti Pepsi-deildar í um tvær klukkustundir, áður en FH endurheimti það með sigri á Fylki seinna um kvöldið. Stjarnan er áfram ósigruð í Pepsi-deildinni eftir þrettán umferðir og á í harðri baráttu við FH um Íslandsmeistaratitilinn.Lá mikið á okkur Sigurinn í fyrradag var langt frá því að vera auðsóttur, en Eyjamenn, sem höfðu unnið þrjá leiki í röð, voru meira með boltann og settu mikla pressu á Stjörnuvörnina. Daníel og félagar stóðu hins vegar öll áhlaup Eyjamanna af sér, en það lagði grunninn að sigri Stjörnunnar. Daníel var ánægður með varnarleik Stjörnuliðsins í leiknum. „Já, sérstaklega þar sem það lá mikið á okkur. Það var líka langt síðan við héldum hreinu, svo þetta var mjög mikilvægt,“ sagði Daníel sem sagði það ekki hafa verið erfitt að koma sér aftur niður á jörðina eftir sigurinn ótrúlega á Motherwell á fimmtudaginn. „Nei, þetta er aðallega andlegs eðlis. Við höfum verið að spila marga leiki, bæði í deildinni og í Evrópukeppni. Það var því sterkt að vinna leikinn gegn ÍBV og halda hreinu, þótt við værum með ungan strák í markinu,“ sagði Daníel. Umræddur strákur, Sveinn Sigurður Jóhannesson, kom á síðustu stundu inn í Stjörnuliðið vegna meiðsla Ingvars Jónssonar, aðalmarkvarðar liðsins. Sveinn átti góðan leik og Daníel var ánægður með frammistöðu hans. „Hann stóð sig alveg frábærlega, það var ekki hægt að kvarta neitt undan honum,“ sagði Daníel og bætti við að Stjörnuliðið hefði kannski verið enn þéttara í ljósi fjarveru Ingvars og gert allt til að hjálpa Sveini í hans fyrsta leik.Præst er mikill baráttumaður Daníel bar einnig lof á fyrirliða Stjörnunnar, Michael Præst, en hann sinnir mikilvægu en vanþakklátu starfi aftarlega á miðjunni. „Þetta er staða sem ekki allir taka eftir. Hann vinnur ótrúlega marga skallabolta, brýtur niður margar sóknir og er fljótur að koma boltanum aftur í spil. Það er mjög þægilegt að hafa hann fyrir framan sig, það verður að segjast. Hann er mikill baráttumaður og gefst aldrei upp,“ sagði Daníel um Danann knáa. Sem fyrr segir mætir Stjarnan pólska liðinu Lech Poznan í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn kemur. Lech Poznan er sterkur andstæðingur, en liðið sló Nõmme Kalju frá Finnlandi út í síðustu umferð.Þjálfararnir hafa skoðað þá Daníel kveðst spenntur fyrir leiknum en segir að vitneskja hans um Poznan-liðið sé takmörkuð. „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá veit ég ekki mikið um þetta pólska lið. En þjálfararnir hafa farið yfir leiki hjá þeim og þeir ættu að vera búnir að finna einhverja veikleika hjá Pólverjunum,“ sagði Daníel, sem bjóst við því að leikmenn og þjálfarar Stjörnunnar myndu skoða leiki Poznan-liðsins saman á myndbandi fyrir leikinn á fimmtudaginn. „Við erum alltaf með myndbandsfundi þar sem við skoðum hvernig mótherjinn spilar og hvernig þeir útfæra föst atriði og annað slíkt.“ „Þetta verður mikil skemmtun og vonandi náum við góðum úrslitum svo við eigum möguleika í seinni leiknum,“ sagði Daníel Laxdal að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Sjá meira
Daníel Laxdal átti frábæran leik í vörn Stjörnunnar þegar liðið bar sigurorð af ÍBV á Samsung-vellinum á sunnudaginn. Með sigrinum komst Stjarnan í toppsæti Pepsi-deildar í um tvær klukkustundir, áður en FH endurheimti það með sigri á Fylki seinna um kvöldið. Stjarnan er áfram ósigruð í Pepsi-deildinni eftir þrettán umferðir og á í harðri baráttu við FH um Íslandsmeistaratitilinn.Lá mikið á okkur Sigurinn í fyrradag var langt frá því að vera auðsóttur, en Eyjamenn, sem höfðu unnið þrjá leiki í röð, voru meira með boltann og settu mikla pressu á Stjörnuvörnina. Daníel og félagar stóðu hins vegar öll áhlaup Eyjamanna af sér, en það lagði grunninn að sigri Stjörnunnar. Daníel var ánægður með varnarleik Stjörnuliðsins í leiknum. „Já, sérstaklega þar sem það lá mikið á okkur. Það var líka langt síðan við héldum hreinu, svo þetta var mjög mikilvægt,“ sagði Daníel sem sagði það ekki hafa verið erfitt að koma sér aftur niður á jörðina eftir sigurinn ótrúlega á Motherwell á fimmtudaginn. „Nei, þetta er aðallega andlegs eðlis. Við höfum verið að spila marga leiki, bæði í deildinni og í Evrópukeppni. Það var því sterkt að vinna leikinn gegn ÍBV og halda hreinu, þótt við værum með ungan strák í markinu,“ sagði Daníel. Umræddur strákur, Sveinn Sigurður Jóhannesson, kom á síðustu stundu inn í Stjörnuliðið vegna meiðsla Ingvars Jónssonar, aðalmarkvarðar liðsins. Sveinn átti góðan leik og Daníel var ánægður með frammistöðu hans. „Hann stóð sig alveg frábærlega, það var ekki hægt að kvarta neitt undan honum,“ sagði Daníel og bætti við að Stjörnuliðið hefði kannski verið enn þéttara í ljósi fjarveru Ingvars og gert allt til að hjálpa Sveini í hans fyrsta leik.Præst er mikill baráttumaður Daníel bar einnig lof á fyrirliða Stjörnunnar, Michael Præst, en hann sinnir mikilvægu en vanþakklátu starfi aftarlega á miðjunni. „Þetta er staða sem ekki allir taka eftir. Hann vinnur ótrúlega marga skallabolta, brýtur niður margar sóknir og er fljótur að koma boltanum aftur í spil. Það er mjög þægilegt að hafa hann fyrir framan sig, það verður að segjast. Hann er mikill baráttumaður og gefst aldrei upp,“ sagði Daníel um Danann knáa. Sem fyrr segir mætir Stjarnan pólska liðinu Lech Poznan í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn kemur. Lech Poznan er sterkur andstæðingur, en liðið sló Nõmme Kalju frá Finnlandi út í síðustu umferð.Þjálfararnir hafa skoðað þá Daníel kveðst spenntur fyrir leiknum en segir að vitneskja hans um Poznan-liðið sé takmörkuð. „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá veit ég ekki mikið um þetta pólska lið. En þjálfararnir hafa farið yfir leiki hjá þeim og þeir ættu að vera búnir að finna einhverja veikleika hjá Pólverjunum,“ sagði Daníel, sem bjóst við því að leikmenn og þjálfarar Stjörnunnar myndu skoða leiki Poznan-liðsins saman á myndbandi fyrir leikinn á fimmtudaginn. „Við erum alltaf með myndbandsfundi þar sem við skoðum hvernig mótherjinn spilar og hvernig þeir útfæra föst atriði og annað slíkt.“ „Þetta verður mikil skemmtun og vonandi náum við góðum úrslitum svo við eigum möguleika í seinni leiknum,“ sagði Daníel Laxdal að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Sjá meira