Náum vonandi góðum úrslitum í fyrri leiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2014 08:00 Stjörnumenn hafa átt góðu gengi að fagna undanfarnar vikur en liðið er enn ósigrað í Pepsi-deildinni. Fréttablaðið/Valli Daníel Laxdal átti frábæran leik í vörn Stjörnunnar þegar liðið bar sigurorð af ÍBV á Samsung-vellinum á sunnudaginn. Með sigrinum komst Stjarnan í toppsæti Pepsi-deildar í um tvær klukkustundir, áður en FH endurheimti það með sigri á Fylki seinna um kvöldið. Stjarnan er áfram ósigruð í Pepsi-deildinni eftir þrettán umferðir og á í harðri baráttu við FH um Íslandsmeistaratitilinn.Lá mikið á okkur Sigurinn í fyrradag var langt frá því að vera auðsóttur, en Eyjamenn, sem höfðu unnið þrjá leiki í röð, voru meira með boltann og settu mikla pressu á Stjörnuvörnina. Daníel og félagar stóðu hins vegar öll áhlaup Eyjamanna af sér, en það lagði grunninn að sigri Stjörnunnar. Daníel var ánægður með varnarleik Stjörnuliðsins í leiknum. „Já, sérstaklega þar sem það lá mikið á okkur. Það var líka langt síðan við héldum hreinu, svo þetta var mjög mikilvægt,“ sagði Daníel sem sagði það ekki hafa verið erfitt að koma sér aftur niður á jörðina eftir sigurinn ótrúlega á Motherwell á fimmtudaginn. „Nei, þetta er aðallega andlegs eðlis. Við höfum verið að spila marga leiki, bæði í deildinni og í Evrópukeppni. Það var því sterkt að vinna leikinn gegn ÍBV og halda hreinu, þótt við værum með ungan strák í markinu,“ sagði Daníel. Umræddur strákur, Sveinn Sigurður Jóhannesson, kom á síðustu stundu inn í Stjörnuliðið vegna meiðsla Ingvars Jónssonar, aðalmarkvarðar liðsins. Sveinn átti góðan leik og Daníel var ánægður með frammistöðu hans. „Hann stóð sig alveg frábærlega, það var ekki hægt að kvarta neitt undan honum,“ sagði Daníel og bætti við að Stjörnuliðið hefði kannski verið enn þéttara í ljósi fjarveru Ingvars og gert allt til að hjálpa Sveini í hans fyrsta leik.Præst er mikill baráttumaður Daníel bar einnig lof á fyrirliða Stjörnunnar, Michael Præst, en hann sinnir mikilvægu en vanþakklátu starfi aftarlega á miðjunni. „Þetta er staða sem ekki allir taka eftir. Hann vinnur ótrúlega marga skallabolta, brýtur niður margar sóknir og er fljótur að koma boltanum aftur í spil. Það er mjög þægilegt að hafa hann fyrir framan sig, það verður að segjast. Hann er mikill baráttumaður og gefst aldrei upp,“ sagði Daníel um Danann knáa. Sem fyrr segir mætir Stjarnan pólska liðinu Lech Poznan í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn kemur. Lech Poznan er sterkur andstæðingur, en liðið sló Nõmme Kalju frá Finnlandi út í síðustu umferð.Þjálfararnir hafa skoðað þá Daníel kveðst spenntur fyrir leiknum en segir að vitneskja hans um Poznan-liðið sé takmörkuð. „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá veit ég ekki mikið um þetta pólska lið. En þjálfararnir hafa farið yfir leiki hjá þeim og þeir ættu að vera búnir að finna einhverja veikleika hjá Pólverjunum,“ sagði Daníel, sem bjóst við því að leikmenn og þjálfarar Stjörnunnar myndu skoða leiki Poznan-liðsins saman á myndbandi fyrir leikinn á fimmtudaginn. „Við erum alltaf með myndbandsfundi þar sem við skoðum hvernig mótherjinn spilar og hvernig þeir útfæra föst atriði og annað slíkt.“ „Þetta verður mikil skemmtun og vonandi náum við góðum úrslitum svo við eigum möguleika í seinni leiknum,“ sagði Daníel Laxdal að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Sjá meira
Daníel Laxdal átti frábæran leik í vörn Stjörnunnar þegar liðið bar sigurorð af ÍBV á Samsung-vellinum á sunnudaginn. Með sigrinum komst Stjarnan í toppsæti Pepsi-deildar í um tvær klukkustundir, áður en FH endurheimti það með sigri á Fylki seinna um kvöldið. Stjarnan er áfram ósigruð í Pepsi-deildinni eftir þrettán umferðir og á í harðri baráttu við FH um Íslandsmeistaratitilinn.Lá mikið á okkur Sigurinn í fyrradag var langt frá því að vera auðsóttur, en Eyjamenn, sem höfðu unnið þrjá leiki í röð, voru meira með boltann og settu mikla pressu á Stjörnuvörnina. Daníel og félagar stóðu hins vegar öll áhlaup Eyjamanna af sér, en það lagði grunninn að sigri Stjörnunnar. Daníel var ánægður með varnarleik Stjörnuliðsins í leiknum. „Já, sérstaklega þar sem það lá mikið á okkur. Það var líka langt síðan við héldum hreinu, svo þetta var mjög mikilvægt,“ sagði Daníel sem sagði það ekki hafa verið erfitt að koma sér aftur niður á jörðina eftir sigurinn ótrúlega á Motherwell á fimmtudaginn. „Nei, þetta er aðallega andlegs eðlis. Við höfum verið að spila marga leiki, bæði í deildinni og í Evrópukeppni. Það var því sterkt að vinna leikinn gegn ÍBV og halda hreinu, þótt við værum með ungan strák í markinu,“ sagði Daníel. Umræddur strákur, Sveinn Sigurður Jóhannesson, kom á síðustu stundu inn í Stjörnuliðið vegna meiðsla Ingvars Jónssonar, aðalmarkvarðar liðsins. Sveinn átti góðan leik og Daníel var ánægður með frammistöðu hans. „Hann stóð sig alveg frábærlega, það var ekki hægt að kvarta neitt undan honum,“ sagði Daníel og bætti við að Stjörnuliðið hefði kannski verið enn þéttara í ljósi fjarveru Ingvars og gert allt til að hjálpa Sveini í hans fyrsta leik.Præst er mikill baráttumaður Daníel bar einnig lof á fyrirliða Stjörnunnar, Michael Præst, en hann sinnir mikilvægu en vanþakklátu starfi aftarlega á miðjunni. „Þetta er staða sem ekki allir taka eftir. Hann vinnur ótrúlega marga skallabolta, brýtur niður margar sóknir og er fljótur að koma boltanum aftur í spil. Það er mjög þægilegt að hafa hann fyrir framan sig, það verður að segjast. Hann er mikill baráttumaður og gefst aldrei upp,“ sagði Daníel um Danann knáa. Sem fyrr segir mætir Stjarnan pólska liðinu Lech Poznan í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn kemur. Lech Poznan er sterkur andstæðingur, en liðið sló Nõmme Kalju frá Finnlandi út í síðustu umferð.Þjálfararnir hafa skoðað þá Daníel kveðst spenntur fyrir leiknum en segir að vitneskja hans um Poznan-liðið sé takmörkuð. „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá veit ég ekki mikið um þetta pólska lið. En þjálfararnir hafa farið yfir leiki hjá þeim og þeir ættu að vera búnir að finna einhverja veikleika hjá Pólverjunum,“ sagði Daníel, sem bjóst við því að leikmenn og þjálfarar Stjörnunnar myndu skoða leiki Poznan-liðsins saman á myndbandi fyrir leikinn á fimmtudaginn. „Við erum alltaf með myndbandsfundi þar sem við skoðum hvernig mótherjinn spilar og hvernig þeir útfæra föst atriði og annað slíkt.“ „Þetta verður mikil skemmtun og vonandi náum við góðum úrslitum svo við eigum möguleika í seinni leiknum,“ sagði Daníel Laxdal að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Sjá meira