Obama, stöðvaðu blóðbaðið á Gasa! Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 31. júlí 2014 07:00 Ábyrgð Bandaríkjanna á stríðsglæpunum á Gasa er mikil. Það eru ekki bara vopnin og peningarnir til að heyja þetta miskunnarlausa og einhliða árásarstríð gegn óbreyttum borgurum og sér í lagi börnum sem eru í meirihluta á Gasa. Heldur er það líka neitunarvald Bandaríkjanna sem hefur verið notað aftur og aftur til að hindra Sameinuðu þjóðirnar í að gegna skyldu sinni, veita Palestínumönnum vernd, binda enda á ólöglegt hernám og grípa inn í hernað Ísraels með afgerandi hætti. Obama Bandaríkjaforseti hefur óskað eftir vopnahléi á svæðinu en allar hans ræður, á meðan heimurinn horfir á fjöldamorðin í beinni útsendingu, byrja á yfirlýsingu um óhagganlegan stuðning við Ísrael og rétt þess til að verja sig. Fjöldi drepinna af Ísraelsher er kominn yfir 1.300 manns, þar af eru yfir 90% óbreyttir borgarar, ekki síst konur og börn. Yfir sjö þúsund manns liggja slasaðir, margir alvarlega og varanlega örkumla. Umsátrið, sem felur í sér algera innilokun 1,8 milljóna manns á örlitlu svæði, gerir afleiðingarnar ólýsanlega erfiðar. Ísraelsher sprengdi aðalraforkuverið í loft upp og olíutankarnir þar standa í björtu báli. Það mun taka ár að gera þar við og koma því aftur í notkun. Hreint vatn er ekki fáanlegt, skólpinu er ekki hægt að dæla frá án rafmagns, matvælin skortir, lyf og lækningatæki. Þetta er ekkert annað en hryðjuverk. Eldflauga- og sprengjuregnið heldur áfram. Nú eru það sjúkrahús og skólar Flóttamannahjálpar SÞ, UNRWA, sem verða fyrir sprengjum Ísraels, þar sem fólk hefur leitað skjóls. Samkvæmt SÞ eru 215 þúsund manns á flótta innan Gasa, en hafa í engan öruggan stað að flýja. Það er ekki hægt að horfa upp á þetta deginum lengur. Bandaríkjastjórn verður að hætta að tala tungum tveimur og taka í hnakkadrambið á Netanyahu og herforingjum hans. Hingað og ekki lengra. Afléttið umsátrinu um Gasa og stöðvið fjöldamorðin strax. Þetta verða kröfur dagsins við sendiráð Bandaríkjanna í dag kl. 17, hér í Reykjavík og um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Ábyrgð Bandaríkjanna á stríðsglæpunum á Gasa er mikil. Það eru ekki bara vopnin og peningarnir til að heyja þetta miskunnarlausa og einhliða árásarstríð gegn óbreyttum borgurum og sér í lagi börnum sem eru í meirihluta á Gasa. Heldur er það líka neitunarvald Bandaríkjanna sem hefur verið notað aftur og aftur til að hindra Sameinuðu þjóðirnar í að gegna skyldu sinni, veita Palestínumönnum vernd, binda enda á ólöglegt hernám og grípa inn í hernað Ísraels með afgerandi hætti. Obama Bandaríkjaforseti hefur óskað eftir vopnahléi á svæðinu en allar hans ræður, á meðan heimurinn horfir á fjöldamorðin í beinni útsendingu, byrja á yfirlýsingu um óhagganlegan stuðning við Ísrael og rétt þess til að verja sig. Fjöldi drepinna af Ísraelsher er kominn yfir 1.300 manns, þar af eru yfir 90% óbreyttir borgarar, ekki síst konur og börn. Yfir sjö þúsund manns liggja slasaðir, margir alvarlega og varanlega örkumla. Umsátrið, sem felur í sér algera innilokun 1,8 milljóna manns á örlitlu svæði, gerir afleiðingarnar ólýsanlega erfiðar. Ísraelsher sprengdi aðalraforkuverið í loft upp og olíutankarnir þar standa í björtu báli. Það mun taka ár að gera þar við og koma því aftur í notkun. Hreint vatn er ekki fáanlegt, skólpinu er ekki hægt að dæla frá án rafmagns, matvælin skortir, lyf og lækningatæki. Þetta er ekkert annað en hryðjuverk. Eldflauga- og sprengjuregnið heldur áfram. Nú eru það sjúkrahús og skólar Flóttamannahjálpar SÞ, UNRWA, sem verða fyrir sprengjum Ísraels, þar sem fólk hefur leitað skjóls. Samkvæmt SÞ eru 215 þúsund manns á flótta innan Gasa, en hafa í engan öruggan stað að flýja. Það er ekki hægt að horfa upp á þetta deginum lengur. Bandaríkjastjórn verður að hætta að tala tungum tveimur og taka í hnakkadrambið á Netanyahu og herforingjum hans. Hingað og ekki lengra. Afléttið umsátrinu um Gasa og stöðvið fjöldamorðin strax. Þetta verða kröfur dagsins við sendiráð Bandaríkjanna í dag kl. 17, hér í Reykjavík og um allan heim.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun