Ferðin kostar 360 þúsund á hvern leikmann Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. ágúst 2014 07:00 Það er í mörg horn að líta fjárhagslega þegar kemur að ungmennalandsliðunum fyrir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóra HSÍ. Fréttablaðið/Stefan „Þetta er ein dýrasta ferðin held ég,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, um ferð U18 ára-landsliðs karla í handbolta á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Póllandi seinna í mánuðinum. Ferðin, sem er í heildina tólf dagar, kostar 360 þúsund krónur á haus, en heildarkostnaðurinn er 7,5 milljónir. Og fyrir utan þá upphæð er breytilegur kostnaður eins og æfingar og þvottur á búningum. „Við erum að reyna að borga helminginn af þessu. Við vorum að vonast til að koma strákunum í löndun, en það klikkaði. Það koma náttúrulega engir styrkir frá Evrópu- eða Alþjóðasambandinu þannig þetta eru bara bein fjárútlát,“ segir Einar.Engir sjóðir að sækja í Það er gömul saga og ný að ungir íslenskir afreksmenn þurfi að greiða sína leið þegar kemur að landsliðum. Eðlilega hækkaði kostnaðurinn mikið eftir hrunið vegna stöðu krónunnar. Ungir afreksmenn þurfa að safna fyrir ferðunum sjálfir með ýmsum leiðum, svo sem sölu á varningi eða að safna litlum auglýsingum í fyrirtækjum sem vilja styrkja þá. „Vandamálið er að þessu fylgja engir styrkir. Við fengum milljón frá afrekssjóði, en það kemur ekkert að utan. Og þó að við myndum hætta við að fara fáum við bara sektir upp á einhverjar 10-15.000 evrur,“ segir Einar og ekki er von á bót í máli. „Ég hef ekki orðið var við það að menn ætli sér að bæta þetta. Það er nógu erfitt að fá aðila til að halda þessi mót. Gallinn er að það er enginn sjóður sem hægt er að sækja í þótt lið nái árangri og komist í lokakeppni. Það er hægt að sækja viðbótarstyrki í afrekssjóði en það er ekkert annað,“ segir Einar Þorvarðarson.Karfan að taka við sér „Svona er þetta líka hjá öllum unglingalandsliðunum okkar,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands. U18 ára liðið í körfunni er þessa dagana úti á EM í Búlgaríu en strákarnir þar greiddu 180 þúsund krónur og aðrar 100 þúsund krónur til að komast á Norðurlandamótið fyrr í sumar. Kvennaliðið í sama aldursflokki er búið að fara á sömu mót og borga það sama. „Við reynum alltaf að koma til móts við krakkana. Kostnaður KKÍ við eitt svona mót er um tvær milljónir þannig að krakkarnir greiða hluta af kostnaðinum. Gallinn er auðvitað að oft eru svona mót haldin í Austur-Evrópu,“ segir Hannes við Fréttablaðið. Eins og í handboltanum koma engir styrkir frá evrópska sambandinu, en það gæti verið að breytast segir Hannes. „Ég er í stjórninni þar, og það verður lögð fram tillaga á næsta stjórnarfundi þar sem lagt verður til að styrkja yngri landsliðin meira. Það er það sem við leitumst eftir og erum alltaf að berjast fyrir, bæði úti og hjá ríkinu hér heima. Við viljum ekki vera að senda þessa reikninga inn um lúgurnar hjá foreldrum krakkanna,“ segir Hannes S. Jónsson.Frítt í fótboltanum Þegar kemur að fjármálum er knattspyrnan í sérflokki vegna vinsælda sinna og stærðar bæði UEFA og FIFA. Þau styrkja sérsamböndin duglega og fá þjóðir styrki til að mæta á mót yngri landsliða. Veröldin er augljóslega allt önnur þar sem KSÍ fær borgað fyrir að mæta á mót yngri landsliða, en KKÍ og HSÍ þurfa að borga háar upphæðir með sér. „Við borgum allan kostnað – líka innanlandsflugið fyrir þá sem þurfa á því að halda til að koma til móts við liðið,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
„Þetta er ein dýrasta ferðin held ég,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, um ferð U18 ára-landsliðs karla í handbolta á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Póllandi seinna í mánuðinum. Ferðin, sem er í heildina tólf dagar, kostar 360 þúsund krónur á haus, en heildarkostnaðurinn er 7,5 milljónir. Og fyrir utan þá upphæð er breytilegur kostnaður eins og æfingar og þvottur á búningum. „Við erum að reyna að borga helminginn af þessu. Við vorum að vonast til að koma strákunum í löndun, en það klikkaði. Það koma náttúrulega engir styrkir frá Evrópu- eða Alþjóðasambandinu þannig þetta eru bara bein fjárútlát,“ segir Einar.Engir sjóðir að sækja í Það er gömul saga og ný að ungir íslenskir afreksmenn þurfi að greiða sína leið þegar kemur að landsliðum. Eðlilega hækkaði kostnaðurinn mikið eftir hrunið vegna stöðu krónunnar. Ungir afreksmenn þurfa að safna fyrir ferðunum sjálfir með ýmsum leiðum, svo sem sölu á varningi eða að safna litlum auglýsingum í fyrirtækjum sem vilja styrkja þá. „Vandamálið er að þessu fylgja engir styrkir. Við fengum milljón frá afrekssjóði, en það kemur ekkert að utan. Og þó að við myndum hætta við að fara fáum við bara sektir upp á einhverjar 10-15.000 evrur,“ segir Einar og ekki er von á bót í máli. „Ég hef ekki orðið var við það að menn ætli sér að bæta þetta. Það er nógu erfitt að fá aðila til að halda þessi mót. Gallinn er að það er enginn sjóður sem hægt er að sækja í þótt lið nái árangri og komist í lokakeppni. Það er hægt að sækja viðbótarstyrki í afrekssjóði en það er ekkert annað,“ segir Einar Þorvarðarson.Karfan að taka við sér „Svona er þetta líka hjá öllum unglingalandsliðunum okkar,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands. U18 ára liðið í körfunni er þessa dagana úti á EM í Búlgaríu en strákarnir þar greiddu 180 þúsund krónur og aðrar 100 þúsund krónur til að komast á Norðurlandamótið fyrr í sumar. Kvennaliðið í sama aldursflokki er búið að fara á sömu mót og borga það sama. „Við reynum alltaf að koma til móts við krakkana. Kostnaður KKÍ við eitt svona mót er um tvær milljónir þannig að krakkarnir greiða hluta af kostnaðinum. Gallinn er auðvitað að oft eru svona mót haldin í Austur-Evrópu,“ segir Hannes við Fréttablaðið. Eins og í handboltanum koma engir styrkir frá evrópska sambandinu, en það gæti verið að breytast segir Hannes. „Ég er í stjórninni þar, og það verður lögð fram tillaga á næsta stjórnarfundi þar sem lagt verður til að styrkja yngri landsliðin meira. Það er það sem við leitumst eftir og erum alltaf að berjast fyrir, bæði úti og hjá ríkinu hér heima. Við viljum ekki vera að senda þessa reikninga inn um lúgurnar hjá foreldrum krakkanna,“ segir Hannes S. Jónsson.Frítt í fótboltanum Þegar kemur að fjármálum er knattspyrnan í sérflokki vegna vinsælda sinna og stærðar bæði UEFA og FIFA. Þau styrkja sérsamböndin duglega og fá þjóðir styrki til að mæta á mót yngri landsliða. Veröldin er augljóslega allt önnur þar sem KSÍ fær borgað fyrir að mæta á mót yngri landsliða, en KKÍ og HSÍ þurfa að borga háar upphæðir með sér. „Við borgum allan kostnað – líka innanlandsflugið fyrir þá sem þurfa á því að halda til að koma til móts við liðið,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira