Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Bjarki Ármannsson skrifar 2. ágúst 2014 08:30 „Ég geri engar athugasemdir við það sem kemur fram í þessu bréfi,“ segir Stefán. Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, gerir engar athugasemdir við frásögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja á meðan lekamálið svokallaða var til rannsóknar hjá embætti Stefáns. Hanna Birna segist í bréfi til umboðsmanns Alþingis hafa átt fjóra fundi með Stefáni frá því að rannsóknin hófst en að enginn þeirra hafi verið boðaður til að ræða lekamálið sérstaklega.Stefán EiríkssonEkki óþægilegt að tala við ráðherra „Ég geri engar athugasemdir við það sem kemur fram í þessu bréfi,“ segir Stefán. Hann segist jafnframt hafa komið þeirri gagnrýni, sem Hanna Birna kom á framfæri við hann í þessum samtölum, áleiðis til ríkissaksóknara en í bréfi Hönnu Birnu segir að hún hafi spurt lögreglustjórann um hvenær rannsókn málsins lyki og um öryggi gagna sem lögreglan fékk aðgang að vegna rannsóknarinnar. Bréf Hönnu Birnu var svar við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis sem óskaði fyrr í vikunni eftir upplýsingum um samskipti þeirra Stefáns eftir að fullyrt var í frétt DV að Stefán hefði sagt upp störfum vegna „undirliggjandi hótana“ og „ítrekaðra afskipta“ Hönnu Birnu meðan á rannsókn lekamálsins stóð. Hanna Birna svarar því í bréfinu að hún hafi „á engum tímapunkti reynt að hafa áhrif á rannsóknina“ og að hún hafi spurt Stefán sérstaklega hvort honum þætti á einhvern hátt „óviðeigandi eða óþægilegt“ að hún ræddi við hann um málið. Stefán hafi svarað því að svo væri ekki og þetta undirstrikar hann í samtali við fréttastofu. „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra,“ segir Stefán.Afstaða tekin á næstu dögum Í fyrirspurn umboðsmanns Alþingis er einnig óskað eftir tiltækum gögnum um símtöl Hönnu Birnu og Stefáns á þessu tímabili. Hanna Birna segir í svari sínu að hún eigi eðli málsins samkvæmt oft í samskiptum við forstöðumenn undirstofnana ráðuneytis hennar án þess að haldin sé skrá um þau samskipti. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að afstaða verði tekin til þess á næstu dögum hver næstu skref í málinu verða. Lekamálið Tengdar fréttir Áframhaldandi vera Hönnu Birnu í embætti skaðar almannahagsmuni Stjórnsýslufræðingur telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði að víkja úr embætti innanríkisráðherra. Stjórnarandstaðan íhugar að bera upp vantrausttillögu á ráðherra. 31. júlí 2014 19:30 Þarf ekki að gefa upp heimildarmann sinn í lekamálinu Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm sinn varðandi lekamálið. 18. júní 2014 12:53 Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Yfirlýsing frá Hönnu Birnu: Svara umboðsmanni fyrir helgi Hanna Birna neitar að hafa beitt Stefán þrýstingi, eins og kemur fram í skriflegri yfirlýsingu sem hún sendi Vísi. 30. júlí 2014 16:52 Hver er starfsmaður B? Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu hart að innanríkisráðherra og kröfðust svara. 18. júní 2014 15:51 Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Umboðsmaður hefur kallað eftir upplýsingum um meint afskipti innanríkisráðherra af rannsókn lögreglunnar á Lekamálinu svokallaða í kjölfar fréttaflutnings og samtala hans við lögreglustjóra og ríkissaksóknara. 30. júlí 2014 13:07 Íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá ráðherra varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu. 31. júlí 2014 13:04 Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23 Lekamálið: Lögregla hefur sent málið til ríkissaksóknara Rannsakar nú ríkissaksóknari hvort að þörf sé á frekari rannsókn eða hvort henni sé lokið. Sé henni lokið verður tekin ákvörðun um ákæru. 20. júní 2014 16:38 Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, gerir engar athugasemdir við frásögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja á meðan lekamálið svokallaða var til rannsóknar hjá embætti Stefáns. Hanna Birna segist í bréfi til umboðsmanns Alþingis hafa átt fjóra fundi með Stefáni frá því að rannsóknin hófst en að enginn þeirra hafi verið boðaður til að ræða lekamálið sérstaklega.Stefán EiríkssonEkki óþægilegt að tala við ráðherra „Ég geri engar athugasemdir við það sem kemur fram í þessu bréfi,“ segir Stefán. Hann segist jafnframt hafa komið þeirri gagnrýni, sem Hanna Birna kom á framfæri við hann í þessum samtölum, áleiðis til ríkissaksóknara en í bréfi Hönnu Birnu segir að hún hafi spurt lögreglustjórann um hvenær rannsókn málsins lyki og um öryggi gagna sem lögreglan fékk aðgang að vegna rannsóknarinnar. Bréf Hönnu Birnu var svar við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis sem óskaði fyrr í vikunni eftir upplýsingum um samskipti þeirra Stefáns eftir að fullyrt var í frétt DV að Stefán hefði sagt upp störfum vegna „undirliggjandi hótana“ og „ítrekaðra afskipta“ Hönnu Birnu meðan á rannsókn lekamálsins stóð. Hanna Birna svarar því í bréfinu að hún hafi „á engum tímapunkti reynt að hafa áhrif á rannsóknina“ og að hún hafi spurt Stefán sérstaklega hvort honum þætti á einhvern hátt „óviðeigandi eða óþægilegt“ að hún ræddi við hann um málið. Stefán hafi svarað því að svo væri ekki og þetta undirstrikar hann í samtali við fréttastofu. „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra,“ segir Stefán.Afstaða tekin á næstu dögum Í fyrirspurn umboðsmanns Alþingis er einnig óskað eftir tiltækum gögnum um símtöl Hönnu Birnu og Stefáns á þessu tímabili. Hanna Birna segir í svari sínu að hún eigi eðli málsins samkvæmt oft í samskiptum við forstöðumenn undirstofnana ráðuneytis hennar án þess að haldin sé skrá um þau samskipti. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að afstaða verði tekin til þess á næstu dögum hver næstu skref í málinu verða.
Lekamálið Tengdar fréttir Áframhaldandi vera Hönnu Birnu í embætti skaðar almannahagsmuni Stjórnsýslufræðingur telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði að víkja úr embætti innanríkisráðherra. Stjórnarandstaðan íhugar að bera upp vantrausttillögu á ráðherra. 31. júlí 2014 19:30 Þarf ekki að gefa upp heimildarmann sinn í lekamálinu Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm sinn varðandi lekamálið. 18. júní 2014 12:53 Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Yfirlýsing frá Hönnu Birnu: Svara umboðsmanni fyrir helgi Hanna Birna neitar að hafa beitt Stefán þrýstingi, eins og kemur fram í skriflegri yfirlýsingu sem hún sendi Vísi. 30. júlí 2014 16:52 Hver er starfsmaður B? Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu hart að innanríkisráðherra og kröfðust svara. 18. júní 2014 15:51 Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Umboðsmaður hefur kallað eftir upplýsingum um meint afskipti innanríkisráðherra af rannsókn lögreglunnar á Lekamálinu svokallaða í kjölfar fréttaflutnings og samtala hans við lögreglustjóra og ríkissaksóknara. 30. júlí 2014 13:07 Íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá ráðherra varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu. 31. júlí 2014 13:04 Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23 Lekamálið: Lögregla hefur sent málið til ríkissaksóknara Rannsakar nú ríkissaksóknari hvort að þörf sé á frekari rannsókn eða hvort henni sé lokið. Sé henni lokið verður tekin ákvörðun um ákæru. 20. júní 2014 16:38 Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Áframhaldandi vera Hönnu Birnu í embætti skaðar almannahagsmuni Stjórnsýslufræðingur telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði að víkja úr embætti innanríkisráðherra. Stjórnarandstaðan íhugar að bera upp vantrausttillögu á ráðherra. 31. júlí 2014 19:30
Þarf ekki að gefa upp heimildarmann sinn í lekamálinu Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm sinn varðandi lekamálið. 18. júní 2014 12:53
Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54
Yfirlýsing frá Hönnu Birnu: Svara umboðsmanni fyrir helgi Hanna Birna neitar að hafa beitt Stefán þrýstingi, eins og kemur fram í skriflegri yfirlýsingu sem hún sendi Vísi. 30. júlí 2014 16:52
Hver er starfsmaður B? Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu hart að innanríkisráðherra og kröfðust svara. 18. júní 2014 15:51
Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Umboðsmaður hefur kallað eftir upplýsingum um meint afskipti innanríkisráðherra af rannsókn lögreglunnar á Lekamálinu svokallaða í kjölfar fréttaflutnings og samtala hans við lögreglustjóra og ríkissaksóknara. 30. júlí 2014 13:07
Íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá ráðherra varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu. 31. júlí 2014 13:04
Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23
Lekamálið: Lögregla hefur sent málið til ríkissaksóknara Rannsakar nú ríkissaksóknari hvort að þörf sé á frekari rannsókn eða hvort henni sé lokið. Sé henni lokið verður tekin ákvörðun um ákæru. 20. júní 2014 16:38
Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16