Benda hvor á annan vegna blóðgjafabanns ingvar haraldsson skrifar 6. ágúst 2014 07:30 Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður stjórnar Hinsegin daga, var á meðal blóðgjafa í Blóðbankanum í gær. vísir/gva Hinsegin dagar hófust í gær á því að fólk var hvatt til að mæta í Blóðbankann að gefa blóð fyrir samkynhneigða karla en þeim er ekki heimilt að gefa blóð í Blóðbankanum. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, fagnar heimsókn Hinsegin daga en segir reglurnar á Íslandi vera svipaðar og í flestum öðrum löndum. Þó séu nokkur lönd sem leyfi blóðgjafir karla sem ekki hafa stundað kynlíf með öðrum karlmanni um nokkurra ára skeið.Sveinn Guðmundsson segir að heilbrigiðsyfirvöld þurfi að móta sér stefnu er varðar blóðgjafir samkynhneigðra.Sveinn segir að sé áhugi á að breyta reglunum eigi að fara eftir samþykkt Evrópuráðsins frá því í mars árið 2013 sem Ísland er aðili að. „Þar er lögð lína um hvernig þetta skuli gert. Þar er kveðið á um að ekki skuli gera breytingar sem auki áhættu blóðþega. Áhættumat þarf einnig að fara fram í þjóðfélaginu,“ segir Sveinn og bætir við að því þurfi sóttvarnalæknir að stýra. „Það er í höndum höndum heilbrigðisyfirvalda að breyta þessum reglum,“ heldur Sveinn áfram og vísar í fyrrnefnda samþykkt Evrópuráðsins. „Þar er kveðið á um að það sé skylda heilbrigðisyfirvalda í hverju landi að móta stefnu um í þessum málaflokki.“Landlæknisembættið bendir aftur á Blóðbankann Þegar svara var leitað hjá Landlæknisembættinu var vísað aftur á Blóðbankann. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, segir: „Sveinn hefur vísað þessu á okkur en við höfum sagt honum að það sé Blóðbankinn sem setji þessar reglur. Við höfum stutt hann í því sem hann telur skynsamlegt í samræmi við aðrar alþjóðlegar stofnanir.“ Varðandi tíðni smitsjúkdóma segir Þórólfur það vera þekkt að „það er hærra hlutfall samkynhneigðra karlmanna en gagnkynhneigðra sem smitast af HIV.“ Samkvæmt gögnum frá Landlæknisembættinu smituðust 29 samkynhneigðir af alnæmi síðastliðinn áratug en 62 gagnkynhneigðir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist ekki hafa skoðað málið sérstaklega en fagnar umræðu um málið. „Það hljóta að vera gerðar breytingar á regluverki um blóðgjafir samhliða því sem þekkingu og tækni heilbrigðisyfirvalda fleygir fram.“ Kristján áréttar þó að „…við vinnum í alþjóðlegu regluverki, og Ísland er aðili að samþykkt Evrópuráðsins í þessum efnum. Það er starfandi sérstök ráðgjafarnefnd um blóðbankaþjónustu sem mun þá taka þetta mál til umfjöllunar í tengslum við þessa umræðu en þetta er eitthvert atriði sem við hröpum ekkert að í neinu fljótræði.“ Kynhegðun annara líka áhættusöm Gunnlaugur Bragi Björnsson, stjórnarmaður Hinsegin daga, segir vert að endurskoða reglurnar. „Það orkar tvímælis að þessar reglur hafi ekki verið endurskoðaðar líkt og hefur verið gert víða annars staðar. Löndum sem hafa verið að gefa tímaramma eða slaka á þessum reglum er að fjölga.“ Gunnlaugur bætir við að kynhegðun annarra hópa geti verið áhættusöm. „Það má líka velta fyrir sér hvort ekki ætti að taka harða á hvernig kynlífi fólk lifir því það eru fjölmargir aðrir áhættuhópar en samkynhneigðir karlmenn.“ Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Hinsegin dagar hófust í gær á því að fólk var hvatt til að mæta í Blóðbankann að gefa blóð fyrir samkynhneigða karla en þeim er ekki heimilt að gefa blóð í Blóðbankanum. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, fagnar heimsókn Hinsegin daga en segir reglurnar á Íslandi vera svipaðar og í flestum öðrum löndum. Þó séu nokkur lönd sem leyfi blóðgjafir karla sem ekki hafa stundað kynlíf með öðrum karlmanni um nokkurra ára skeið.Sveinn Guðmundsson segir að heilbrigiðsyfirvöld þurfi að móta sér stefnu er varðar blóðgjafir samkynhneigðra.Sveinn segir að sé áhugi á að breyta reglunum eigi að fara eftir samþykkt Evrópuráðsins frá því í mars árið 2013 sem Ísland er aðili að. „Þar er lögð lína um hvernig þetta skuli gert. Þar er kveðið á um að ekki skuli gera breytingar sem auki áhættu blóðþega. Áhættumat þarf einnig að fara fram í þjóðfélaginu,“ segir Sveinn og bætir við að því þurfi sóttvarnalæknir að stýra. „Það er í höndum höndum heilbrigðisyfirvalda að breyta þessum reglum,“ heldur Sveinn áfram og vísar í fyrrnefnda samþykkt Evrópuráðsins. „Þar er kveðið á um að það sé skylda heilbrigðisyfirvalda í hverju landi að móta stefnu um í þessum málaflokki.“Landlæknisembættið bendir aftur á Blóðbankann Þegar svara var leitað hjá Landlæknisembættinu var vísað aftur á Blóðbankann. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, segir: „Sveinn hefur vísað þessu á okkur en við höfum sagt honum að það sé Blóðbankinn sem setji þessar reglur. Við höfum stutt hann í því sem hann telur skynsamlegt í samræmi við aðrar alþjóðlegar stofnanir.“ Varðandi tíðni smitsjúkdóma segir Þórólfur það vera þekkt að „það er hærra hlutfall samkynhneigðra karlmanna en gagnkynhneigðra sem smitast af HIV.“ Samkvæmt gögnum frá Landlæknisembættinu smituðust 29 samkynhneigðir af alnæmi síðastliðinn áratug en 62 gagnkynhneigðir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist ekki hafa skoðað málið sérstaklega en fagnar umræðu um málið. „Það hljóta að vera gerðar breytingar á regluverki um blóðgjafir samhliða því sem þekkingu og tækni heilbrigðisyfirvalda fleygir fram.“ Kristján áréttar þó að „…við vinnum í alþjóðlegu regluverki, og Ísland er aðili að samþykkt Evrópuráðsins í þessum efnum. Það er starfandi sérstök ráðgjafarnefnd um blóðbankaþjónustu sem mun þá taka þetta mál til umfjöllunar í tengslum við þessa umræðu en þetta er eitthvert atriði sem við hröpum ekkert að í neinu fljótræði.“ Kynhegðun annara líka áhættusöm Gunnlaugur Bragi Björnsson, stjórnarmaður Hinsegin daga, segir vert að endurskoða reglurnar. „Það orkar tvímælis að þessar reglur hafi ekki verið endurskoðaðar líkt og hefur verið gert víða annars staðar. Löndum sem hafa verið að gefa tímaramma eða slaka á þessum reglum er að fjölga.“ Gunnlaugur bætir við að kynhegðun annarra hópa geti verið áhættusöm. „Það má líka velta fyrir sér hvort ekki ætti að taka harða á hvernig kynlífi fólk lifir því það eru fjölmargir aðrir áhættuhópar en samkynhneigðir karlmenn.“
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira