Keiliskonur hefndu ófaranna Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. ágúst 2014 06:00 Guðrún Brá og GK-konur hefndu ófaranna frá í fyrra. vísir/Daníel Golf „Það er bara alveg geggjuð stemning í hópnum núna,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur úr GK, sigurreif við Fréttablaðið eftir sigur Keiliskvenna í 1. deild sveitakeppninnar í golfi á Hlíðavelli í gær. GK vann GR í úrslitum með 3,5 vinningum gegn 1,5. „Við vissum að úrslitaleikurinn yrði erfiður. Þetta var jafnt, en við vorum yfir í byrjun og náðum að halda út,“ sagði Guðrún Brá sem spilaði síðasta leikinn í tvímenningi á móti hinni þrautreyndu RagnhildiSigurðardóttur. „Við vorum síðastar og staðan okkur í hag, en ég vildi vera örugg með sigur ef eitthvað skyldi klikka. Maður reyndi að fylgjast með hvað var að gerast í honum leikjunum. Við skildum jafnar, en sigurinn var okkar sem skiptir mestu máli. Sigur er það eina sem skiptir máli,“ sagði Guðrún Brá.Gott að hefna ófaranna GK lék til úrslita gegn GKG í sveitakeppninni í fyrra og héldu Keiliskonur sig hafa unnið þegar Þórdís Geirsdóttir vann Særósu Óskarsdóttur í bráðabana. Þórdís gerðist aftur á móti sek um að spyrja samherja sinn ráða sem er bannað og því tapaði GK holunni og einvíginu. „Já, algjörlega. Það var gott að vinna eftir að tapa þessu í fyrra. Við mættum í þetta mót til að vinna það,“ sagði Guðrún Brá, en Keiliskonur voru áminntar af GSÍ fyrir óíþróttamannslega framkomu. Það er nú að baki og titillinn kominn til GK. Til að fullkomna hefndina vann GK 5-0 sigur á GKG í undanúrslitum í ár. „Keilir er bara besti klúbburinn,“ sagði Guðrún Brá þegar hún var spurð út í sigur karlasveitarinnar. „Við vorum með virkilega sterk lið bæði í karla- og kvennaflokki þannig við áttum góðan séns á að vinna.“Axel og Gísli ósigrandi Strákarnir í GK unnu GKG, 3-2, í spennandi úrslitaviðureign. GKG-menn unnu fjórmenninginn en GK vann svo þrjár af fjórum viðureignum í tvímenningi. Birgir Leifur Hafþórsson var sá eini hjá GKG sem vann leik í tvímenningi. „Þetta var alveg ótrúlega gaman frá degi eitt. Við vorum með ungan og skemmtilegan hóp og það gekk vel hjá öllum,“ sagði AxelBóasson úr GK við Fréttablaðið eftir sigurinn í gær, en 1. deild karla var spiluð á Hólmsvelli í Leiru þar sem aðstæður voru nokkuð erfiðar. „Það var mikill vindur, sérstaklega á þriðja hring, sem gerði mönnum erfitt fyrir en völlurinn var fullkominn. „Röffið“ var flott og flatirnar frábærar.“ Axel og ungstirnið Gísli Sveinbergsson gerðu sér lítið fyrir og unnu alla fimm leiki sína á Leirunni. „Það er mjög sterkt að vera ósigraður í sveitakeppninni,“ sagði Axel glaður í bragði, en hann hefur mjög gaman af sveitakeppninni. „Það er mikil alvara í þessu, en samt svo ógeðslega gaman. Þarna ertu að spila allt öðru vísi golf og það með klúbbfélögum þínum. Þetta er ekki algengt held ég og ég er ánægður að þetta er á Íslandi,“ sagði Axel Bóasson. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golf „Það er bara alveg geggjuð stemning í hópnum núna,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur úr GK, sigurreif við Fréttablaðið eftir sigur Keiliskvenna í 1. deild sveitakeppninnar í golfi á Hlíðavelli í gær. GK vann GR í úrslitum með 3,5 vinningum gegn 1,5. „Við vissum að úrslitaleikurinn yrði erfiður. Þetta var jafnt, en við vorum yfir í byrjun og náðum að halda út,“ sagði Guðrún Brá sem spilaði síðasta leikinn í tvímenningi á móti hinni þrautreyndu RagnhildiSigurðardóttur. „Við vorum síðastar og staðan okkur í hag, en ég vildi vera örugg með sigur ef eitthvað skyldi klikka. Maður reyndi að fylgjast með hvað var að gerast í honum leikjunum. Við skildum jafnar, en sigurinn var okkar sem skiptir mestu máli. Sigur er það eina sem skiptir máli,“ sagði Guðrún Brá.Gott að hefna ófaranna GK lék til úrslita gegn GKG í sveitakeppninni í fyrra og héldu Keiliskonur sig hafa unnið þegar Þórdís Geirsdóttir vann Særósu Óskarsdóttur í bráðabana. Þórdís gerðist aftur á móti sek um að spyrja samherja sinn ráða sem er bannað og því tapaði GK holunni og einvíginu. „Já, algjörlega. Það var gott að vinna eftir að tapa þessu í fyrra. Við mættum í þetta mót til að vinna það,“ sagði Guðrún Brá, en Keiliskonur voru áminntar af GSÍ fyrir óíþróttamannslega framkomu. Það er nú að baki og titillinn kominn til GK. Til að fullkomna hefndina vann GK 5-0 sigur á GKG í undanúrslitum í ár. „Keilir er bara besti klúbburinn,“ sagði Guðrún Brá þegar hún var spurð út í sigur karlasveitarinnar. „Við vorum með virkilega sterk lið bæði í karla- og kvennaflokki þannig við áttum góðan séns á að vinna.“Axel og Gísli ósigrandi Strákarnir í GK unnu GKG, 3-2, í spennandi úrslitaviðureign. GKG-menn unnu fjórmenninginn en GK vann svo þrjár af fjórum viðureignum í tvímenningi. Birgir Leifur Hafþórsson var sá eini hjá GKG sem vann leik í tvímenningi. „Þetta var alveg ótrúlega gaman frá degi eitt. Við vorum með ungan og skemmtilegan hóp og það gekk vel hjá öllum,“ sagði AxelBóasson úr GK við Fréttablaðið eftir sigurinn í gær, en 1. deild karla var spiluð á Hólmsvelli í Leiru þar sem aðstæður voru nokkuð erfiðar. „Það var mikill vindur, sérstaklega á þriðja hring, sem gerði mönnum erfitt fyrir en völlurinn var fullkominn. „Röffið“ var flott og flatirnar frábærar.“ Axel og ungstirnið Gísli Sveinbergsson gerðu sér lítið fyrir og unnu alla fimm leiki sína á Leirunni. „Það er mjög sterkt að vera ósigraður í sveitakeppninni,“ sagði Axel glaður í bragði, en hann hefur mjög gaman af sveitakeppninni. „Það er mikil alvara í þessu, en samt svo ógeðslega gaman. Þarna ertu að spila allt öðru vísi golf og það með klúbbfélögum þínum. Þetta er ekki algengt held ég og ég er ánægður að þetta er á Íslandi,“ sagði Axel Bóasson.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira