Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 14. ágúst 2014 07:00 Um næstu mánaðamót fer vetrardagskrá Ríkisútvarpsins í loftið. Bænastundir kvölds og morgna falla þá niður en þeirra í stað kemur nýr þáttur á sunnudagskvöldum. Fréttablaðið/GVA Ríkisútvarpið hefur ákveðið að hætta að útvarpa morgunbæn, morgunandakt og Orði kvöldsins á Rás 1 frá og með 28. ágúst næstkomandi líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Mér líst afar illa á þetta. Ég efast ekki um að fólk á eftir að sakna þessara dagkrárliða,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. Hann segir ekkert koma í staðinn fyrir bænahald. Fólki á öllum aldri hafi þótt gott að byrja daginn á að hlusta á morgunbæn og sömuleiðis að ljúka deginum með því að hlusta á Orð kvöldsins. Hjálmar segist líta svo á að bænirnar séu ákveðin þjónusta við fólkið í landinu.Þröstur HelgasonJóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að eldra fólk sé dyggustu hlustendur Rásar eitt. „Það er ósvinna að taka bænirnar af dagskránni. Fólk hlustar á Rás eitt, þar á meðal bænirnar,“ segir Jóna Valgerður. „Ég vona að biskupinn og prestar landsins mótmæli þessari ákvörðun og það verði hætt við hana,“ segir Jóna Valgerður. Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar eitt, segir að um næstu mánaðamót fari vetrardagskrá RÚV í loftið og þá verði nokkrar breytingar.Jóna Valgerður Kristjánsdóttir„Hluti breytinganna snýr að því að skerpa á dagskrárframsetningu og fækka stuttum uppbrotum á dagskránni,“ segir hann. Á meðal dagskrárliða sem falli út séu áðurnefndir bænaþættir en í staðinn verði efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fjallað verður um trú, menningu og samfélag. „Um er að ræða pistlaröð þar sem prestar, guðfræðingar og annað fólk innan þjóðkirkjunnar hafa orðið ásamt fleirum sem hugleitt hafa samspil trúar, menningar og samfélags fyrr og nú,“ segir Þröstur. Hann segir að með þessu sé stefnt að því að umrætt efni nái eyrum fleiri landsmanna en þeir dagskrárliðir sem falla burt. Hlustun á þá hafi verið afar lítil. Þröstur segir að samhliða breytingunum verði bænaefni gert aðgengilegt á nýjum vef sem fari í loftið í haust og þannig verði fjöldi bæna gerður aðgengilegur fyrir almenning. Tengdar fréttir Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur ákveðið að hætta að útvarpa morgunbæn, morgunandakt og Orði kvöldsins á Rás 1 frá og með 28. ágúst næstkomandi líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Mér líst afar illa á þetta. Ég efast ekki um að fólk á eftir að sakna þessara dagkrárliða,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. Hann segir ekkert koma í staðinn fyrir bænahald. Fólki á öllum aldri hafi þótt gott að byrja daginn á að hlusta á morgunbæn og sömuleiðis að ljúka deginum með því að hlusta á Orð kvöldsins. Hjálmar segist líta svo á að bænirnar séu ákveðin þjónusta við fólkið í landinu.Þröstur HelgasonJóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að eldra fólk sé dyggustu hlustendur Rásar eitt. „Það er ósvinna að taka bænirnar af dagskránni. Fólk hlustar á Rás eitt, þar á meðal bænirnar,“ segir Jóna Valgerður. „Ég vona að biskupinn og prestar landsins mótmæli þessari ákvörðun og það verði hætt við hana,“ segir Jóna Valgerður. Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar eitt, segir að um næstu mánaðamót fari vetrardagskrá RÚV í loftið og þá verði nokkrar breytingar.Jóna Valgerður Kristjánsdóttir„Hluti breytinganna snýr að því að skerpa á dagskrárframsetningu og fækka stuttum uppbrotum á dagskránni,“ segir hann. Á meðal dagskrárliða sem falli út séu áðurnefndir bænaþættir en í staðinn verði efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fjallað verður um trú, menningu og samfélag. „Um er að ræða pistlaröð þar sem prestar, guðfræðingar og annað fólk innan þjóðkirkjunnar hafa orðið ásamt fleirum sem hugleitt hafa samspil trúar, menningar og samfélags fyrr og nú,“ segir Þröstur. Hann segir að með þessu sé stefnt að því að umrætt efni nái eyrum fleiri landsmanna en þeir dagskrárliðir sem falla burt. Hlustun á þá hafi verið afar lítil. Þröstur segir að samhliða breytingunum verði bænaefni gert aðgengilegt á nýjum vef sem fari í loftið í haust og þannig verði fjöldi bæna gerður aðgengilegur fyrir almenning.
Tengdar fréttir Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30