Aldrei fleiri búið á landsbyggðunum Sveinn Arnarsson skrifar 15. ágúst 2014 10:00 Tveir af hverjum þremur íbúum landsins búa í námunda við Austurvöll Fréttablaðið/Stefán Aldrei í sögunni hafa jafn margir Íslendingar búið utan höfuðborgarsvæðisins. Ríflega eitt hundrað þúsund íbúar búa á landsbyggðunum og hefur mannfjölgunin þar verið hæg en stöðug alla síðustu öldina. Að sama skapi er oft talað um fólksflótta af landsbyggðinni og fólksfækkun vítt og breitt um landið annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Raunin er önnur þó sum svæði landsbyggðanna standi illa.Fjöldi íbúa eftir svæðumHeimild/HagstofanFækkar fólki „úti á landi“? Á línuritinu sést að landsmönnum hefur fjölgað jafnt og þétt frá því í byrjun 20. aldar. Fjölgun Íslendinga skýrist að miklu leyti af mikilli fjölgun á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er ekki hægt að sjá í þessum gögnum að einhver fækkun eigi sér stað utan höfuðborgarsvæðisins, síður en svo. Fjölgunin á landsbyggðunum er jöfn og stöðug. Þannig er hægt að segja að aldrei hafa fleiri búið „úti á landi“ en nú, frá því land byggðist.92% landsmanna á vaxtarsvæðum Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, hefur stundað rannsóknir á byggðaþróun Íslands. „Um 92 prósent þjóðarinnar búa á þremur vaxtarsvæðum landsins á Suðvesturlandi, Mið-Norðurlandi og Mið-Austurlandi. Fjölbreytt borgarsamfélög í Reykjavík og á Akureyri styðja við byggðir í allt að klukkustundar fjarlægð og á Austurlandi mynda Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð tiltölulega fjölbreytt atvinnu- og þjónustusvæði. Á þessum svæðum þar sem um 95 prósent íslensku þjóðarinnar búa er atvinnulíf blómlegt, þjónusta fjölbreytt og fólksfjölgun hefur verið stöðug síðustu árin. Tryggja þarf áframhaldandi vöxt þessara svæða en að þeim steðjar ekki brýnn vandi.“ Þóroddur segir að einstakar landsbyggðir standi ekki eins vel og horfa verður á þær sérstaklega. „Verulegur samdráttur og fólksfækkun eru að mestu bundin við svæði þar sem um 5 prósent þjóðarinnar eru búsett. Tækniframfarir, sérhæfing og samþjöppun hafa víða leitt til fækkunar starfa í sjávarútvegi, landbúnaði og matvælaframleiðslu. Fólki hefur fækkað umtalsvert í sveitum og byggðakjörnum sem byggja einkum á sjávarútvegi eða þjónustu við landbúnað. Verulegur byggðavandi steðjar þannig að litlum hluta þjóðarinnar og því ætti að vera tiltölulega auðvelt að bregðast við honum með markvissum hætti.“Varnarsvæðin eru eyjar Samkvæmt skýrslu byggðastofnunar um þróun byggðarlaga með langvarandi fólksfækkun, sem kom út í maí 2012 má sjá greinilegt mynstur. Vestfirðir, svæðið á norðaustanverðu horni landsins, og svæðið frá Höfn til Víkur í Mýrdal eru í mikilli vörn. Það sem einkennir þessi svæði eru litlir búsetukjarnar, langt frá hver öðrum, þar sem einnig eru tiltölulega miklar fjarlægðir til næsta stóra þjónustukjarna. Einnig byggja þessi svæði að miklu leyti á frumvinnslugreinum. „Alvarlegur byggðavandi á Íslandi nær til lítils hluta þjóðarinnar. Því er tiltölulega auðvelt að bregðast við honum með markvissum hætti ef vilji er fyri hendi en fyrir því þyrfti að nást breið sátt meðal þjóðarinnar,“ segir ÞóroddurStöðvarfjörður Íbúar Reykjavíkur voru árið 1801 jafn margir og búa nú á Stöðvarfirði. Markviss byggðastefna og flutningur stofnana til Reykjavíkur bar árangur. Fréttablaðið/ValliFyrsta byggðaaðgerðin að búa til borg Árið 1801 voru íbúar Reykjavíkur aðeins um 200 eða álíka margir og búa núna á Stöðvarfirði. Upphaf 19. aldar markar ákveðin þáttaskil í sögu landsins. Árið 1801 voru íbúar Reykjavíkur aðeins um 200 eða álíka margir og búa núna á Stöðvarfirði. Upphaf 19. aldar markar ákveðin þáttaskil í sögu landsins. Menn fóru að huga að sjálfstæði eyjunnar og talið var æskilegt að á landinu byggðist upp kjarni sem gæti verið mótvægi við Kaupmannahöfn, höfuðborg landsins. Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar og prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, hefur farið yfir þessi umskipti bæði í ræðu og riti. "Reykjavík jók íbúafjölda sinn sautjánfalt á hundrað ára tímabili, frá 1801-1901. Á þessari öld voru allar helstu opinberu stofnanir landsins fluttar til Reykjavíkur. Á 20. öldinni hélt þróunin áfram. Íbúafjöldinn jókst jafnt og þétt í Reykjavík og var í lok aldarinnar aftur sautján sinnum meiri en í byrjun aldar." Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Aldrei í sögunni hafa jafn margir Íslendingar búið utan höfuðborgarsvæðisins. Ríflega eitt hundrað þúsund íbúar búa á landsbyggðunum og hefur mannfjölgunin þar verið hæg en stöðug alla síðustu öldina. Að sama skapi er oft talað um fólksflótta af landsbyggðinni og fólksfækkun vítt og breitt um landið annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Raunin er önnur þó sum svæði landsbyggðanna standi illa.Fjöldi íbúa eftir svæðumHeimild/HagstofanFækkar fólki „úti á landi“? Á línuritinu sést að landsmönnum hefur fjölgað jafnt og þétt frá því í byrjun 20. aldar. Fjölgun Íslendinga skýrist að miklu leyti af mikilli fjölgun á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er ekki hægt að sjá í þessum gögnum að einhver fækkun eigi sér stað utan höfuðborgarsvæðisins, síður en svo. Fjölgunin á landsbyggðunum er jöfn og stöðug. Þannig er hægt að segja að aldrei hafa fleiri búið „úti á landi“ en nú, frá því land byggðist.92% landsmanna á vaxtarsvæðum Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, hefur stundað rannsóknir á byggðaþróun Íslands. „Um 92 prósent þjóðarinnar búa á þremur vaxtarsvæðum landsins á Suðvesturlandi, Mið-Norðurlandi og Mið-Austurlandi. Fjölbreytt borgarsamfélög í Reykjavík og á Akureyri styðja við byggðir í allt að klukkustundar fjarlægð og á Austurlandi mynda Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð tiltölulega fjölbreytt atvinnu- og þjónustusvæði. Á þessum svæðum þar sem um 95 prósent íslensku þjóðarinnar búa er atvinnulíf blómlegt, þjónusta fjölbreytt og fólksfjölgun hefur verið stöðug síðustu árin. Tryggja þarf áframhaldandi vöxt þessara svæða en að þeim steðjar ekki brýnn vandi.“ Þóroddur segir að einstakar landsbyggðir standi ekki eins vel og horfa verður á þær sérstaklega. „Verulegur samdráttur og fólksfækkun eru að mestu bundin við svæði þar sem um 5 prósent þjóðarinnar eru búsett. Tækniframfarir, sérhæfing og samþjöppun hafa víða leitt til fækkunar starfa í sjávarútvegi, landbúnaði og matvælaframleiðslu. Fólki hefur fækkað umtalsvert í sveitum og byggðakjörnum sem byggja einkum á sjávarútvegi eða þjónustu við landbúnað. Verulegur byggðavandi steðjar þannig að litlum hluta þjóðarinnar og því ætti að vera tiltölulega auðvelt að bregðast við honum með markvissum hætti.“Varnarsvæðin eru eyjar Samkvæmt skýrslu byggðastofnunar um þróun byggðarlaga með langvarandi fólksfækkun, sem kom út í maí 2012 má sjá greinilegt mynstur. Vestfirðir, svæðið á norðaustanverðu horni landsins, og svæðið frá Höfn til Víkur í Mýrdal eru í mikilli vörn. Það sem einkennir þessi svæði eru litlir búsetukjarnar, langt frá hver öðrum, þar sem einnig eru tiltölulega miklar fjarlægðir til næsta stóra þjónustukjarna. Einnig byggja þessi svæði að miklu leyti á frumvinnslugreinum. „Alvarlegur byggðavandi á Íslandi nær til lítils hluta þjóðarinnar. Því er tiltölulega auðvelt að bregðast við honum með markvissum hætti ef vilji er fyri hendi en fyrir því þyrfti að nást breið sátt meðal þjóðarinnar,“ segir ÞóroddurStöðvarfjörður Íbúar Reykjavíkur voru árið 1801 jafn margir og búa nú á Stöðvarfirði. Markviss byggðastefna og flutningur stofnana til Reykjavíkur bar árangur. Fréttablaðið/ValliFyrsta byggðaaðgerðin að búa til borg Árið 1801 voru íbúar Reykjavíkur aðeins um 200 eða álíka margir og búa núna á Stöðvarfirði. Upphaf 19. aldar markar ákveðin þáttaskil í sögu landsins. Árið 1801 voru íbúar Reykjavíkur aðeins um 200 eða álíka margir og búa núna á Stöðvarfirði. Upphaf 19. aldar markar ákveðin þáttaskil í sögu landsins. Menn fóru að huga að sjálfstæði eyjunnar og talið var æskilegt að á landinu byggðist upp kjarni sem gæti verið mótvægi við Kaupmannahöfn, höfuðborg landsins. Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar og prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, hefur farið yfir þessi umskipti bæði í ræðu og riti. "Reykjavík jók íbúafjölda sinn sautjánfalt á hundrað ára tímabili, frá 1801-1901. Á þessari öld voru allar helstu opinberu stofnanir landsins fluttar til Reykjavíkur. Á 20. öldinni hélt þróunin áfram. Íbúafjöldinn jókst jafnt og þétt í Reykjavík og var í lok aldarinnar aftur sautján sinnum meiri en í byrjun aldar."
Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira