Hefur unga fólkið ógeð á pólitík? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. ágúst 2014 07:00 Reykjavíkurborg birti í vikunni afar athyglisverða úttekt á kosningaþátttöku í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þar er kjörsóknin skoðuð eftir aldri og kyni, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem teknar eru saman áreiðanlegar tölur um kjörsókn eftir aldri á Íslandi. Niðurstöðurnar eru sláandi. Kjörsókn var víðast hvar óvenjulítil í síðustu sveitarstjórnarkosningum og borgarstjórnarkosningarnar voru þar ekki undantekning. Kjörsóknin var sú minnsta frá árinu 1928, aðeins tæp 63 prósent. Það sem vekur þó enn meiri athygli er lítil kjörsókn ungs fólks. Innan við helmingur fólks á aldrinum 18-29 ára nýtti kosningarétt sinn. Upp undir 80 prósent í aldurshópnum 60-79 ára mættu hins vegar á kjörstað. Vegna þess að haldgóðan samanburð vantar er út af fyrir sig ekki hægt að fullyrða að dræm kjörsókn ungs fólks sé stærsta skýringin á afleitri kosningaþátttöku. En það er líklegt og svo mikið er víst að þessar tölur eru mikið áhyggjuefni út frá þróun lýðræðis í landinu. Nú er vitað að eldra fólk mætir alla jafna betur á kjörstað en þeir yngri, en þessi munur er svo mikill að hann hlýtur að kveikja vangaveltur um hvort hér hafi nú vaxið úr grasi kynslóðir sem að stórum hluta sjái ekki tilganginn í því að nýta rétt sinn til að kjósa sér fulltrúa í lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Og þá hljótum við að spyrja um ástæðuna. Um hana er erfitt að fullyrða. Hugsanlega er kynslóðin, sem var að mótast í hruninu, einfaldlega fráhverf pólitík. Stjórnmálastéttin fékk stóran skell í hruninu og kannanir hafa síðan sýnt að traust fólks til stofnana samfélagsins hefur ekki jafnað sig. Stjórnmálamennirnir hafa líka að mörgu leyti ekki staðið við þau fyrirheit sem voru gefin eftir hrun að bæta stjórnmálin. Vinnubrögð og umræðuhættir í pólitík virðast ekkert hafa breytzt. Kannski er eitthvað til í því að ungt fólk sé ekki áhugalaust um pólitík sem slíka; það hafi áhuga á mikilvægu málefnum, en hafi ógeð á vinnubrögðum og ásýnd hins pólitíska kerfis. Svo mikið er víst að í borgarstjórnarkosningunum voru ýmis mál sem snertu hagsmuni og áhugamál ungs fólks til umræðu. Húsnæðismálin voru mjög í deiglunni, sömuleiðis dagvistar- og skólamál, sem varða að minnsta kosti eldri hluta kjósendahópsins undir þrítugu miklu. En stjórnmálaflokkarnir hafa hugsanlega ekki náð tökum á þeim nýju aðferðum sem þarf að beita til að ná til yngstu kjósendanna, sem hrærast í meiri mæli í stafrænum heimi en þeir eldri. Ný framboð sem hafa komið fram eftir hrun, sum hver í beinni andstöðu við hefðbundna pólitík, til dæmis Bezti flokkurinn og Píratar, virðast þrátt fyrir það ekki hafa megnað að draga meirihluta yngstu kjósendanna á kjörstað. Þessi staða hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir starfandi stjórnmálaflokka og þeir verða að leggjast rækilega yfir það hvernig þeir ná til yngra fólks. En hún gæti líka verið stórkostlegt tækifæri fyrir ný stjórnmálaöfl sem kunna að hlusta á og tala við ungt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg birti í vikunni afar athyglisverða úttekt á kosningaþátttöku í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þar er kjörsóknin skoðuð eftir aldri og kyni, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem teknar eru saman áreiðanlegar tölur um kjörsókn eftir aldri á Íslandi. Niðurstöðurnar eru sláandi. Kjörsókn var víðast hvar óvenjulítil í síðustu sveitarstjórnarkosningum og borgarstjórnarkosningarnar voru þar ekki undantekning. Kjörsóknin var sú minnsta frá árinu 1928, aðeins tæp 63 prósent. Það sem vekur þó enn meiri athygli er lítil kjörsókn ungs fólks. Innan við helmingur fólks á aldrinum 18-29 ára nýtti kosningarétt sinn. Upp undir 80 prósent í aldurshópnum 60-79 ára mættu hins vegar á kjörstað. Vegna þess að haldgóðan samanburð vantar er út af fyrir sig ekki hægt að fullyrða að dræm kjörsókn ungs fólks sé stærsta skýringin á afleitri kosningaþátttöku. En það er líklegt og svo mikið er víst að þessar tölur eru mikið áhyggjuefni út frá þróun lýðræðis í landinu. Nú er vitað að eldra fólk mætir alla jafna betur á kjörstað en þeir yngri, en þessi munur er svo mikill að hann hlýtur að kveikja vangaveltur um hvort hér hafi nú vaxið úr grasi kynslóðir sem að stórum hluta sjái ekki tilganginn í því að nýta rétt sinn til að kjósa sér fulltrúa í lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Og þá hljótum við að spyrja um ástæðuna. Um hana er erfitt að fullyrða. Hugsanlega er kynslóðin, sem var að mótast í hruninu, einfaldlega fráhverf pólitík. Stjórnmálastéttin fékk stóran skell í hruninu og kannanir hafa síðan sýnt að traust fólks til stofnana samfélagsins hefur ekki jafnað sig. Stjórnmálamennirnir hafa líka að mörgu leyti ekki staðið við þau fyrirheit sem voru gefin eftir hrun að bæta stjórnmálin. Vinnubrögð og umræðuhættir í pólitík virðast ekkert hafa breytzt. Kannski er eitthvað til í því að ungt fólk sé ekki áhugalaust um pólitík sem slíka; það hafi áhuga á mikilvægu málefnum, en hafi ógeð á vinnubrögðum og ásýnd hins pólitíska kerfis. Svo mikið er víst að í borgarstjórnarkosningunum voru ýmis mál sem snertu hagsmuni og áhugamál ungs fólks til umræðu. Húsnæðismálin voru mjög í deiglunni, sömuleiðis dagvistar- og skólamál, sem varða að minnsta kosti eldri hluta kjósendahópsins undir þrítugu miklu. En stjórnmálaflokkarnir hafa hugsanlega ekki náð tökum á þeim nýju aðferðum sem þarf að beita til að ná til yngstu kjósendanna, sem hrærast í meiri mæli í stafrænum heimi en þeir eldri. Ný framboð sem hafa komið fram eftir hrun, sum hver í beinni andstöðu við hefðbundna pólitík, til dæmis Bezti flokkurinn og Píratar, virðast þrátt fyrir það ekki hafa megnað að draga meirihluta yngstu kjósendanna á kjörstað. Þessi staða hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir starfandi stjórnmálaflokka og þeir verða að leggjast rækilega yfir það hvernig þeir ná til yngra fólks. En hún gæti líka verið stórkostlegt tækifæri fyrir ný stjórnmálaöfl sem kunna að hlusta á og tala við ungt fólk.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun