Pottþéttur Vesalingur í Bandaríkjunum Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. ágúst 2014 09:00 Jóhann Schram Reed er að hefja mastersnám við Jacobs School of Music í Indiana-háskóla. mynd/einkasafn „Yfir heildina litið er þetta eitt af mínum uppáhaldsverkefnum hingað til. Þeir sem þekkja til sýningarinnar vita hvað hún er stór og að hún krefst ekki einungis pottþéttra söngvara í aðalhlutverkunum, heldur er hún stútfull af smærri, þó mikilvægum hlutverkum ásamt að sjálfsögðu stórum kór,“ segir Jóhann Schram Reed sem hefur vakið mikla lukku í hlutverki lögregluforingjans Javerts í söngleiknum Les Misérables, eða Vesalingunum, sem settur var upp í Bandaríkjunum í sumar. Sýningin var hluti af Bay View Music Festival, tónlistarhátíð sem haldin er hvert sumar í Bay View í Michigan og voru söngvarar og leikarar ráðnir frá öllum kimum landsins. „Þannig var að ég þekkti leikstjórann frá eldri sýningum sem við höfðum unnið að saman. Einn daginn fékk ég símtal frá honum þar sem hann tjáði mér að hann hefði misst einn af leikurunum sínum á síðustu stundu og spurði hvort ég hefði áhuga á að taka við hlutverki Javerts. Það tók ekki langan tíma fyrir mig að grípa það tækifæri. Við bjuggum svo öll saman í Bay View meðan á æfingum og sýningum stóð. Sýningin var sett upp í leikhúsi í Bay View, um 1.700 manna húsi, sem við vorum svo lánsöm að geta fyllt hvert einasta kvöld,“ útskýrir Jóhann. Hann fékk mikið lof í fjölmiðlum vestanhafs fyrir leik sinn og söng.Jóhann Schram Reed í hlutverki í Javerts.Jóhann er af músíkölskum ættum og var á kafi í tónlist á Íslandi áður en hann fór til Bandaríkjanna. „Eftir að hafa sungið og leikið tónlist í nokkur ár á Íslandi flutti ég til Kaliforníu haustið 2010 og hóf B.M. (Bachelor of Music) nám þar. Það nám kláraði ég síðastliðið vor og hef mastersnám í sömu grein eftir rúma viku. Síðan ég flutti hef ég notið þess heiðurs að fá að spreyta mig á ýmsum óperusviðum hér í Kaliforníu og víðar,“ segir Jóhann. Hann er þessa dagana að flytja hálfa leið yfir Bandaríkin, frá Kaliforníu til Bloomington í Indiana-fylki, þar sem hann er að hefja mastersnám við Jacobs School of Music, innan Indiana University. „Ég sé fram á tveggja til þriggja ára nám þar í einu stærsta og mest spennandi óperuprógrammi í Bandaríkjunum og þó víðar væri leitað. Töluvert af íslenskum óperusöngvurum hefur farið í gegnum sama söngnám í Indiana, þar á meðal faðir minn, Keith Reed.“ Þess má til gamans geta að unnusta Jóhanns, Emily Dyer, sem er sópransöngkona, er á leið í sama nám í Indiana University. Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
„Yfir heildina litið er þetta eitt af mínum uppáhaldsverkefnum hingað til. Þeir sem þekkja til sýningarinnar vita hvað hún er stór og að hún krefst ekki einungis pottþéttra söngvara í aðalhlutverkunum, heldur er hún stútfull af smærri, þó mikilvægum hlutverkum ásamt að sjálfsögðu stórum kór,“ segir Jóhann Schram Reed sem hefur vakið mikla lukku í hlutverki lögregluforingjans Javerts í söngleiknum Les Misérables, eða Vesalingunum, sem settur var upp í Bandaríkjunum í sumar. Sýningin var hluti af Bay View Music Festival, tónlistarhátíð sem haldin er hvert sumar í Bay View í Michigan og voru söngvarar og leikarar ráðnir frá öllum kimum landsins. „Þannig var að ég þekkti leikstjórann frá eldri sýningum sem við höfðum unnið að saman. Einn daginn fékk ég símtal frá honum þar sem hann tjáði mér að hann hefði misst einn af leikurunum sínum á síðustu stundu og spurði hvort ég hefði áhuga á að taka við hlutverki Javerts. Það tók ekki langan tíma fyrir mig að grípa það tækifæri. Við bjuggum svo öll saman í Bay View meðan á æfingum og sýningum stóð. Sýningin var sett upp í leikhúsi í Bay View, um 1.700 manna húsi, sem við vorum svo lánsöm að geta fyllt hvert einasta kvöld,“ útskýrir Jóhann. Hann fékk mikið lof í fjölmiðlum vestanhafs fyrir leik sinn og söng.Jóhann Schram Reed í hlutverki í Javerts.Jóhann er af músíkölskum ættum og var á kafi í tónlist á Íslandi áður en hann fór til Bandaríkjanna. „Eftir að hafa sungið og leikið tónlist í nokkur ár á Íslandi flutti ég til Kaliforníu haustið 2010 og hóf B.M. (Bachelor of Music) nám þar. Það nám kláraði ég síðastliðið vor og hef mastersnám í sömu grein eftir rúma viku. Síðan ég flutti hef ég notið þess heiðurs að fá að spreyta mig á ýmsum óperusviðum hér í Kaliforníu og víðar,“ segir Jóhann. Hann er þessa dagana að flytja hálfa leið yfir Bandaríkin, frá Kaliforníu til Bloomington í Indiana-fylki, þar sem hann er að hefja mastersnám við Jacobs School of Music, innan Indiana University. „Ég sé fram á tveggja til þriggja ára nám þar í einu stærsta og mest spennandi óperuprógrammi í Bandaríkjunum og þó víðar væri leitað. Töluvert af íslenskum óperusöngvurum hefur farið í gegnum sama söngnám í Indiana, þar á meðal faðir minn, Keith Reed.“ Þess má til gamans geta að unnusta Jóhanns, Emily Dyer, sem er sópransöngkona, er á leið í sama nám í Indiana University.
Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“