Innlent

Lekamálið: Ánægðir með skýringar Hönnu Birnu

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Guðlaugur þór þórðarson
Guðlaugur þór þórðarson Vísir/Vilhelm
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra gerði grein fyrir sinni hlið á „lekamálinu“ svo kallaða á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í gær. Að sögn voru þingmenn flokksins ánægðir með skýringar ráðherrans.

„Það var fullur stuðningur við Hönnu Birnu í þingflokknum. Menn ræddu þetta og voru sammála um að lýsa stuðningi við ráðherrann og þá ákvörðun hans að láta af embætti dómsmálaráðherra,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður þingflokksins.

Guðlaugur Þór segir að ekki hafi verið til umræðu hver yrði næsti dómsmálaráðherra, eða hvort yrði stokkað upp í ríkisstjórninni.

Sigrún Magnúsdóttir
Hann segir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi farið yfir drög að fjárlagafrumvarpinu og ráðherrar flokksins hafi farið yfir hvaða mál þeir hyggist leggja fram á þingi í vetur. Áfram verður fundað í dag og ætlar Bjarni þá að gera grein fyrir því hvernig afnámi hafta verði háttað.

Þingflokkur framsóknarmanna hittist á Selfossi. Að sögn Sigrúnar Magnúsdóttir þingflokksformanns voru þingmenn og ráðherrar að fara yfir mál vetrarins. „Það eru mörg stór mál sem bíða,“ segir Sigrún. Hún segir að lekamálið og málefni Hönnu Birnu hafi ekki verið fyrirferðarmikil á fundinum.

„Málefni Hönnu Birnu eru ekki meginmál íslenskra stjórnmála,“ segir Sigrún.

Hún segir jafnframt að það hafi ekki verið til umræðu á fundinum hver tæki við dómsmálum af Hönnu Birnu.


Tengdar fréttir

Ráðherra biðst undan dómsmálum

Innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leystur undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála meðan ákæra gegn Gísla Frey Valdórssyni er til meðferðar hjá dómstólum.

„Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál"

„Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni.

Ráðherra getur verið sóttur til saka

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ætlar að segja sig frá málefnum sem hafa með ákæruvald og dómstóla að gera, meðan dómsmál stendur yfir gegn aðstoðarmanni hennar, Gísla Frey Valdórssyni.

„Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“

„Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×