Jökulsárgljúfur rýmt á innan við sex tímum ef gos hæfist Sveinn Arnarsson skrifar 20. ágúst 2014 09:45 Gönguleiðum í grennd við Dettifoss hefur verið lokað Áætlun er til um að rýma Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur ef til eldgoss kæmi í Bárðarbungu. Þetta segir Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður. „Viðbragðsáætlunin hefur verið yfirfarin og hefur verið í mótun hjá okkur, Almannavörnum og lögreglunni allt frá því óvissustigi var lýst yfir. Viðbragðsáætlunin tekur til svæðis á milli Dettifoss í suðri og að Ásbyrgi í norðri. Þetta svæði munum við rýma eins fljótt og auðið er. Svæðið er ekkert stórt í sjálfu sér en það eru margar gönguleiðir vestan árinnar sem þyrfti að fara um,“ segir Hjörleifur. Hann telur að það muni taka starfsmenn og björgunarsveitir um sex tíma að rýma allt svæðið og að gengið yrði í það verk um leið og fregnir bærust um að eldgos væri hafið. Staðarhaldarar í Ásbyrgi vænta þess af gestum svæðisins að þeir sæki sér upplýsingar á innan við sex klukkustunda fresti til þess að vera vel upplýstir um stöðu mála. „Við höfum lokað einni gönguleið þar sem við vitum að er ekki símasamband. Þetta gerum við til að tryggja það að hægt sé að ná til fólks ef það er á svæðinu. Þar er um að ræða gönguleiðir í Hafragilsundirlendi, rétt neðan við Dettifoss.“ Hjörleifur telur það afar raunhæft að rýma svæðið á innan við sex tímum. „Við höfum á að skipa bæði fjórhjólum og vélhjólum, sem og gangandi mönnum einnig. Við leggjum áherslu á svæðið vestan Jökulsár þar sem gönguleiðirnar eru en björgunarsveitirnar munu síðan rýma svæðið austan ár. Við teljum þetta raunhæft og munum því rýma svæðið bæði til norðurs og suðurs,“ segir Hjörleifur. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Áætlun er til um að rýma Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur ef til eldgoss kæmi í Bárðarbungu. Þetta segir Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður. „Viðbragðsáætlunin hefur verið yfirfarin og hefur verið í mótun hjá okkur, Almannavörnum og lögreglunni allt frá því óvissustigi var lýst yfir. Viðbragðsáætlunin tekur til svæðis á milli Dettifoss í suðri og að Ásbyrgi í norðri. Þetta svæði munum við rýma eins fljótt og auðið er. Svæðið er ekkert stórt í sjálfu sér en það eru margar gönguleiðir vestan árinnar sem þyrfti að fara um,“ segir Hjörleifur. Hann telur að það muni taka starfsmenn og björgunarsveitir um sex tíma að rýma allt svæðið og að gengið yrði í það verk um leið og fregnir bærust um að eldgos væri hafið. Staðarhaldarar í Ásbyrgi vænta þess af gestum svæðisins að þeir sæki sér upplýsingar á innan við sex klukkustunda fresti til þess að vera vel upplýstir um stöðu mála. „Við höfum lokað einni gönguleið þar sem við vitum að er ekki símasamband. Þetta gerum við til að tryggja það að hægt sé að ná til fólks ef það er á svæðinu. Þar er um að ræða gönguleiðir í Hafragilsundirlendi, rétt neðan við Dettifoss.“ Hjörleifur telur það afar raunhæft að rýma svæðið á innan við sex tímum. „Við höfum á að skipa bæði fjórhjólum og vélhjólum, sem og gangandi mönnum einnig. Við leggjum áherslu á svæðið vestan Jökulsár þar sem gönguleiðirnar eru en björgunarsveitirnar munu síðan rýma svæðið austan ár. Við teljum þetta raunhæft og munum því rýma svæðið bæði til norðurs og suðurs,“ segir Hjörleifur.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira