Viðskipti innlent

Afköst verksmiðju Carbon Recycling þrefaldast fyrir lok árs

Haraldur Guðmundsson skrifar
Verksmiðja Carbon Recycling var opnuð árið 2011.
Verksmiðja Carbon Recycling var opnuð árið 2011.
„Við vinnum nú að stækkun verksmiðjunnar sem mun þrefalda framleiðsluna og gerum ráð fyrir að klára það verkefni á síðasta ársfjórðungi þessa árs,“ segir Ólafur E. Jóhannsson, forstöðumaður samskipta- og sölusviðs Carbon Recycling International (CRI).

Verksmiðja fyrirtækisins í Svartsengi við Grindavík, þar sem metanól er framleitt með endurvinnslu á koltvísýringsútblæstri og raforku, mun eftir breytingar CRI geta framleitt um fimm milljónir lítra af eldsneytinu á ári.

„Við erum að bæta við tækjabúnaði til að fullnýta framleiðslugetu verksmiðjunnar. Hún er hönnuð og uppsett fyrir fimm milljónir lítra og nú erum við að bæta við rafgreinum sem eru notaðir við framleiðsluna en þeir koma frá Kína.“

Heildarkostnaður verkefnisins hleypur að sögn Ólafs á hundruðum milljóna króna.

„Helstu viðskiptavinir okkar hér á landi eru framleiðendur á bíódísil og við erum einnig að selja til fyrirtækis í Svíþjóð sem framleiðir hágæða bíódísil með mjög lágu sótspori. Svo erum við jafnframt að skoða markaðsmöguleika í öðrum löndum Evrópu og í viðræðum við olíufélögin hér heima vegna nýrra laga um íblöndun endurnýjanlegs eldsneytis í jarðefnaeldsneyti,“ segir Einar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×