Rojo getur orðið vinsæll á Old Trafford Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. ágúst 2014 06:30 Marcos Rojo er að mæta til að styrkja varnarleikinn. vísir/Getty Manchester United gekk í gær frá kaupum á argentínska varnarmanninum Marcos Rojo frá Sporting Lissabon eftir mikið japl, jaml og fuður. Rojo hefur látið öllum illum látum hjá félaginu og heimtað sölu, en ekkert fengið í staðinn nema skömm í hattinn. Sporting tókst að koma verðinu á þessum frekar lítt þekkta varnarmanni upp í 16 milljónir punda og fær auk þess vængmanninn Nani aftur heim til Sporting að láni. Eins og síðasta sumar hefur Manchester United ekkert gengið á leikmannamarkaðnum. Um leið og félagaskiptaglugginn opnaðist var gengið frá kaupum á Luke Shaw og Ander Herrera sem lá fyrir, en Van Gaal sjálfur hefur í raun ekkert keypt þótt hann gæfi grænt ljós á kaupin á Shaw og Herrera. En hver er þessi Marcos Rojo og mun hann leysa varnarvandræði United? Norski knattspyrnusérfræðingurinn Tor-Kristian Karlsen, sem fylgist grannt með suður-ameríska boltanum, telur Rojo geta staðið sig á Old Trafford. Hann hefur fylgst með Argentínumanninum síðan hann spilaði með Estudiantes árið 2010. „Þetta er ekki leikmaður sem stærstu félög heims slást um, en það má ekki gleyma því að United er ekki í Meistaradeildinni og gengur því illa að fá til sín bestu leikmennina,“ segir Karlsen í viðtali við norska miðla. „Hann er líkamlega sterkur, fljótur og fimur varnarmaður sem hentar mjög vel í þriggja miðvarða kerfi. Sem bakvörður í fjögurra manna er hann ekki jafn góður.“ Norski sparksérfræðingurinn segir Rojo vera mjög góðan í að verjast á stóru svæði eins og oft vill verða í 3-4-1-2-kerfi Van Gaals og hann skili miklu fram á við. „Ég held að United hafi vitað hvað vantaði í vörnina og Rojo passaði svona nokkurn veginn við lýsinguna. En ég hef haft rangt fyrir mér áður. Ég held, að með sínum opna og skemmtilega leikstíl geti Marcos Rojo orðið uppáhald manna á Old Trafford,“ segir Tor-Kristian Karlsen. Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Manchester United gekk í gær frá kaupum á argentínska varnarmanninum Marcos Rojo frá Sporting Lissabon eftir mikið japl, jaml og fuður. Rojo hefur látið öllum illum látum hjá félaginu og heimtað sölu, en ekkert fengið í staðinn nema skömm í hattinn. Sporting tókst að koma verðinu á þessum frekar lítt þekkta varnarmanni upp í 16 milljónir punda og fær auk þess vængmanninn Nani aftur heim til Sporting að láni. Eins og síðasta sumar hefur Manchester United ekkert gengið á leikmannamarkaðnum. Um leið og félagaskiptaglugginn opnaðist var gengið frá kaupum á Luke Shaw og Ander Herrera sem lá fyrir, en Van Gaal sjálfur hefur í raun ekkert keypt þótt hann gæfi grænt ljós á kaupin á Shaw og Herrera. En hver er þessi Marcos Rojo og mun hann leysa varnarvandræði United? Norski knattspyrnusérfræðingurinn Tor-Kristian Karlsen, sem fylgist grannt með suður-ameríska boltanum, telur Rojo geta staðið sig á Old Trafford. Hann hefur fylgst með Argentínumanninum síðan hann spilaði með Estudiantes árið 2010. „Þetta er ekki leikmaður sem stærstu félög heims slást um, en það má ekki gleyma því að United er ekki í Meistaradeildinni og gengur því illa að fá til sín bestu leikmennina,“ segir Karlsen í viðtali við norska miðla. „Hann er líkamlega sterkur, fljótur og fimur varnarmaður sem hentar mjög vel í þriggja miðvarða kerfi. Sem bakvörður í fjögurra manna er hann ekki jafn góður.“ Norski sparksérfræðingurinn segir Rojo vera mjög góðan í að verjast á stóru svæði eins og oft vill verða í 3-4-1-2-kerfi Van Gaals og hann skili miklu fram á við. „Ég held að United hafi vitað hvað vantaði í vörnina og Rojo passaði svona nokkurn veginn við lýsinguna. En ég hef haft rangt fyrir mér áður. Ég held, að með sínum opna og skemmtilega leikstíl geti Marcos Rojo orðið uppáhald manna á Old Trafford,“ segir Tor-Kristian Karlsen.
Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira