Skrá ekki skipin á Íslandi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 21. ágúst 2014 13:00 Það væri ekki eftir reglubókinni að segja að Helgafellið væri hér á leið til heimahafnar því skipið er skráð í Þórshöfn. Nú er verið að reyna að lokka það, sem og önnur skip, til íslenskrar heimahafnar. Vísir/GVA Einungis tvö skip sem uppfylla kröfur um kaupskip eru á íslensku skipaskránni þrátt fyrir að árið 2007 hafi lögum verið breytt í því skyni að stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi. Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins kannar nú hvort útfæra megi lagaumhverfi í kringum skráningu kaupskipa á Íslandi með þeim hætti að Ísland verði samkeppnishæft á alþjóðavettvangi á sviði kaupskipaútgerðar. Hann tók til starfa í þessum mánuði og mun ljúka störfum í desember næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu skal starfshópurinn sérstaklega beina sjónum sínum að því hvernig umhverfi fyrir skráningu skipa hérlendis er fyrir skip sem koma að starfsemi vegna olíuleitar á landgrunni Íslands. Ekki fékkst svar við því hjá fjármálaráðuneytinu hversu miklar fjárhæðir fælust í þeim ávinningi fyrir ríkissjóð ef íslenski kaupskipaflotinn fengist á íslensku skipaskrána. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hugðist Fáfnir Offshore skrá skip sitt í Fjarðabyggð en síðar komist að því að slíkt gerði það að verkum að skipið yrði ekki samkeppnishæft við nágrannaþjóðir eins og Færeyinga. Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann fagnaði því að yfirvöld hefðu hafið þessa vinnu. Færeyingar eru einmitt að skjóta okkur ref fyrir rass í þessum efnum en þar í landi eru til dæmis Samskipafleyin Arnarfell og Helgafell skráð. „Almennt séð eru Samskip fylgjandi því að gera skráningar kaupskipa mögulegar á Íslandi,“ segir Anna Guðný Aradóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipafélags Íslands, hefur einnig lýst álíka viðhorfi í fjölmiðlum fyrir hönd Eimskips. Poseidon og Neptune, rannsóknarskip frá fyrirtækinu Neptune, eru hins vegar skráð hér á landi. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Einungis tvö skip sem uppfylla kröfur um kaupskip eru á íslensku skipaskránni þrátt fyrir að árið 2007 hafi lögum verið breytt í því skyni að stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi. Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins kannar nú hvort útfæra megi lagaumhverfi í kringum skráningu kaupskipa á Íslandi með þeim hætti að Ísland verði samkeppnishæft á alþjóðavettvangi á sviði kaupskipaútgerðar. Hann tók til starfa í þessum mánuði og mun ljúka störfum í desember næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu skal starfshópurinn sérstaklega beina sjónum sínum að því hvernig umhverfi fyrir skráningu skipa hérlendis er fyrir skip sem koma að starfsemi vegna olíuleitar á landgrunni Íslands. Ekki fékkst svar við því hjá fjármálaráðuneytinu hversu miklar fjárhæðir fælust í þeim ávinningi fyrir ríkissjóð ef íslenski kaupskipaflotinn fengist á íslensku skipaskrána. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hugðist Fáfnir Offshore skrá skip sitt í Fjarðabyggð en síðar komist að því að slíkt gerði það að verkum að skipið yrði ekki samkeppnishæft við nágrannaþjóðir eins og Færeyinga. Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann fagnaði því að yfirvöld hefðu hafið þessa vinnu. Færeyingar eru einmitt að skjóta okkur ref fyrir rass í þessum efnum en þar í landi eru til dæmis Samskipafleyin Arnarfell og Helgafell skráð. „Almennt séð eru Samskip fylgjandi því að gera skráningar kaupskipa mögulegar á Íslandi,“ segir Anna Guðný Aradóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipafélags Íslands, hefur einnig lýst álíka viðhorfi í fjölmiðlum fyrir hönd Eimskips. Poseidon og Neptune, rannsóknarskip frá fyrirtækinu Neptune, eru hins vegar skráð hér á landi.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira