Afnemum virðisaukaskatt af bókum Egill Örn Jóhansson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambands Íslands skrifar 23. ágúst 2014 07:00 Á tyllidögum fögnum við því að vera bókmenntaþjóð. Við státum af fornri tungu og menningu. Tungumálið og sögurnar skilgreina okkur sem Íslendinga. Svo rennur upp hversdagur og við glímum við slælegar niðurstöður grunnskólabarna í alþjóðlegum lestrarkönnunum, hratt dvínandi málkennd og þá staðreynd að þeim fækkar ört sem valda því að lesa sér til gagns.Hvítbókin Í sumarbyrjun sendi menntamálaráðuneytið frá sér svokallaða Hvítbók um umbætur í menntun á Íslandi sem er um margt metnaðarfullt plagg. Eitt af meginmarkmiðum í umræddri Hvítbók er að stækka til muna þann hóp sem nær lágmarksviðmiðum í lestri. Í þeim efnum þarf réttilega á verulegri viðspyrnu að halda. Ein einfaldasta og skilvirkasta leið sem hver þjóð getur farið í þeirri viðleitni að auka við læsi og lesskilning, er í gegnum skattkerfið. Þetta nýta velflestar þjóðir Evrópu sér. Þannig hafa þjóðir eins og Norðmenn, Færeyingar og Bretar afnumið virðisaukaskatt með öllu af bókum. Einungis tvær Evrópuþjóðir leggja virðisaukaskatt á bækur í efra þrepi og önnur þeirra, Búlgaría, mælist með mesta ólæsi í gervallri álfunni.Nú er tækifæri Nú þegar endurskoða skal virðisaukaskattskerfið er lag að fara að góðu fordæmi annarra Evrópuþjóða og afnema skattlagningu á bókaútgáfu hérlendis. Nú er tækifæri til að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem fremstar standa í stuðningi við bókaútgáfu – standa jafnfætis þjóðum sem vinna markvisst að bættu læsi og lesskilningi almennings. Bókmenntastefna í anda Hvítbókarinnar er aðkallandi – heildarstefna til framtíðar fyrir bókmenntirnar í landinu svo þær megi vaxa og dafna og skila sér áfram inn í mennta- og menningarlíf þjóðar. Í Hvítbókinni segir enda að lesskilningur sé forsenda þess að nemendur geti náð hæfni til að fóta sig í samfélaginu. Þar segir jafnframt að gæði menntunar varði okkur öll, hafi gildi fyrir samfélagið í heild og lýðræðislega og efnahagslega þróun. Blómleg bókaútgáfa er grundvallaratriði þegar kemur að verndun og þróun móðurmáls. Afnám virðisaukaskatts á bækur yrði til þess að skjóta styrkari stoðum undir greinina alla og ekki veitir af. Nær allar þjóðir líta á það sem nauðsynlegan stuðning við tungumál og menningu að stilla skattheimtu á bókaútgáfu mjög í hóf eða afnema hana alfarið. Það má ekki aðeins sjá um gjörvalla Evrópu heldur einnig í Asíu og Suður-Ameríku.Hömpum tungumálinu Eftir þúsund ára leiðangur um veraldarsöguna bendum við ekki á glæsihallir, kastalamúra og dómkirkjur hér á sögueyjunni. Við hömpum tungumáli og sögum. Við köstum á milli okkar tungumálinu eins og skessurnar með fjöreggið, en það er hættuspil og mál að finna fjöregginu örugga umgjörð. „Fyrst er að vilja, afgángurinn er tækni,“ segir Nóbelsskáldið í Kristnihaldi undir Jökli. Það má ljóst vera á Hvítbókinni að viljinn er fyrir hendi – vilji til að hlúa að tungumálinu og bókmenntunum. Afgangurinn er tækni og með því að afnema virðisaukaskatt af bókum er viljinn sýndur í verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Á tyllidögum fögnum við því að vera bókmenntaþjóð. Við státum af fornri tungu og menningu. Tungumálið og sögurnar skilgreina okkur sem Íslendinga. Svo rennur upp hversdagur og við glímum við slælegar niðurstöður grunnskólabarna í alþjóðlegum lestrarkönnunum, hratt dvínandi málkennd og þá staðreynd að þeim fækkar ört sem valda því að lesa sér til gagns.Hvítbókin Í sumarbyrjun sendi menntamálaráðuneytið frá sér svokallaða Hvítbók um umbætur í menntun á Íslandi sem er um margt metnaðarfullt plagg. Eitt af meginmarkmiðum í umræddri Hvítbók er að stækka til muna þann hóp sem nær lágmarksviðmiðum í lestri. Í þeim efnum þarf réttilega á verulegri viðspyrnu að halda. Ein einfaldasta og skilvirkasta leið sem hver þjóð getur farið í þeirri viðleitni að auka við læsi og lesskilning, er í gegnum skattkerfið. Þetta nýta velflestar þjóðir Evrópu sér. Þannig hafa þjóðir eins og Norðmenn, Færeyingar og Bretar afnumið virðisaukaskatt með öllu af bókum. Einungis tvær Evrópuþjóðir leggja virðisaukaskatt á bækur í efra þrepi og önnur þeirra, Búlgaría, mælist með mesta ólæsi í gervallri álfunni.Nú er tækifæri Nú þegar endurskoða skal virðisaukaskattskerfið er lag að fara að góðu fordæmi annarra Evrópuþjóða og afnema skattlagningu á bókaútgáfu hérlendis. Nú er tækifæri til að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem fremstar standa í stuðningi við bókaútgáfu – standa jafnfætis þjóðum sem vinna markvisst að bættu læsi og lesskilningi almennings. Bókmenntastefna í anda Hvítbókarinnar er aðkallandi – heildarstefna til framtíðar fyrir bókmenntirnar í landinu svo þær megi vaxa og dafna og skila sér áfram inn í mennta- og menningarlíf þjóðar. Í Hvítbókinni segir enda að lesskilningur sé forsenda þess að nemendur geti náð hæfni til að fóta sig í samfélaginu. Þar segir jafnframt að gæði menntunar varði okkur öll, hafi gildi fyrir samfélagið í heild og lýðræðislega og efnahagslega þróun. Blómleg bókaútgáfa er grundvallaratriði þegar kemur að verndun og þróun móðurmáls. Afnám virðisaukaskatts á bækur yrði til þess að skjóta styrkari stoðum undir greinina alla og ekki veitir af. Nær allar þjóðir líta á það sem nauðsynlegan stuðning við tungumál og menningu að stilla skattheimtu á bókaútgáfu mjög í hóf eða afnema hana alfarið. Það má ekki aðeins sjá um gjörvalla Evrópu heldur einnig í Asíu og Suður-Ameríku.Hömpum tungumálinu Eftir þúsund ára leiðangur um veraldarsöguna bendum við ekki á glæsihallir, kastalamúra og dómkirkjur hér á sögueyjunni. Við hömpum tungumáli og sögum. Við köstum á milli okkar tungumálinu eins og skessurnar með fjöreggið, en það er hættuspil og mál að finna fjöregginu örugga umgjörð. „Fyrst er að vilja, afgángurinn er tækni,“ segir Nóbelsskáldið í Kristnihaldi undir Jökli. Það má ljóst vera á Hvítbókinni að viljinn er fyrir hendi – vilji til að hlúa að tungumálinu og bókmenntunum. Afgangurinn er tækni og með því að afnema virðisaukaskatt af bókum er viljinn sýndur í verki.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar