Vona að kísilverin bjargi fjárhag Reykjaneshafnar Haraldur Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2014 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra voru á meðal þeirra sem tóku fyrstu skóflustunguna að kísilmálmverksmiðju United Silicon í gær. Mynd/Víkurfréttir „Við ætlum að snúa þessu við mjög hratt. Bara skóflustungan og þær framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar hjá United Silicon og Thorsil gefa okkur góðar vonir um að við getum leyst úr vandamálum hafnarinnar til framtíðar,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, um skuldastöðu Reykjaneshafnar. Fyrirtækið, sem er í eigu bæjarfélagsins og fjármagnað með tekjum af rekstri fimm hafna, hefur tapað rúmum 2,8 milljörðum króna á síðustu fimm árum. Í mars síðastliðnum greindi Fréttablaðið frá því að skuldir Reykjaneshafnar nema um 7,3 milljörðum króna. Einnig kom fram að uppbygging athafnasvæðisins í Helguvík hefur síðustu ár verið stærsti kostnaðarliðurinn í framkvæmdum fyrirtækisins á meðan áform um stórfellda iðnaðaruppbyggingu þar hafa ekki gengið eftir. „Við erum í mikilli vinnu núna, bæði með endurskoðendum okkar og fjármögnunaraðilum og það er í gangi heildarendurskoðun á fjármálum hafnarinnar og sveitarfélagsins sem við munum kynna í mars,“ segir Friðjón. Forsvarsmenn United Silicon hf. tóku í gær fyrstu skóflustungu að kísilmálmverksmiðju sem á að hefja framleiðslu í Helguvík á fyrri hluta árs 2016. Thorsil ehf. stefnir einnig að framleiðslu kísilmálms á svæðinu og miðað er við að verksmiðja félagsins nái fullum afköstum í byrjun 2017. „Þessar framkvæmdir munu klárlega hjálpa til við að rétta reksturinn af. Það er ljóst að þarna liggja miklir hagsmunir fyrir okkur og þetta mun auðvelda hlutina til framtíðar.“ Íslenska ríkið hefur gert fjárfestingarsamninga við bæði fyrirtækin sem fela í sér afslátt af ýmsum sköttum og gjöldum. Sem dæmi fær United Silicon 50 prósenta afslátt af fasteignaskatti til Reykjanesbæjar næstu tíu árin og 30 prósenta afslátt af gatnagerðargjöldum. „Þetta eru hefðbundnir fjárfestingarsamningar milli sveitarfélaga og þessara fyrirtækja, í samræmi við samningana við ríkið. Við erum ekki að gefa neina afslætti, sem neinu nemur, varðandi lóðargjöld og hafnargjöld. Til framtíðar litið mun þetta auka tekjustreymi okkar verulega,“ segir Friðjón, spurður hvort það sé skynsamlegt að gefa þessa afslætti í ljósi bágrar fjárhagsstöðu Reykjaneshafnar. „Allt tal í fjölmiðlum um önnur fyrirtæki sem hafa áhuga á svæðinu er svo eitthvað sem verður bara að koma í ljós. Við ætlum að halda okkur við það sem komið er og erum ekki með drauma um neitt annað. Ég vil ekki byggja væntingar um aukinn tekjustraum til Reykjanesbæjar á einhverju sem ekki er komið.“ Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
„Við ætlum að snúa þessu við mjög hratt. Bara skóflustungan og þær framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar hjá United Silicon og Thorsil gefa okkur góðar vonir um að við getum leyst úr vandamálum hafnarinnar til framtíðar,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, um skuldastöðu Reykjaneshafnar. Fyrirtækið, sem er í eigu bæjarfélagsins og fjármagnað með tekjum af rekstri fimm hafna, hefur tapað rúmum 2,8 milljörðum króna á síðustu fimm árum. Í mars síðastliðnum greindi Fréttablaðið frá því að skuldir Reykjaneshafnar nema um 7,3 milljörðum króna. Einnig kom fram að uppbygging athafnasvæðisins í Helguvík hefur síðustu ár verið stærsti kostnaðarliðurinn í framkvæmdum fyrirtækisins á meðan áform um stórfellda iðnaðaruppbyggingu þar hafa ekki gengið eftir. „Við erum í mikilli vinnu núna, bæði með endurskoðendum okkar og fjármögnunaraðilum og það er í gangi heildarendurskoðun á fjármálum hafnarinnar og sveitarfélagsins sem við munum kynna í mars,“ segir Friðjón. Forsvarsmenn United Silicon hf. tóku í gær fyrstu skóflustungu að kísilmálmverksmiðju sem á að hefja framleiðslu í Helguvík á fyrri hluta árs 2016. Thorsil ehf. stefnir einnig að framleiðslu kísilmálms á svæðinu og miðað er við að verksmiðja félagsins nái fullum afköstum í byrjun 2017. „Þessar framkvæmdir munu klárlega hjálpa til við að rétta reksturinn af. Það er ljóst að þarna liggja miklir hagsmunir fyrir okkur og þetta mun auðvelda hlutina til framtíðar.“ Íslenska ríkið hefur gert fjárfestingarsamninga við bæði fyrirtækin sem fela í sér afslátt af ýmsum sköttum og gjöldum. Sem dæmi fær United Silicon 50 prósenta afslátt af fasteignaskatti til Reykjanesbæjar næstu tíu árin og 30 prósenta afslátt af gatnagerðargjöldum. „Þetta eru hefðbundnir fjárfestingarsamningar milli sveitarfélaga og þessara fyrirtækja, í samræmi við samningana við ríkið. Við erum ekki að gefa neina afslætti, sem neinu nemur, varðandi lóðargjöld og hafnargjöld. Til framtíðar litið mun þetta auka tekjustreymi okkar verulega,“ segir Friðjón, spurður hvort það sé skynsamlegt að gefa þessa afslætti í ljósi bágrar fjárhagsstöðu Reykjaneshafnar. „Allt tal í fjölmiðlum um önnur fyrirtæki sem hafa áhuga á svæðinu er svo eitthvað sem verður bara að koma í ljós. Við ætlum að halda okkur við það sem komið er og erum ekki með drauma um neitt annað. Ég vil ekki byggja væntingar um aukinn tekjustraum til Reykjanesbæjar á einhverju sem ekki er komið.“
Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira