Ferðaþjónustuaðilar skipuleggja ferðir á gosstöðvar Sveinn Arnarsson skrifar 2. september 2014 08:15 Ferðaþjónustuaðilar eru farnir að skipuleggja ferðir á svæðið. Fréttablaðið/Egill Ferðaþjónustufyrirtæki eru farin að kanna þann möguleika að bjóða upp á skipulagðar ferðir erlendra ferðamanna á gosstöðvarnar norðan Vatnajökuls. Beðið er átekta eftir að almannavarnir opni fleiri svæði svo að hægt sé að selja slíkar ferðir. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir erlendar ferðaskrifstofur vera komnar í startholurnar hvað varðar ferðir á eldgosasvæðið norðan Vatnajökuls. Eftirspurn er eftir ferðum sem slíkum og gæti þýtt aukinn ferðamannastraum á norðaustanvert landið þegar fram í sækir. „Í raun er þetta ennþá bara á hugmyndastiginu, Hins vegar vitum við af því að erlend fyrirtæki eru að búa til vöru úr eldgosinu í Holuhrauni og í samvinnu við innlenda aðila munu þau koma með ferðamenn inn á svæðið um leið og það opnast. Það er hins vegar þannig að menn bíða átekta á meðan Almannavarnir halda enn uppi lokunum. Það mun enginn setja sig upp á móti þeim lokunum og ferðaþjónustan mun virða þær.“ Einar Pétur Heiðarsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum, segir að ásókn ferðamanna á gosstöðvarnar sé mikið rædd innan almannavarna og lokanir séu í stöðugri endurskoðun. Hinsvegar verði svæðið eða einstaka leiðir á svæðinu lokaðar ef það er talið hættulegt. „Á meðan vísindamenn telja enn hættu á að það fari að gjósa undir jökli teljum við engar forsendur fyrir því að aflétta lokunum á svæðinu. Það er enn talin hætta á því svo við höldum svæðum lokuðum.“ Í gærkvöldi var ákveðið að opna Dettifossveg að vestanverðu aftur fyrir bílaumferð. Vegurinn hefur verið lokaður frá því 23. ágúst síðastliðinn. Arnheiður telur þá lokun hafa haft hvað mest áhrif á ferðaþjónustuaðila sem margir hverjir voru búnir að selja ferðir að Dettifossi. „Ferðaþjónustufyrirtækin hafa tapað miklum fjárhæðum á lokunum vegna skipulagðra ferða bæði að Dettifossi og Öskju. Við skjótum á að fyrirtækin hafi orðið af um einni til tveimur milljónum á dag á þessum lokunum. Þetta eru ferðir sem búið var að selja í og það eina sem ferðaþjónustuaðilar gátu gert var að endurgreiða ferðamönnum. Sumir hverjir geta nú haldið áfram að selja í ferðir á svæðið en aðrir sem hætta snemma sitja eftir með sárt ennið.“ Bárðarbunga Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki eru farin að kanna þann möguleika að bjóða upp á skipulagðar ferðir erlendra ferðamanna á gosstöðvarnar norðan Vatnajökuls. Beðið er átekta eftir að almannavarnir opni fleiri svæði svo að hægt sé að selja slíkar ferðir. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir erlendar ferðaskrifstofur vera komnar í startholurnar hvað varðar ferðir á eldgosasvæðið norðan Vatnajökuls. Eftirspurn er eftir ferðum sem slíkum og gæti þýtt aukinn ferðamannastraum á norðaustanvert landið þegar fram í sækir. „Í raun er þetta ennþá bara á hugmyndastiginu, Hins vegar vitum við af því að erlend fyrirtæki eru að búa til vöru úr eldgosinu í Holuhrauni og í samvinnu við innlenda aðila munu þau koma með ferðamenn inn á svæðið um leið og það opnast. Það er hins vegar þannig að menn bíða átekta á meðan Almannavarnir halda enn uppi lokunum. Það mun enginn setja sig upp á móti þeim lokunum og ferðaþjónustan mun virða þær.“ Einar Pétur Heiðarsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum, segir að ásókn ferðamanna á gosstöðvarnar sé mikið rædd innan almannavarna og lokanir séu í stöðugri endurskoðun. Hinsvegar verði svæðið eða einstaka leiðir á svæðinu lokaðar ef það er talið hættulegt. „Á meðan vísindamenn telja enn hættu á að það fari að gjósa undir jökli teljum við engar forsendur fyrir því að aflétta lokunum á svæðinu. Það er enn talin hætta á því svo við höldum svæðum lokuðum.“ Í gærkvöldi var ákveðið að opna Dettifossveg að vestanverðu aftur fyrir bílaumferð. Vegurinn hefur verið lokaður frá því 23. ágúst síðastliðinn. Arnheiður telur þá lokun hafa haft hvað mest áhrif á ferðaþjónustuaðila sem margir hverjir voru búnir að selja ferðir að Dettifossi. „Ferðaþjónustufyrirtækin hafa tapað miklum fjárhæðum á lokunum vegna skipulagðra ferða bæði að Dettifossi og Öskju. Við skjótum á að fyrirtækin hafi orðið af um einni til tveimur milljónum á dag á þessum lokunum. Þetta eru ferðir sem búið var að selja í og það eina sem ferðaþjónustuaðilar gátu gert var að endurgreiða ferðamönnum. Sumir hverjir geta nú haldið áfram að selja í ferðir á svæðið en aðrir sem hætta snemma sitja eftir með sárt ennið.“
Bárðarbunga Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira