Innlent

Mynduðu gosið fyrir BBC

Freyr Bjarnason skrifar
Mynduðu eldgosið fyrir heimildarmynd.
Mynduðu eldgosið fyrir heimildarmynd. Mynd/Andrew Chastney
Andrew Chastney hefur verið staddur á Íslandi síðan í mars ásamt tveimur samstarfsmönnum sínum. Þeir eru að taka upp heimildarmynd fyrir dagskrárliðinn Natural World sem hefur verið sýndur í breska ríkisútvarpinu, BBC, í 25 ár.

Þangað til í síðustu viku höfðu þeir einbeitt sér að náttúrulífsmynd sinni þar sem aðaláherslan var á refinn, æðarfuglinn og íslenska hestinn.

Eldgosið í Holuhrauni setti strik í reikninginn. „Við höfðum allir áhuga á því að mynda eldgos á Íslandi en það er að sjálfsögðu ekki hægt að sjá slíkt fyrir. Þannig að um leið og gosið kom vildum við fjalla um það,“ segir Chastney, sem var bergnuminn af því sem fyrir augu bar. „Við vorum mjög heppnir að ná myndefninu sem við höfum náð. Þetta var algjörlega stórfenglegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt.“

Eldgosið verður hluti af heimildarmynd þeirra og verða þeir við tökur á henni þar til í október.

Nánar má lesa um ævintýri Chastney og félaga hér á landi á bloggsíðu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×