Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. september 2014 07:30 Að venju var tekin „fjölskyldumynd“ af leiðtogum NATO-ríkjanna þegar þeir voru allir saman komnir í Wales í gær. Þarna má meðal annarra sjá fulltrúa Íslendinga, Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Nordicphotos/AFP „Þeir sem vilja taka upp einangrunarstefnu misskilja eðli öryggismála á 21. öldinni,“ skrifuðu þeir Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í sameiginlegri grein þeirra sem birtist á leiðarasíðu breska dagblaðsins Times of London í gær. Síðar um daginn mættu þeir til Newport í Wales ásamt leiðtogum annarra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, þar sem þeir ræddu öryggismál í heiminum vítt og breitt. Þrjú mál voru efst á dagskrá í gær: Vígasveitir íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu og svo næstu skref, sem bandalagið íhugar í Afganistan. Þeir Obama og Cameron lýstu því yfir að þeir muni ekki láta öfgamenn Íslamska ríkisins kúga sig til undirgefni með ofbeldisverkum sínum, og skoruðu á leiðtoga hinna NATO-ríkjanna að víkja sér ekki undan þeirri ógn sem þar er við að eiga. „Við þurfum að sýna raunverulega festu og ákveðni, við þurfum að nota allan okkar mátt og allan okkar vígbúnað í samvinnu við bandamenn okkar – og þá sem standa í baráttunni á jörðu niðri – til að tryggja að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að kreista líftóruna úr þessum skelfilegu samtökum,“ segja þeir Obama og Cameron. Bandaríkin hafa nú í nokkrar vikur komið íbúum í Írak til hjálpar með sprengjuárásum á vígamenn Íslamska ríkisins. Á fundinum í gær sagðist Cameron svo ekki vilja útiloka að Bretar hefji einnig loftárásir á Íslamska ríkið. Ekki þyrfti að bíða samþykkis frá stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi þar sem hún væri ólögmæt vegna stríðsglæpa, sem hún hefði framið. Hvað varðar Úkraínu ítrekuðu leiðtogarnir ásakanir sínar um að rússnesk stjórnvöld græfu undan stöðugleika í austanverðri Úkraínu. Þeir segja að þrýstingur á Rússland verði aukinn, láti þeir ekki af þessu. Petró Porosjenkó Úkraínuforseti kom til Cardiff í gær og átti þar fund með Obama, Cameron, Angelu Merkel Þýskalandskanslara, François Hollande Frakklandsforseta og Matteo Rensi, forsætisráðherra Ítalíu. Leiðtogarnir ítrekuðu þar jafnframt stuðning sinn við Úkraínustjórn. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, skýrði svo frá því á blaðamannafundi síðdegis að gerðar verði breytingar á starfsemi fjölþjóðaliðs NATO í Afganistan. Bandalagið muni áfram veita Afgönum stuðning, en ekki með því að taka þátt í hernaðarátökum heldur með fjárstuðningi og með því að þjálfa her og lögreglu heimamanna. Á meðan leiðtogarnir sátu á fundum kom hópur fólks saman í Newport til að mótmæla NATO og hernaðarhyggju Vesturlanda. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
„Þeir sem vilja taka upp einangrunarstefnu misskilja eðli öryggismála á 21. öldinni,“ skrifuðu þeir Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í sameiginlegri grein þeirra sem birtist á leiðarasíðu breska dagblaðsins Times of London í gær. Síðar um daginn mættu þeir til Newport í Wales ásamt leiðtogum annarra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, þar sem þeir ræddu öryggismál í heiminum vítt og breitt. Þrjú mál voru efst á dagskrá í gær: Vígasveitir íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu og svo næstu skref, sem bandalagið íhugar í Afganistan. Þeir Obama og Cameron lýstu því yfir að þeir muni ekki láta öfgamenn Íslamska ríkisins kúga sig til undirgefni með ofbeldisverkum sínum, og skoruðu á leiðtoga hinna NATO-ríkjanna að víkja sér ekki undan þeirri ógn sem þar er við að eiga. „Við þurfum að sýna raunverulega festu og ákveðni, við þurfum að nota allan okkar mátt og allan okkar vígbúnað í samvinnu við bandamenn okkar – og þá sem standa í baráttunni á jörðu niðri – til að tryggja að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að kreista líftóruna úr þessum skelfilegu samtökum,“ segja þeir Obama og Cameron. Bandaríkin hafa nú í nokkrar vikur komið íbúum í Írak til hjálpar með sprengjuárásum á vígamenn Íslamska ríkisins. Á fundinum í gær sagðist Cameron svo ekki vilja útiloka að Bretar hefji einnig loftárásir á Íslamska ríkið. Ekki þyrfti að bíða samþykkis frá stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi þar sem hún væri ólögmæt vegna stríðsglæpa, sem hún hefði framið. Hvað varðar Úkraínu ítrekuðu leiðtogarnir ásakanir sínar um að rússnesk stjórnvöld græfu undan stöðugleika í austanverðri Úkraínu. Þeir segja að þrýstingur á Rússland verði aukinn, láti þeir ekki af þessu. Petró Porosjenkó Úkraínuforseti kom til Cardiff í gær og átti þar fund með Obama, Cameron, Angelu Merkel Þýskalandskanslara, François Hollande Frakklandsforseta og Matteo Rensi, forsætisráðherra Ítalíu. Leiðtogarnir ítrekuðu þar jafnframt stuðning sinn við Úkraínustjórn. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, skýrði svo frá því á blaðamannafundi síðdegis að gerðar verði breytingar á starfsemi fjölþjóðaliðs NATO í Afganistan. Bandalagið muni áfram veita Afgönum stuðning, en ekki með því að taka þátt í hernaðarátökum heldur með fjárstuðningi og með því að þjálfa her og lögreglu heimamanna. Á meðan leiðtogarnir sátu á fundum kom hópur fólks saman í Newport til að mótmæla NATO og hernaðarhyggju Vesturlanda.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira