Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. september 2014 07:30 Að venju var tekin „fjölskyldumynd“ af leiðtogum NATO-ríkjanna þegar þeir voru allir saman komnir í Wales í gær. Þarna má meðal annarra sjá fulltrúa Íslendinga, Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Nordicphotos/AFP „Þeir sem vilja taka upp einangrunarstefnu misskilja eðli öryggismála á 21. öldinni,“ skrifuðu þeir Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í sameiginlegri grein þeirra sem birtist á leiðarasíðu breska dagblaðsins Times of London í gær. Síðar um daginn mættu þeir til Newport í Wales ásamt leiðtogum annarra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, þar sem þeir ræddu öryggismál í heiminum vítt og breitt. Þrjú mál voru efst á dagskrá í gær: Vígasveitir íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu og svo næstu skref, sem bandalagið íhugar í Afganistan. Þeir Obama og Cameron lýstu því yfir að þeir muni ekki láta öfgamenn Íslamska ríkisins kúga sig til undirgefni með ofbeldisverkum sínum, og skoruðu á leiðtoga hinna NATO-ríkjanna að víkja sér ekki undan þeirri ógn sem þar er við að eiga. „Við þurfum að sýna raunverulega festu og ákveðni, við þurfum að nota allan okkar mátt og allan okkar vígbúnað í samvinnu við bandamenn okkar – og þá sem standa í baráttunni á jörðu niðri – til að tryggja að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að kreista líftóruna úr þessum skelfilegu samtökum,“ segja þeir Obama og Cameron. Bandaríkin hafa nú í nokkrar vikur komið íbúum í Írak til hjálpar með sprengjuárásum á vígamenn Íslamska ríkisins. Á fundinum í gær sagðist Cameron svo ekki vilja útiloka að Bretar hefji einnig loftárásir á Íslamska ríkið. Ekki þyrfti að bíða samþykkis frá stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi þar sem hún væri ólögmæt vegna stríðsglæpa, sem hún hefði framið. Hvað varðar Úkraínu ítrekuðu leiðtogarnir ásakanir sínar um að rússnesk stjórnvöld græfu undan stöðugleika í austanverðri Úkraínu. Þeir segja að þrýstingur á Rússland verði aukinn, láti þeir ekki af þessu. Petró Porosjenkó Úkraínuforseti kom til Cardiff í gær og átti þar fund með Obama, Cameron, Angelu Merkel Þýskalandskanslara, François Hollande Frakklandsforseta og Matteo Rensi, forsætisráðherra Ítalíu. Leiðtogarnir ítrekuðu þar jafnframt stuðning sinn við Úkraínustjórn. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, skýrði svo frá því á blaðamannafundi síðdegis að gerðar verði breytingar á starfsemi fjölþjóðaliðs NATO í Afganistan. Bandalagið muni áfram veita Afgönum stuðning, en ekki með því að taka þátt í hernaðarátökum heldur með fjárstuðningi og með því að þjálfa her og lögreglu heimamanna. Á meðan leiðtogarnir sátu á fundum kom hópur fólks saman í Newport til að mótmæla NATO og hernaðarhyggju Vesturlanda. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
„Þeir sem vilja taka upp einangrunarstefnu misskilja eðli öryggismála á 21. öldinni,“ skrifuðu þeir Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í sameiginlegri grein þeirra sem birtist á leiðarasíðu breska dagblaðsins Times of London í gær. Síðar um daginn mættu þeir til Newport í Wales ásamt leiðtogum annarra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, þar sem þeir ræddu öryggismál í heiminum vítt og breitt. Þrjú mál voru efst á dagskrá í gær: Vígasveitir íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu og svo næstu skref, sem bandalagið íhugar í Afganistan. Þeir Obama og Cameron lýstu því yfir að þeir muni ekki láta öfgamenn Íslamska ríkisins kúga sig til undirgefni með ofbeldisverkum sínum, og skoruðu á leiðtoga hinna NATO-ríkjanna að víkja sér ekki undan þeirri ógn sem þar er við að eiga. „Við þurfum að sýna raunverulega festu og ákveðni, við þurfum að nota allan okkar mátt og allan okkar vígbúnað í samvinnu við bandamenn okkar – og þá sem standa í baráttunni á jörðu niðri – til að tryggja að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að kreista líftóruna úr þessum skelfilegu samtökum,“ segja þeir Obama og Cameron. Bandaríkin hafa nú í nokkrar vikur komið íbúum í Írak til hjálpar með sprengjuárásum á vígamenn Íslamska ríkisins. Á fundinum í gær sagðist Cameron svo ekki vilja útiloka að Bretar hefji einnig loftárásir á Íslamska ríkið. Ekki þyrfti að bíða samþykkis frá stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi þar sem hún væri ólögmæt vegna stríðsglæpa, sem hún hefði framið. Hvað varðar Úkraínu ítrekuðu leiðtogarnir ásakanir sínar um að rússnesk stjórnvöld græfu undan stöðugleika í austanverðri Úkraínu. Þeir segja að þrýstingur á Rússland verði aukinn, láti þeir ekki af þessu. Petró Porosjenkó Úkraínuforseti kom til Cardiff í gær og átti þar fund með Obama, Cameron, Angelu Merkel Þýskalandskanslara, François Hollande Frakklandsforseta og Matteo Rensi, forsætisráðherra Ítalíu. Leiðtogarnir ítrekuðu þar jafnframt stuðning sinn við Úkraínustjórn. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, skýrði svo frá því á blaðamannafundi síðdegis að gerðar verði breytingar á starfsemi fjölþjóðaliðs NATO í Afganistan. Bandalagið muni áfram veita Afgönum stuðning, en ekki með því að taka þátt í hernaðarátökum heldur með fjárstuðningi og með því að þjálfa her og lögreglu heimamanna. Á meðan leiðtogarnir sátu á fundum kom hópur fólks saman í Newport til að mótmæla NATO og hernaðarhyggju Vesturlanda.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira