Innlent

Réttindi flugfarþega í gosi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Farþegar hafa ekki rétt á skaðabótum vegna eldgoss.
Farþegar hafa ekki rétt á skaðabótum vegna eldgoss. vísir/pjetur
Neytendastofa bendir flugfarþegum á að kynna sér réttindi sín vegna tafa og aflýsinga á flugi af völdum eldgossins.

Ef flugi seinkar eða er aflýst verði flugvélag að bjóða farþegum máltíðir, tvö símtöl og hótelgistingu eða flutning endurgjaldlaust.Ef flugi er aflýst eða því seinkar um fimm klukkustundir getur farþegi ákveðið að hætta við ferðina og á þá rétt á endurgreiðslu farmiðans og fluti til baka til fyrsta brottfararstaðar.

Farþegar eiga hins vega ekki rétt á skaðabótum þar sem eldgos fellur undir óviðráðanlegar aðstæður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×