Obama safnar liði gegn vígasveitunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. september 2014 08:30 Vígasveitir Íslamska ríkisins sigri hrósandi í Rakka í Sýrlandi nú í sumar. Fréttablaðið/AP „Hann er greinilega búinn að koma saman bandalagi hinna viljugu,“ sagði Mike Rogers, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um hernaðaráform Baracks Obama Bandaríkjaforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak. „Það er gott,“ bætti hann við, en tók fram að þetta orðalag hafi heyrst áður. „Og svo tel ég að hann þurfi að fræða þingið og bandarísku þjóðina um það nákvæmlega hvað við ætlum okkur að gera þarna.“ Leiðtogar bæði demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að Obama útskýri nákvæmlega hvers konar hernaðaraðgerðir eru fyrirhugaðar. Sjálfur hyggst Obama kynna áform sín í ræðu á morgun, en í dag hyggst hann ræða málið við þingleiðtoga bæði repúblikana og demókrata. Hann hefur lýst því yfir að enginn landher verði sendur til Íraks eða Sýrlands. Hernaðurinn verði svipaður því sem Bandaríkin hafa áður gert í baráttu sinni gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher hefur þegar gert meira en 130 loftárásir á vígasveitir Íslamska ríkisins í Írak. Vígasveitirnar brugðust við með því að taka af lífi tvo bandaríska fréttamenn sem höfðu verið í gíslingu þeirra í Sýrlandi. Nokkur Evrópuríki hafa gefið loforð um þátttöku í hernaði gegn Íslamska ríkinu. Þá samþykkti Arabandalagið í gær að grípa til hernaðar gegn öfgahópum á borð við Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. Bandalagið lét þó vera að lýsa yfir stuðningi við hernað Bandaríkjanna. Í ályktun Arababandalagsins, sem samþykkt var eftir næturlanga fundi utanríkisráðherra aðildarríkjanna, segir að grípa eigi án tafar til aðgerða á ýmsum sviðum, þar á meðal pólitískra og lagalegra aðgerða auk hernaðar. Mustafi Alani, sem er yfirmaður öryggis- og varnarmáladeildar rannsóknarmiðstöðvar um málefni Persaflóaríkjanna í Genf, segir leiðtoga Arababandalagsríkjanna greinilega hafa áhyggjur af því hvað Bandaríkin ætli að gera. Sádi-Arabía og fleiri arabaríki hafa ekki síst gagnrýnt tregðu Bandaríkjanna við að skipta sér af borgarstyrjöldinni í Sýrlandi. Ekkert kemur fram í ályktun Arababandalagsins um það hvort stefnt sé að aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi sérstaklega. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
„Hann er greinilega búinn að koma saman bandalagi hinna viljugu,“ sagði Mike Rogers, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um hernaðaráform Baracks Obama Bandaríkjaforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak. „Það er gott,“ bætti hann við, en tók fram að þetta orðalag hafi heyrst áður. „Og svo tel ég að hann þurfi að fræða þingið og bandarísku þjóðina um það nákvæmlega hvað við ætlum okkur að gera þarna.“ Leiðtogar bæði demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að Obama útskýri nákvæmlega hvers konar hernaðaraðgerðir eru fyrirhugaðar. Sjálfur hyggst Obama kynna áform sín í ræðu á morgun, en í dag hyggst hann ræða málið við þingleiðtoga bæði repúblikana og demókrata. Hann hefur lýst því yfir að enginn landher verði sendur til Íraks eða Sýrlands. Hernaðurinn verði svipaður því sem Bandaríkin hafa áður gert í baráttu sinni gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher hefur þegar gert meira en 130 loftárásir á vígasveitir Íslamska ríkisins í Írak. Vígasveitirnar brugðust við með því að taka af lífi tvo bandaríska fréttamenn sem höfðu verið í gíslingu þeirra í Sýrlandi. Nokkur Evrópuríki hafa gefið loforð um þátttöku í hernaði gegn Íslamska ríkinu. Þá samþykkti Arabandalagið í gær að grípa til hernaðar gegn öfgahópum á borð við Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. Bandalagið lét þó vera að lýsa yfir stuðningi við hernað Bandaríkjanna. Í ályktun Arababandalagsins, sem samþykkt var eftir næturlanga fundi utanríkisráðherra aðildarríkjanna, segir að grípa eigi án tafar til aðgerða á ýmsum sviðum, þar á meðal pólitískra og lagalegra aðgerða auk hernaðar. Mustafi Alani, sem er yfirmaður öryggis- og varnarmáladeildar rannsóknarmiðstöðvar um málefni Persaflóaríkjanna í Genf, segir leiðtoga Arababandalagsríkjanna greinilega hafa áhyggjur af því hvað Bandaríkin ætli að gera. Sádi-Arabía og fleiri arabaríki hafa ekki síst gagnrýnt tregðu Bandaríkjanna við að skipta sér af borgarstyrjöldinni í Sýrlandi. Ekkert kemur fram í ályktun Arababandalagsins um það hvort stefnt sé að aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi sérstaklega.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira