Lífið

Fataskápur Guðrúnar

Guðrún Jóna Guðmundsdóttir er 29 ára heimavinnandi húsmóðir í Suður-Frakklandi í pásu frá lögfræðinámi. Hún opnar fataskápinn fyrir Lífinu.

Ég er sjúk í bómull arpeysur sem mér finnst gaman að blanda saman við minn kven lega stíl. Þessi peysa er sú nýjasta í safnið en liturinn á henni heillaði mig. Ég keypti hana í vor í Opening Ceremony í New York þegar ég var í heimsókn hjá vinkonu minni.

Carven-hælaskórnir eru ekki þeir mest notuðu í fataskápnum þó þeir séu uppáhalds. Í þessum skóm var ég þegar ég giftist manninum mínum fyrir þremur árum. Ég var búin að leita lengi að réttu skónum þegar ég féll fyrir þessum frá franska merkinu Carven. Ég lét 12 cm hælinn ekki stoppa mig þó ég verði að viðurkenna að ég hafi verið orðin vel þreytt í fótunum þegar leið á nóttina.

Ég bý í Suður-Frakklandi og því eru sólgleraugu algjört möst á hverjum degi. Ég á nokkur til skiptanna en mér finnst þetta svo mikilvægur fylgihlutur að ég gæti alveg hugsað mér að bæta nokkrum í safnið. Þessi eru frá Céline, passa við allt og eru mikið notuð núna. 

Acne-peysa Þessi flík er örugglega sú mest notaðasta í fataskápnum mínum. Peysan er úr móhári og er því ótrúlega hlý en samt ekki of þykk. Á sumrin á Íslandi nota ég hana sem jakka en á veturna er ég í henni innan undir jökkum og kápum. 

Þessi bleiki jakki er það nýjasta í fataskápnum mínum. Mig er búið að langa lengi í litaðan pels og féll því alveg fyrir þessum hjá Andreu Boutique í Hafnarfirði. Ég held hann verði mikið notaður í vetur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×