Svart box í Seðlabankanum? Frosti Ólafsson skrifar 12. september 2014 07:00 Þar til gjaldeyrishöft verða afnumin munu íslensk fyrirtæki og heimili búa við óviðunandi efnahagsumhverfi. Meðan ástandið varir er því mikilvægt að stjórnvöld og opinberir aðilar leiti allra leiða til að lágmarka þann skaða sem af höftunum hlýst. Með það markmið í huga sendi Viðskiptaráð Íslands nýverið bréf til fjármálaráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis með ábendingu um nauðsynlegar umbætur á stjórnsýsluháttum Seðlabanka Íslands. Í ljósi umfjöllunar um efni bréfsins er rétt að árétta forsendur þeirrar gagnrýni sem þar birtist.Án upplýsinga myndast tortryggni Öllum er ljóst að fjármagnshöft voru upphaflega sett af illri nauðsyn. Áskorunin var bæði umfangsmikil og flókin enda miklir hagsmunir ólíkra aðila í húfi. Af þeim sökum hefur það tekið stjórnvöld og Seðlabankann þó nokkurn tíma að ná með heildstæðum hætti utan um eðli vandans og skapa ramma sem ætlaður er til úrlausnar. Eftir stendur að í dag búa íslensk fyrirtæki við umfangsmiklar takmarkanir í gjaldeyrismálum og verulegur hluti alþjóðlegrar starfsemi þeirra er háður undanþágu frá höftum. Afgreiðsla umsókna um undanþágur er í höndum gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Viðskiptaráð dregur ekki í efa að starfsmenn eftirlitsins hafi unnið hörðum höndum að því að leysa þetta vandasama verkefni. Það er engu að síður svo að skortur á upplýsingagjöf, gagnsæi og skýrri umgjörð hefur skapað vantraust og tortryggni sem er full ástæða til að taka alvarlega. Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru í húfi ætti að vera kappsmál gjaldeyriseftirlitsins að eyða þessari óvissu og byggja upp traust.Að opna bakherbergin Það er eðli eftirlitsstofnana að setja einstaklingum og fyrirtækjum skorður eða veita þeim undanþágur. Þegar refsingum eða réttindum er úthlutað með þessum hætti er því nauðsynlegt að meginreglan um jafnræði sé leiðarljós viðkomandi stofnana. Það er einkum skortur á upplýsingagjöf og gagnsæi sem Viðskiptaráð gagnrýnir gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands fyrir. Aðferðafræði og ferlar þurfa að liggja skýrt fyrir til að traust ríki gagnvart framkvæmdinni. Að öðrum kosti er erfitt að meta hvort samræmis og jafnræðis sé gætt. Meðan ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um þessa þætti er því skiljanlegt að umsækjendur upplifi að mikilvægar ákvarðanir séu teknar í bakherbergjum. Í því samhengi er fagnaðarefni að í yfirlýsingu Seðlabankans sem birt var vegna bréfs Viðskiptaráðs koma fram ýmsar upplýsingar um afgreiðsluferli undanþágubeiðna sem ekki hafa verið gerðar opinberar áður. En betur má ef duga skal.Að lokum Í áðurnefndri yfirlýsingu gagnrýnir Seðlabankinn Viðskiptaráð fyrir að gefa ekki frekari upplýsingar um ábendingu ráðsins um möguleg brot á jafnræðisreglu. Það liggur í hlutarins eðli að ekki er hægt að veita upplýsingar um heimildarmenn í þessu tilfelli. Ef kvörtunin á við rök að styðjast myndi slík upplýsingagjöf koma niður á viðkomandi við undanþáguumsóknir í framtíðinni. Eins og fram kemur í bréfinu er lykilatriðið ekki hvort þessar kvartanir eigi við rök að styðjast, heldur sú staðreynd að tortryggnin er til staðar. Það er engum til bóta að einstaklingar eða fyrirtæki upplifi gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem svart box. Til að sporna gegn þessu þarf að efla upplýsingagjöf og gagnsæi eftirlitsins til muna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þar til gjaldeyrishöft verða afnumin munu íslensk fyrirtæki og heimili búa við óviðunandi efnahagsumhverfi. Meðan ástandið varir er því mikilvægt að stjórnvöld og opinberir aðilar leiti allra leiða til að lágmarka þann skaða sem af höftunum hlýst. Með það markmið í huga sendi Viðskiptaráð Íslands nýverið bréf til fjármálaráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis með ábendingu um nauðsynlegar umbætur á stjórnsýsluháttum Seðlabanka Íslands. Í ljósi umfjöllunar um efni bréfsins er rétt að árétta forsendur þeirrar gagnrýni sem þar birtist.Án upplýsinga myndast tortryggni Öllum er ljóst að fjármagnshöft voru upphaflega sett af illri nauðsyn. Áskorunin var bæði umfangsmikil og flókin enda miklir hagsmunir ólíkra aðila í húfi. Af þeim sökum hefur það tekið stjórnvöld og Seðlabankann þó nokkurn tíma að ná með heildstæðum hætti utan um eðli vandans og skapa ramma sem ætlaður er til úrlausnar. Eftir stendur að í dag búa íslensk fyrirtæki við umfangsmiklar takmarkanir í gjaldeyrismálum og verulegur hluti alþjóðlegrar starfsemi þeirra er háður undanþágu frá höftum. Afgreiðsla umsókna um undanþágur er í höndum gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Viðskiptaráð dregur ekki í efa að starfsmenn eftirlitsins hafi unnið hörðum höndum að því að leysa þetta vandasama verkefni. Það er engu að síður svo að skortur á upplýsingagjöf, gagnsæi og skýrri umgjörð hefur skapað vantraust og tortryggni sem er full ástæða til að taka alvarlega. Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru í húfi ætti að vera kappsmál gjaldeyriseftirlitsins að eyða þessari óvissu og byggja upp traust.Að opna bakherbergin Það er eðli eftirlitsstofnana að setja einstaklingum og fyrirtækjum skorður eða veita þeim undanþágur. Þegar refsingum eða réttindum er úthlutað með þessum hætti er því nauðsynlegt að meginreglan um jafnræði sé leiðarljós viðkomandi stofnana. Það er einkum skortur á upplýsingagjöf og gagnsæi sem Viðskiptaráð gagnrýnir gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands fyrir. Aðferðafræði og ferlar þurfa að liggja skýrt fyrir til að traust ríki gagnvart framkvæmdinni. Að öðrum kosti er erfitt að meta hvort samræmis og jafnræðis sé gætt. Meðan ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um þessa þætti er því skiljanlegt að umsækjendur upplifi að mikilvægar ákvarðanir séu teknar í bakherbergjum. Í því samhengi er fagnaðarefni að í yfirlýsingu Seðlabankans sem birt var vegna bréfs Viðskiptaráðs koma fram ýmsar upplýsingar um afgreiðsluferli undanþágubeiðna sem ekki hafa verið gerðar opinberar áður. En betur má ef duga skal.Að lokum Í áðurnefndri yfirlýsingu gagnrýnir Seðlabankinn Viðskiptaráð fyrir að gefa ekki frekari upplýsingar um ábendingu ráðsins um möguleg brot á jafnræðisreglu. Það liggur í hlutarins eðli að ekki er hægt að veita upplýsingar um heimildarmenn í þessu tilfelli. Ef kvörtunin á við rök að styðjast myndi slík upplýsingagjöf koma niður á viðkomandi við undanþáguumsóknir í framtíðinni. Eins og fram kemur í bréfinu er lykilatriðið ekki hvort þessar kvartanir eigi við rök að styðjast, heldur sú staðreynd að tortryggnin er til staðar. Það er engum til bóta að einstaklingar eða fyrirtæki upplifi gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem svart box. Til að sporna gegn þessu þarf að efla upplýsingagjöf og gagnsæi eftirlitsins til muna.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun