Vísbendingar um að launamunur kynjanna aukist Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. september 2014 11:30 Árni Stefán Jónsson Samkvæmt nýrri launakönnun er kynbundinn launamunur félagsmanna innan Starfsmannafélags ríkisins (SFR), eins stærsta stéttarfélags á Íslandi, að aukast. Óleiðréttur launamunur er 21 prósent. Meðalheildarlaun karla eru 469.885 en meðalheildarlaun kvenna eru 369.446. Kynbundinn launamunur heildarlauna, það er þegar tekið hefur verið tillit til ýmissa þátta sem áhrif hafa á laun, mælist 10 prósent en mældist 7 prósent í fyrra og 10 prósent þar áður. Þó ber að taka fram að breytingarnar eru innan skekkjumarka frá síðustu könnun. Capacent Gallup gerði könnunina í febrúar og mars en spurt var um laun 1. febrúar. „Frá árinu 2007 hefur þessi munur verið allt frá 11 prósentum og farið allt niður í 7 prósent. Þá finnst mér athyglisvert núna að hann hefur hækkað aðeins,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. „Við höfum verið að reyna að fá ríkið til þess að reyna að gera einhverjar ráðstafanir og það virðist ekki skila sér. Núna þegar maður skoðar þetta þá virðast þetta vera einhverjar viðbótargreiðslur sem eru að koma til,“ segir Árni Stefán. Hann segist ekki geta samþykkt að munurinn stafi eingöngu af því að karlmenn séu harðari í launaviðtölum og kallar eftir sérstökum aðgerðum til að breyta þessum launamun. „Ég get alveg fullyrt það að ríkisvaldið, sem er stærsti vinnuveitandinn okkar, er ekki að taka þátt í alvarlegum ráðstöfunum til þess að takast á við þetta,“ segir Árni Stefán. Hjá Reykjavíkurborg er óleiðréttur launamunur kynjanna um 11 prósent en hefur verið um 16 prósent undanfarin ár. Sá munur er því að minnka. Karlar í fullu starfi eru með 446 þúsund krónur á mánuði en konur 395 þúsund. Kynbundinn launamunur heildarlauna, þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta, er 6 prósent en hefur verið um 8-10 prósent undanfarin ár. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Samkvæmt nýrri launakönnun er kynbundinn launamunur félagsmanna innan Starfsmannafélags ríkisins (SFR), eins stærsta stéttarfélags á Íslandi, að aukast. Óleiðréttur launamunur er 21 prósent. Meðalheildarlaun karla eru 469.885 en meðalheildarlaun kvenna eru 369.446. Kynbundinn launamunur heildarlauna, það er þegar tekið hefur verið tillit til ýmissa þátta sem áhrif hafa á laun, mælist 10 prósent en mældist 7 prósent í fyrra og 10 prósent þar áður. Þó ber að taka fram að breytingarnar eru innan skekkjumarka frá síðustu könnun. Capacent Gallup gerði könnunina í febrúar og mars en spurt var um laun 1. febrúar. „Frá árinu 2007 hefur þessi munur verið allt frá 11 prósentum og farið allt niður í 7 prósent. Þá finnst mér athyglisvert núna að hann hefur hækkað aðeins,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. „Við höfum verið að reyna að fá ríkið til þess að reyna að gera einhverjar ráðstafanir og það virðist ekki skila sér. Núna þegar maður skoðar þetta þá virðast þetta vera einhverjar viðbótargreiðslur sem eru að koma til,“ segir Árni Stefán. Hann segist ekki geta samþykkt að munurinn stafi eingöngu af því að karlmenn séu harðari í launaviðtölum og kallar eftir sérstökum aðgerðum til að breyta þessum launamun. „Ég get alveg fullyrt það að ríkisvaldið, sem er stærsti vinnuveitandinn okkar, er ekki að taka þátt í alvarlegum ráðstöfunum til þess að takast á við þetta,“ segir Árni Stefán. Hjá Reykjavíkurborg er óleiðréttur launamunur kynjanna um 11 prósent en hefur verið um 16 prósent undanfarin ár. Sá munur er því að minnka. Karlar í fullu starfi eru með 446 þúsund krónur á mánuði en konur 395 þúsund. Kynbundinn launamunur heildarlauna, þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta, er 6 prósent en hefur verið um 8-10 prósent undanfarin ár.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira