Lokar ákveðnum kafla Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. september 2014 09:00 Ólafur Arnalds ætlar að dvelja á Íslandi um stund. Vísir/Valli „Tónleikaferðlagið er tæknilega séð búið en við vildum taka einn lokasprett. Það verður gaman að taka þetta prógramm hér á landi, fyrir mömmu og pabba og svona,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds en hann ætlar að ljúka tónleikaferðalagi sínu um heiminn í Hörpu á fimmtudag. Hann hefur nú komið fram á yfir 130 tónleikum um heim allan. „Þetta er búið að vera stanslaust núna í eitt og hálft ár og ég ætla að hætta þessu í bili. Við höfum verið að þróa tónleikaprógrammið allt ferðalagið þannig að það verður gaman flytja prógrammið fullmótað hérna heima,“ segir Ólafur. Hann sendi frá sér plötuna For Now I Am Winter árið 2013 og var að fylgja henni eftir en platan hefur selst í yfir fimmtíu þúsund eintökum á heimsvísu, sem þykir mjög gott miðað við að þetta er ekki popptónlist. „Við eigum bara eftir að heimsækja Afríku og Suður-Ameríku en ég er þó að fara til Suður-Ameríku á næsta ári. Ég ætla lítið að túra á næsta ári.“ Með honum á sviðinu er að jafnaði strengjakvartett, Bergur Þórisson leikur á synþa og aðra hljóðgervla. Þá hefur söngvarinn Arnór Dan Arnarson komið fram á stærri giggum og á tónlistarhátíðum. „Ljósahönnuðurinn minn, Stuart Bailes kemur sérstaklega til landsins til að búa til gott sjó.“ Ólafur er þó með mörg járn í eldinum og vinnur nú við að smíða tónlist við aðra seríu sjónvarpsþáttanna Broadchurch, en hann vann einmitt BAFTA-verðlaun bresku kvikmyndaakademíunnar fyrr á þessu ári fyrir tónlistina í fyrstu seríu þáttanna. „Þetta er flókið ferli, mikil skipulagsvinna og maður er í miklum samskiptum við pródúsera og aðra aðila í tengslum við þættina. Annars sest maður bara niður og semur melódíur, maður þarf að tjúna sig í ákveðið andrúmsloft og finna grunn sem allir eru sammála um,“ segir Ólafur spurður út í ferlið. Hann vinnur tónlistina í sérhæfðu forriti þar sem hann hefur myndina á skjánum og getur því unnið í takt við myndina. „Þetta þarf allt að passa upp á sekúndubrot og getur verið erfitt,“ bætir Ólafur við. Ólafur hóf ferilinn sem trommuleikari í ýmsum þungarokkshljómsveitum en fékk svo sérlega mikinn áhuga á klassískri tónlist og kvikmyndatónlist upp úr aldamótum og langar að halda áfram á þeirri braut. „Það hefur verið nóg að gera í þessum geira og ég vil endilega halda áfram í kvikmyndaheiminum, en ég vil þó ekki eingöngur vera í því, ég vil líka semja efni fyrir sjálfan mig.“ Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasalnum í Hörpu á fimmtudagskvöld og hefjast klukkan 20.30.Á BAFTA-verðlaununum.Vísir/GettyFerðalagið mikla Ólafur Arnalds hefur komið fram á um 130 tónleikum um heim allan undanfarið ár. Fyrstu tónleikar tónleikaferðalagsins voru í London 11. mars 2013 í Barbican Hall með bresku sinfóníunni. Nú um það bil einu og hálfi ári síðar hefur Óli komið fram í helstu borgum Evrópu, Bandaríkjanna, Asíu og Ástralíu. Hann hefur gefið út þrjár breiðskífurEulogy for Evolution árið 2007…And They Have Escaped the Weight of Darkness árið 2010For Now I Am Winter árið 2013 en platan hefur selst í yfir 50.000 eintökum um heim allan. Ólafur hefur verið afkastamikill síðustu ár og ekki síst á sviði kvikmyndatónlistar. Tónlist eftir hann hefur hljómað í kvikmyndum eins og The Hunger Games og Looper og sjónvarpsþáttum eins og So You Think You Can Dance og Broadchurch en Ólafur vann til hinna virtu BAFTA-verðlauna fyrir þá síðarnefndu. Tónlist Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Tónleikaferðlagið er tæknilega séð búið en við vildum taka einn lokasprett. Það verður gaman að taka þetta prógramm hér á landi, fyrir mömmu og pabba og svona,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds en hann ætlar að ljúka tónleikaferðalagi sínu um heiminn í Hörpu á fimmtudag. Hann hefur nú komið fram á yfir 130 tónleikum um heim allan. „Þetta er búið að vera stanslaust núna í eitt og hálft ár og ég ætla að hætta þessu í bili. Við höfum verið að þróa tónleikaprógrammið allt ferðalagið þannig að það verður gaman flytja prógrammið fullmótað hérna heima,“ segir Ólafur. Hann sendi frá sér plötuna For Now I Am Winter árið 2013 og var að fylgja henni eftir en platan hefur selst í yfir fimmtíu þúsund eintökum á heimsvísu, sem þykir mjög gott miðað við að þetta er ekki popptónlist. „Við eigum bara eftir að heimsækja Afríku og Suður-Ameríku en ég er þó að fara til Suður-Ameríku á næsta ári. Ég ætla lítið að túra á næsta ári.“ Með honum á sviðinu er að jafnaði strengjakvartett, Bergur Þórisson leikur á synþa og aðra hljóðgervla. Þá hefur söngvarinn Arnór Dan Arnarson komið fram á stærri giggum og á tónlistarhátíðum. „Ljósahönnuðurinn minn, Stuart Bailes kemur sérstaklega til landsins til að búa til gott sjó.“ Ólafur er þó með mörg járn í eldinum og vinnur nú við að smíða tónlist við aðra seríu sjónvarpsþáttanna Broadchurch, en hann vann einmitt BAFTA-verðlaun bresku kvikmyndaakademíunnar fyrr á þessu ári fyrir tónlistina í fyrstu seríu þáttanna. „Þetta er flókið ferli, mikil skipulagsvinna og maður er í miklum samskiptum við pródúsera og aðra aðila í tengslum við þættina. Annars sest maður bara niður og semur melódíur, maður þarf að tjúna sig í ákveðið andrúmsloft og finna grunn sem allir eru sammála um,“ segir Ólafur spurður út í ferlið. Hann vinnur tónlistina í sérhæfðu forriti þar sem hann hefur myndina á skjánum og getur því unnið í takt við myndina. „Þetta þarf allt að passa upp á sekúndubrot og getur verið erfitt,“ bætir Ólafur við. Ólafur hóf ferilinn sem trommuleikari í ýmsum þungarokkshljómsveitum en fékk svo sérlega mikinn áhuga á klassískri tónlist og kvikmyndatónlist upp úr aldamótum og langar að halda áfram á þeirri braut. „Það hefur verið nóg að gera í þessum geira og ég vil endilega halda áfram í kvikmyndaheiminum, en ég vil þó ekki eingöngur vera í því, ég vil líka semja efni fyrir sjálfan mig.“ Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasalnum í Hörpu á fimmtudagskvöld og hefjast klukkan 20.30.Á BAFTA-verðlaununum.Vísir/GettyFerðalagið mikla Ólafur Arnalds hefur komið fram á um 130 tónleikum um heim allan undanfarið ár. Fyrstu tónleikar tónleikaferðalagsins voru í London 11. mars 2013 í Barbican Hall með bresku sinfóníunni. Nú um það bil einu og hálfi ári síðar hefur Óli komið fram í helstu borgum Evrópu, Bandaríkjanna, Asíu og Ástralíu. Hann hefur gefið út þrjár breiðskífurEulogy for Evolution árið 2007…And They Have Escaped the Weight of Darkness árið 2010For Now I Am Winter árið 2013 en platan hefur selst í yfir 50.000 eintökum um heim allan. Ólafur hefur verið afkastamikill síðustu ár og ekki síst á sviði kvikmyndatónlistar. Tónlist eftir hann hefur hljómað í kvikmyndum eins og The Hunger Games og Looper og sjónvarpsþáttum eins og So You Think You Can Dance og Broadchurch en Ólafur vann til hinna virtu BAFTA-verðlauna fyrir þá síðarnefndu.
Tónlist Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira