Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Sveinn Arnarsson skrifar 17. september 2014 07:00 Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis „Þetta er alvarlegt mál og það er tæknilega hægt að setja sérlög um vegtengingu í gegnum Teigsskóg. Ég hef sjálfur flutt þannig tillögu. Þetta er framkvæmd sem getur ekki beðið lengur. Hér er um að ræða mikilvægustu vegaframkvæmd Íslands að mínu mati. Þetta snýst ekki um náttúruvernd, og hefur aldrei gert og allra síst núna þegar Vegagerðin hefur lagt fram hugmynd að vegstæði sem raskar náttúrunni afar lítið,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Skipulagsstofnun ákvað í gær að fallast ekki á tillögu Vegagerðarinnar vegna nýrrar veglínu um Teigsskóg. Telur Skipulagsstofnun að ný veglína sé of lík þeirri veglínu sem Hæstiréttur sló út af borðinu árið 2009. Með úrskurði Skipulagsstofnunar munu íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum þurfa að bíða enn um sinn eftir bættum vegasamgöngum.Ný veglína um Teigsskóg er merkt leið Þ-H.Kort/Vegagerðin.Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir að það sé stjórnsýslunni til vansa að ekki hafi tekist að leysa málið á þeim langa tíma sem það hefur velkst um í kerfinu. „Hins vegar er Skipulagsstofnun bundin af þeim lögum sem hún vinnur eftir,“ segir Ásdís. Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, er afar ósáttur við úrskurð Skipulagsstofnunar frá því í gær um að setja vegtengingu um Teigsskóg aftur í bið. Hann vill að tekið verði fram fyrir hendur Skipulagsstofnunar og að Alþingi setji sérlög svo Vegagerðin geti hafist handa við nýjan veg um Teigskóg sem Vestfirðingar hafa beðið lengi eftir. „Það er í sjálfu sér gott að þetta óralanga ferli embættismannanna sé loksins komið á endastöð. Nú er það einfaldlega pólitísk spurning hvort öryggi íbúanna og framtíð byggðar á sunnanverðum Vestfjörðum skipti minna máli en 1% af kjarrlendinu sem gengur undir nafninu Teigsskógur,“ segir Þóroddur. Nú sé það Alþingis að setja sérlög um nýjan veg. Alþingi Teigsskógur Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira
„Þetta er alvarlegt mál og það er tæknilega hægt að setja sérlög um vegtengingu í gegnum Teigsskóg. Ég hef sjálfur flutt þannig tillögu. Þetta er framkvæmd sem getur ekki beðið lengur. Hér er um að ræða mikilvægustu vegaframkvæmd Íslands að mínu mati. Þetta snýst ekki um náttúruvernd, og hefur aldrei gert og allra síst núna þegar Vegagerðin hefur lagt fram hugmynd að vegstæði sem raskar náttúrunni afar lítið,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Skipulagsstofnun ákvað í gær að fallast ekki á tillögu Vegagerðarinnar vegna nýrrar veglínu um Teigsskóg. Telur Skipulagsstofnun að ný veglína sé of lík þeirri veglínu sem Hæstiréttur sló út af borðinu árið 2009. Með úrskurði Skipulagsstofnunar munu íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum þurfa að bíða enn um sinn eftir bættum vegasamgöngum.Ný veglína um Teigsskóg er merkt leið Þ-H.Kort/Vegagerðin.Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir að það sé stjórnsýslunni til vansa að ekki hafi tekist að leysa málið á þeim langa tíma sem það hefur velkst um í kerfinu. „Hins vegar er Skipulagsstofnun bundin af þeim lögum sem hún vinnur eftir,“ segir Ásdís. Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, er afar ósáttur við úrskurð Skipulagsstofnunar frá því í gær um að setja vegtengingu um Teigsskóg aftur í bið. Hann vill að tekið verði fram fyrir hendur Skipulagsstofnunar og að Alþingi setji sérlög svo Vegagerðin geti hafist handa við nýjan veg um Teigskóg sem Vestfirðingar hafa beðið lengi eftir. „Það er í sjálfu sér gott að þetta óralanga ferli embættismannanna sé loksins komið á endastöð. Nú er það einfaldlega pólitísk spurning hvort öryggi íbúanna og framtíð byggðar á sunnanverðum Vestfjörðum skipti minna máli en 1% af kjarrlendinu sem gengur undir nafninu Teigsskógur,“ segir Þóroddur. Nú sé það Alþingis að setja sérlög um nýjan veg.
Alþingi Teigsskógur Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira