Barátta Illuga Gunnarssonar gegn ólæsi Jón Kalman Stefánsson skrifar 18. september 2014 07:00 Hvað er það sem framar öðru gerir okkur að þjóð, og sem bindur okkur saman? Ég held að svarið blasi við, að það sé tungumálið. Íslenskan. Ég er ekki að segja að íslenskan sé mikilvægari, merkilegri en önnur tungumál, en hún er okkar, og við erum þjóð meðan við höfum íslenskuna. Margar aðrar þjóðir gera sér grein fyrir mikilvægi tungumálsins og leggja mikið upp úr því að vernda það og styrkja með öllum ráðum. Meðal annars með því að leggja sem minnstar hömlur á bókaútgáfu, það er nefnilega í gegnum bækur sem tungumálið vex, dafnar og viðhelst. Hver þjóð hefur sinn háttinn á að sýna þann vilja í verki, Frakkar veita þeim sem ætla að opna nýja bókabúð sérlega hagstæð lán, og langflestar Evrópuþjóðir eru með undir 7% virðisaukaskatt á bókum – og Bretar, Írar, Úkraínumenn og Norðmenn með 0 prósent. Við höfum verið með 7%, frá 2007, en nú boðar ríkisstjórn hækkun upp í 12 prósent – og setur okkur þar með í hóp skussanna, þeirra fjögurra þjóða sem eru með jafn háan eða hærri skatt. Og hjá öllum þeim þjóðum á bókaútgáfan í miklum erfiðleikum.Aukinn kostnaður við nám Þegar aukinn skattur er lagður á atvinnugrein, er væntanlega hugað vandlega að því hvort það gangi nokkuð svo nærri henni að skaði hljótist af. Þessvegna ákvað núverandi ríkisstjórn til að mynda að lækka veiðigjöld á sjávarútveg, mat það svo að sú grein væri of viðkvæm, jafnvel þótt þrjú stærstu fyrirtækin séu að skila 10-22 milljarða hagnaði. Maður veltir fyrir sér hvort fjármálaráðherra okkar, Bjarni Benediktsson, hafi lagt jafnmikla alúð við að meta þau áhrif sem 5% hækkun á virðisauka gæti haft á bókaútgáfuna, sem er viðkvæm grein, veltan það lítil að smáar upphæðir til eða frá geta haft djúptækar afleiðingar; aukinn virðisaukaskattur gæti veitt smærri bókaútgáfum náðarhöggið. Fyrir utan þau áhrif sem hækkunin hefði á verð allra bóka, ekki bara sem heyra undir skáldskap, heldur líka skólabækur – með þessu væri ríkisstjórnin ekki einvörðungu að veita viðkvæmri, en mikilvægri atvinnugrein þungt högg, heldur í viðbót að auka kostnað allra heimila við nám barna sinna og þrengja ennfrekar að námsfólki við háskólana.Heróp Illuga? Bretar, Írar og Norðmenn leggja engan virðisaukaskatt á bækur – og hafa Írar þó farið í gegnum enn þyngri sjó af erfiðleikum en við síðustu árin. Hversvegna? Jú, þeir gera sér grein fyrir því að styrkur hverrar þjóðar liggur í menningunni, í tungumálinu. Norðmenn og Írar eru stoltir af bókmenntaarfi sínum, en þeir vita að í heimi hraða, tækni og áreitis er bóklestur og sjálft tungumálið í stöðugri hættu, og að helsta andsvarið við minnkandi lestri barna liggur í öflugri bókaútgáfu – og því að halda verði bóka niðri. Gera sér grein fyrir því að þegar kemur að menningu svigna rök hagfræðinnar, eða eins og frægur maður sagði: „Sá sem ætlar sér að leggja mælikvarða debets og kredits á menningu, veit einfaldlega ekki hvað menning er, skilur ekki fyrir hvað hún stendur.“ Vita forystumenn ríkisstjórnarinnar, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð, Illugi Gunnarsson, Eygló Harðardóttir, og öll hin, fyrir hvað menningin stendur? Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fer nú um sveitir landsins og lýsir yfir áhyggjum sínum af minnkandi lestri barna, og þeirri staðreynd að börnin okkar verði sífellt verr læs, skilningur þeirra á tungumálinu fari þar með þverrandi – styður hann fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskattinum? Telur hann að hækkað bókaverð og gjaldþrot smærri bókaútgáfa sé heppilegt vopn í baráttunni gegn ólæsi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Hvað er það sem framar öðru gerir okkur að þjóð, og sem bindur okkur saman? Ég held að svarið blasi við, að það sé tungumálið. Íslenskan. Ég er ekki að segja að íslenskan sé mikilvægari, merkilegri en önnur tungumál, en hún er okkar, og við erum þjóð meðan við höfum íslenskuna. Margar aðrar þjóðir gera sér grein fyrir mikilvægi tungumálsins og leggja mikið upp úr því að vernda það og styrkja með öllum ráðum. Meðal annars með því að leggja sem minnstar hömlur á bókaútgáfu, það er nefnilega í gegnum bækur sem tungumálið vex, dafnar og viðhelst. Hver þjóð hefur sinn háttinn á að sýna þann vilja í verki, Frakkar veita þeim sem ætla að opna nýja bókabúð sérlega hagstæð lán, og langflestar Evrópuþjóðir eru með undir 7% virðisaukaskatt á bókum – og Bretar, Írar, Úkraínumenn og Norðmenn með 0 prósent. Við höfum verið með 7%, frá 2007, en nú boðar ríkisstjórn hækkun upp í 12 prósent – og setur okkur þar með í hóp skussanna, þeirra fjögurra þjóða sem eru með jafn háan eða hærri skatt. Og hjá öllum þeim þjóðum á bókaútgáfan í miklum erfiðleikum.Aukinn kostnaður við nám Þegar aukinn skattur er lagður á atvinnugrein, er væntanlega hugað vandlega að því hvort það gangi nokkuð svo nærri henni að skaði hljótist af. Þessvegna ákvað núverandi ríkisstjórn til að mynda að lækka veiðigjöld á sjávarútveg, mat það svo að sú grein væri of viðkvæm, jafnvel þótt þrjú stærstu fyrirtækin séu að skila 10-22 milljarða hagnaði. Maður veltir fyrir sér hvort fjármálaráðherra okkar, Bjarni Benediktsson, hafi lagt jafnmikla alúð við að meta þau áhrif sem 5% hækkun á virðisauka gæti haft á bókaútgáfuna, sem er viðkvæm grein, veltan það lítil að smáar upphæðir til eða frá geta haft djúptækar afleiðingar; aukinn virðisaukaskattur gæti veitt smærri bókaútgáfum náðarhöggið. Fyrir utan þau áhrif sem hækkunin hefði á verð allra bóka, ekki bara sem heyra undir skáldskap, heldur líka skólabækur – með þessu væri ríkisstjórnin ekki einvörðungu að veita viðkvæmri, en mikilvægri atvinnugrein þungt högg, heldur í viðbót að auka kostnað allra heimila við nám barna sinna og þrengja ennfrekar að námsfólki við háskólana.Heróp Illuga? Bretar, Írar og Norðmenn leggja engan virðisaukaskatt á bækur – og hafa Írar þó farið í gegnum enn þyngri sjó af erfiðleikum en við síðustu árin. Hversvegna? Jú, þeir gera sér grein fyrir því að styrkur hverrar þjóðar liggur í menningunni, í tungumálinu. Norðmenn og Írar eru stoltir af bókmenntaarfi sínum, en þeir vita að í heimi hraða, tækni og áreitis er bóklestur og sjálft tungumálið í stöðugri hættu, og að helsta andsvarið við minnkandi lestri barna liggur í öflugri bókaútgáfu – og því að halda verði bóka niðri. Gera sér grein fyrir því að þegar kemur að menningu svigna rök hagfræðinnar, eða eins og frægur maður sagði: „Sá sem ætlar sér að leggja mælikvarða debets og kredits á menningu, veit einfaldlega ekki hvað menning er, skilur ekki fyrir hvað hún stendur.“ Vita forystumenn ríkisstjórnarinnar, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð, Illugi Gunnarsson, Eygló Harðardóttir, og öll hin, fyrir hvað menningin stendur? Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fer nú um sveitir landsins og lýsir yfir áhyggjum sínum af minnkandi lestri barna, og þeirri staðreynd að börnin okkar verði sífellt verr læs, skilningur þeirra á tungumálinu fari þar með þverrandi – styður hann fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskattinum? Telur hann að hækkað bókaverð og gjaldþrot smærri bókaútgáfa sé heppilegt vopn í baráttunni gegn ólæsi?
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun