Utandeildarhetjan sá um stjörnur Van Gaal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. september 2014 06:30 5-3 sigur Leicester á stórliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær reyndist sögulegur. United hafði aldrei áður fengið á sig svo mörg mörk í leik gegn nýliða í ensku úrvalsdeildinni og þetta er í fyrsta sinn sem liðið tapar leik eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir. En hetja leiksins var hinn 27 ára Jamie Vardy sem fyrir aðeins þremur árum var að spila í utandeildinni í Englandi. Vardy skoraði eitt mark, lagði upp tvö og fékk bæði vítin sem Leicester skoraði úr í leiknum í gær. Hann hrelldi hinn unga Tyler Blackett, leikmann United, nánast linnulaust þar til að sá síðarnefndi braut á Vardy þegar hann var sloppinn einn í gegn og fékk rautt spjald fyrir. Vardy var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni og skoraði einnig sitt fyrsta mark. Hann var valinn maður leiksins og skyldi engan undra. „Þetta hefur ekki verið auðvelt ferðalag hjá mér,“ sagði Vardy hógvær í viðtölum eftir leikinn. Hann var sextán ára gamall þegar honum var neitað um nýjan samning hjá uppeldisfélaginu Sheffield Wednesday og við tók fimm ára dvöl í utandeildunum með liðunum Stocksbridge Park Steels, Halifax Town og Fleetwood Town. Leicester greiddi eina milljón punda fyrir kappann í maímánuði árið 2012 en þá hafði hann slegið í gegn hjá Fleetwood Town. Það var met fyrir leikmann í utandeildinni en óhætt er að segja að það hafi gengið illa í fyrstu. Svo illa að hann íhugaði að leggja skóna á hilluna. „Já, ég gafst næstum því upp,“ sagði hann í viðtali við BBC í mars síðastliðnum. „En stjórinn [Nigel Pearson] sannfærði mig. Þeir sögðu hvað eftir annað að þeir hefðu trú á mér og héldu tryggð við mig. Ég er ánægður með að geta endurgoldið traust hans nú.“ Vardy skoraði sextán mörk í 37 leikjum með Leicester í fyrra og virðist allt eins líklegur til að halda uppteknum hætti í úrvalsdeildinni í vetur. Leicester hefur komið liða mest á óvart í upphafi tímabilsins og er með átta stig að loknum fimm umferðum. Það er sérstaklega áhugaverður árangur í ljósi þess að liðið hefur mætt United, Arsenal, Chelsea, Everton og Stoke á útivelli, þar sem Leicester hafði betur. Eina tapið til þessa kom gegn Chelsea á Stamford Bridge. „Þetta er auðvitað magnaður sigur,“ sagði Pearson eftir leikinn í gær. „Það hefur ekki verið auðvelt að koma liðinu upp en nú erum við hér og erum við toppinn. Nú snýst allt um að halda okkur hér.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Vardy: Besti dagur ferilsins Jamie Vardy átti stórleik þegar Leicester skellti Manchester United í dag. 21. september 2014 14:37 Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Unnu 5-3 sigur á lánlausu liði United eftir að hafa lent 3-1 undir. 21. september 2014 00:01 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
5-3 sigur Leicester á stórliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær reyndist sögulegur. United hafði aldrei áður fengið á sig svo mörg mörk í leik gegn nýliða í ensku úrvalsdeildinni og þetta er í fyrsta sinn sem liðið tapar leik eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir. En hetja leiksins var hinn 27 ára Jamie Vardy sem fyrir aðeins þremur árum var að spila í utandeildinni í Englandi. Vardy skoraði eitt mark, lagði upp tvö og fékk bæði vítin sem Leicester skoraði úr í leiknum í gær. Hann hrelldi hinn unga Tyler Blackett, leikmann United, nánast linnulaust þar til að sá síðarnefndi braut á Vardy þegar hann var sloppinn einn í gegn og fékk rautt spjald fyrir. Vardy var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni og skoraði einnig sitt fyrsta mark. Hann var valinn maður leiksins og skyldi engan undra. „Þetta hefur ekki verið auðvelt ferðalag hjá mér,“ sagði Vardy hógvær í viðtölum eftir leikinn. Hann var sextán ára gamall þegar honum var neitað um nýjan samning hjá uppeldisfélaginu Sheffield Wednesday og við tók fimm ára dvöl í utandeildunum með liðunum Stocksbridge Park Steels, Halifax Town og Fleetwood Town. Leicester greiddi eina milljón punda fyrir kappann í maímánuði árið 2012 en þá hafði hann slegið í gegn hjá Fleetwood Town. Það var met fyrir leikmann í utandeildinni en óhætt er að segja að það hafi gengið illa í fyrstu. Svo illa að hann íhugaði að leggja skóna á hilluna. „Já, ég gafst næstum því upp,“ sagði hann í viðtali við BBC í mars síðastliðnum. „En stjórinn [Nigel Pearson] sannfærði mig. Þeir sögðu hvað eftir annað að þeir hefðu trú á mér og héldu tryggð við mig. Ég er ánægður með að geta endurgoldið traust hans nú.“ Vardy skoraði sextán mörk í 37 leikjum með Leicester í fyrra og virðist allt eins líklegur til að halda uppteknum hætti í úrvalsdeildinni í vetur. Leicester hefur komið liða mest á óvart í upphafi tímabilsins og er með átta stig að loknum fimm umferðum. Það er sérstaklega áhugaverður árangur í ljósi þess að liðið hefur mætt United, Arsenal, Chelsea, Everton og Stoke á útivelli, þar sem Leicester hafði betur. Eina tapið til þessa kom gegn Chelsea á Stamford Bridge. „Þetta er auðvitað magnaður sigur,“ sagði Pearson eftir leikinn í gær. „Það hefur ekki verið auðvelt að koma liðinu upp en nú erum við hér og erum við toppinn. Nú snýst allt um að halda okkur hér.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Vardy: Besti dagur ferilsins Jamie Vardy átti stórleik þegar Leicester skellti Manchester United í dag. 21. september 2014 14:37 Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Unnu 5-3 sigur á lánlausu liði United eftir að hafa lent 3-1 undir. 21. september 2014 00:01 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Vardy: Besti dagur ferilsins Jamie Vardy átti stórleik þegar Leicester skellti Manchester United í dag. 21. september 2014 14:37
Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Unnu 5-3 sigur á lánlausu liði United eftir að hafa lent 3-1 undir. 21. september 2014 00:01