Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu FBJ og JHH skrifar 23. september 2014 07:00 Sigríður Friðjónsdóttir mun mæta á fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag. fréttablaðið/anton Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélags Íslands, fagnar fréttum af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra, ætli að láta skoða hvort rétt sé staðið að símhlerunum við rannsókn sakamála. „Og þá ekki síst hvort regluverkið sem um þetta fjallar er í lagi og svo auðvitað framkvæmdin líka. Og þar skiptir máli að mínu mati að Lögmannafélag Íslands hefur óskað eftir fundi með ríkissaksóknara, til þess að ræða framkvæmd símahlustunar og eftir atvikum hvernig farið er með upplýsingar sem þannig fást, frá því í apríl á síðasta ári en án árangurs þrátt fyrir ítrekanir,“ segir Jónas Þór. Formaður lögmannafélagsins segir því mjög brýnt að þessi mál verði skoðuð nánar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari mun mæta fyrir fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag. Tilefni fundarins er umræða sem hefur farið af stað um hleranir. „Þetta er á málefnasviði allsherjar- og menntamálanefndar og þar sem friðhelgi einkalífsins er varin í stjórnarskránni þá ber að passa sig þegar við setjum reglur um það líkt og við gerum þegar við heimilum þessar rannsóknir,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndarinnar. Nefndin vilji því fullvissa sig um að farið sé að reglum. Auk ríkissaksóknara mun Reimar Pétursson mæta fyrir hönd Lögmannafélags Íslands. Þá mun Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, mæta með skrifstofustjórunum Bryndísi Helgadóttur og Þórunni J. Hafstein. „Við höfum litið svo á að regluverkið eins og það er sé nægilega traust. Og þess vegna hefur okkur komið á óvart að það séu einhverjar efasemdir um það hvað megi gera í þessu, hvað sé heimilt að gera í þessum efnum og svo það að framkvæmdin virðist vera ótraust. En fyrst þetta er staðan þá auðvitað bara fögnum við því að það sé skoðað hvort það sé ástæða til að treysta regluverkinu,“ segir Jónas Þór. Að sögn Jónasar Þórs lítur félagið svo á að þetta mál snúist um trúnaðarsambandið sem er á milli lögmanns og umbjóðanda hans. „Það nýtur verndar samkvæmt lögum og ef það er brotið gegn þessu trúnaðarsambandi þá felur það í sér brot á rétti skjólstæðings lögmanns. En það kann svo að vera að það sé athugunarefni líka hvort að það hafi verið með einhverjum hætti gengið á rétt lögmanna sjálfra eftir atvikum til friðhelgi eða í öðru efni,“ segir Jónas Þór. Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélags Íslands, fagnar fréttum af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra, ætli að láta skoða hvort rétt sé staðið að símhlerunum við rannsókn sakamála. „Og þá ekki síst hvort regluverkið sem um þetta fjallar er í lagi og svo auðvitað framkvæmdin líka. Og þar skiptir máli að mínu mati að Lögmannafélag Íslands hefur óskað eftir fundi með ríkissaksóknara, til þess að ræða framkvæmd símahlustunar og eftir atvikum hvernig farið er með upplýsingar sem þannig fást, frá því í apríl á síðasta ári en án árangurs þrátt fyrir ítrekanir,“ segir Jónas Þór. Formaður lögmannafélagsins segir því mjög brýnt að þessi mál verði skoðuð nánar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari mun mæta fyrir fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag. Tilefni fundarins er umræða sem hefur farið af stað um hleranir. „Þetta er á málefnasviði allsherjar- og menntamálanefndar og þar sem friðhelgi einkalífsins er varin í stjórnarskránni þá ber að passa sig þegar við setjum reglur um það líkt og við gerum þegar við heimilum þessar rannsóknir,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndarinnar. Nefndin vilji því fullvissa sig um að farið sé að reglum. Auk ríkissaksóknara mun Reimar Pétursson mæta fyrir hönd Lögmannafélags Íslands. Þá mun Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, mæta með skrifstofustjórunum Bryndísi Helgadóttur og Þórunni J. Hafstein. „Við höfum litið svo á að regluverkið eins og það er sé nægilega traust. Og þess vegna hefur okkur komið á óvart að það séu einhverjar efasemdir um það hvað megi gera í þessu, hvað sé heimilt að gera í þessum efnum og svo það að framkvæmdin virðist vera ótraust. En fyrst þetta er staðan þá auðvitað bara fögnum við því að það sé skoðað hvort það sé ástæða til að treysta regluverkinu,“ segir Jónas Þór. Að sögn Jónasar Þórs lítur félagið svo á að þetta mál snúist um trúnaðarsambandið sem er á milli lögmanns og umbjóðanda hans. „Það nýtur verndar samkvæmt lögum og ef það er brotið gegn þessu trúnaðarsambandi þá felur það í sér brot á rétti skjólstæðings lögmanns. En það kann svo að vera að það sé athugunarefni líka hvort að það hafi verið með einhverjum hætti gengið á rétt lögmanna sjálfra eftir atvikum til friðhelgi eða í öðru efni,“ segir Jónas Þór.
Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira