Innlent

Neyslan undir ásættanlegum mörkum

Jónína Stefánsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun.
Jónína Stefánsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun.
Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. Meðalneyslan er langt undir ásættanlegri daglegri inntöku.

„Það virðist ekki ástæða til að hafa áhyggjur af neyslunni hér,“ segir Jónína Stefánsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun.

Þegar sætuefni er í matvöru á að koma fram í innihaldslýsingu flokksheitið sætuefni og þar fyrir aftan annaðhvort heiti efnisins eða E-númer. Í reglugerð um merkingu matvæla segir jafnframt að sé sætuefni í þeim eigi upplýsingar um það að fylgja vöruheitinu. Ef vanilluskyr er með sætuefni ætti að merkja það „vanilluskyr með sætuefnum“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×