Notkun gervisykurs jafnvel hætt hjá Mjólkursamsölunni Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 24. september 2014 07:00 Ákveðið var að bjóða upp á mjólkurvörur með gervisykri vegna óánægju með venjulegan sykur í vörunum. Vörur með gervisykri eru í sumum tilfellum merktar með orðinu "létt“. VÍSIR/GVA Til greina gæti komið að hætta að setja gervisykur í mjólkurvörur vegna óvissunnar um hollustu hans. Þetta segir dr. Björn S. Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur og vöruþróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Niðurstöður nýrrar rannsóknar leiddu í ljós að mýs sem innbyrtu reglulega gervisykur, það er sætuefnin sakkarín, súkralósa og aspartam, fengu brenglað sykurþol, að því er segir í grein í vísindaritinu Nature. Ástæðuna fyrir því var að finna í breyttri þarmaflóru músanna. Tilraunin var einnig gerð á mönnum og fengu fjórir af sjö þátttakendum brenglað sykurþol. „Þetta er lítil rannsókn, sem er eiginlega frumrannsókn, en sannarlega áhugaverð,“ tekur Björn fram. Sumar af sýrðum bragðbættum vörum MS innihalda gervisykur, svo sem létt óskajógúrt. „Sætuefni eru meðal annars notuð í vörur til að lækka orku- og kolvetnainnhald varanna án þess að það bitni of mikið á bragðgæðum. Sætuefni eru notuð í mjög litlu magni hjá MS og í samræmi við lög og reglugerðir um notkun þessara efna,“ greinir Björn frá. Hann segir að ákveðið hafi verið að bjóða upp á þennan valkost vegna óánægju með venjulegan sykur í vörunum en mjólkurbransinn leggi enga áherslu á notkun þeirra. „Við höfum verið að skipta út sætuefninu aspartam, sem hefur verið mest umdeilt hjá almenningi, fyrir annað og við notum núna lítið af því. Við höfum ekki komið með nýja vöru með aspartami í sjö til átta ár. Við notum heldur ekki sakkarín heldur súkralósa. Nú erum við farin að nota stevía sem er náttúrulegt sætuefni en rannsakendur segja áhugavert að rannsaka einnig áhrif þess.Björn S. GunnarssonAð sögn Björns fylgist MS alltaf með ákvörðunum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, EFSA, til að geta brugðist við á réttan hátt. „Þeir hafa alltaf gefið grænt ljós eftir að hafa farið yfir vísindagögn.“ Björn bendir á að líklega vegi mjólkurvörur ekki þungt í sætuefnaneyslu almennings. „Menn borða kannski eina jógúrtdós á dag en geta auðveldlega drukkið einn lítra af gosi með sætuefni í á dag. Heildarneyslan getur auðvitað orðið of mikil en yfirvöld fylgjast með neyslu þeirra sem neyta mest og öryggismörkin eru sett töluvert fyrir neðan möguleg hættumörk.“ Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. Meðalneyslan er langt undir ásættanlegri daglegri inntöku. „Það virðist ekki ástæða til að hafa áhyggjur af neyslunni hér,“ segir Jónína Stefánsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. Þegar sætuefni er í matvöru á að koma fram í innihaldslýsingu flokksheitið sætuefni og þar fyrir aftan annaðhvort heiti efnisins eða E-númer. Í reglugerð um merkingu matvæla segir jafnframt að sé sætuefni í þeim eigi upplýsingar um það að fylgja vöruheitinu. Ef vanilluskyr er með sætuefni ætti að merkja það „vanilluskyr með sætuefnum“. Tengdar fréttir Neyslan undir ásættanlegum mörkum Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. 24. september 2014 09:15 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Til greina gæti komið að hætta að setja gervisykur í mjólkurvörur vegna óvissunnar um hollustu hans. Þetta segir dr. Björn S. Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur og vöruþróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Niðurstöður nýrrar rannsóknar leiddu í ljós að mýs sem innbyrtu reglulega gervisykur, það er sætuefnin sakkarín, súkralósa og aspartam, fengu brenglað sykurþol, að því er segir í grein í vísindaritinu Nature. Ástæðuna fyrir því var að finna í breyttri þarmaflóru músanna. Tilraunin var einnig gerð á mönnum og fengu fjórir af sjö þátttakendum brenglað sykurþol. „Þetta er lítil rannsókn, sem er eiginlega frumrannsókn, en sannarlega áhugaverð,“ tekur Björn fram. Sumar af sýrðum bragðbættum vörum MS innihalda gervisykur, svo sem létt óskajógúrt. „Sætuefni eru meðal annars notuð í vörur til að lækka orku- og kolvetnainnhald varanna án þess að það bitni of mikið á bragðgæðum. Sætuefni eru notuð í mjög litlu magni hjá MS og í samræmi við lög og reglugerðir um notkun þessara efna,“ greinir Björn frá. Hann segir að ákveðið hafi verið að bjóða upp á þennan valkost vegna óánægju með venjulegan sykur í vörunum en mjólkurbransinn leggi enga áherslu á notkun þeirra. „Við höfum verið að skipta út sætuefninu aspartam, sem hefur verið mest umdeilt hjá almenningi, fyrir annað og við notum núna lítið af því. Við höfum ekki komið með nýja vöru með aspartami í sjö til átta ár. Við notum heldur ekki sakkarín heldur súkralósa. Nú erum við farin að nota stevía sem er náttúrulegt sætuefni en rannsakendur segja áhugavert að rannsaka einnig áhrif þess.Björn S. GunnarssonAð sögn Björns fylgist MS alltaf með ákvörðunum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, EFSA, til að geta brugðist við á réttan hátt. „Þeir hafa alltaf gefið grænt ljós eftir að hafa farið yfir vísindagögn.“ Björn bendir á að líklega vegi mjólkurvörur ekki þungt í sætuefnaneyslu almennings. „Menn borða kannski eina jógúrtdós á dag en geta auðveldlega drukkið einn lítra af gosi með sætuefni í á dag. Heildarneyslan getur auðvitað orðið of mikil en yfirvöld fylgjast með neyslu þeirra sem neyta mest og öryggismörkin eru sett töluvert fyrir neðan möguleg hættumörk.“ Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. Meðalneyslan er langt undir ásættanlegri daglegri inntöku. „Það virðist ekki ástæða til að hafa áhyggjur af neyslunni hér,“ segir Jónína Stefánsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. Þegar sætuefni er í matvöru á að koma fram í innihaldslýsingu flokksheitið sætuefni og þar fyrir aftan annaðhvort heiti efnisins eða E-númer. Í reglugerð um merkingu matvæla segir jafnframt að sé sætuefni í þeim eigi upplýsingar um það að fylgja vöruheitinu. Ef vanilluskyr er með sætuefni ætti að merkja það „vanilluskyr með sætuefnum“.
Tengdar fréttir Neyslan undir ásættanlegum mörkum Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. 24. september 2014 09:15 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Neyslan undir ásættanlegum mörkum Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. 24. september 2014 09:15