Nágrannar hóta málsókn vegna sambýlis í Laugarásnum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. september 2014 07:00 Áætlað er að nýtt sambýli í suðvesturhorni Austurbrúnar 6 verði tilbúið á árinu 2016. Fréttablaðið/Valli „Fyrirhugaðar breytingar munu að öllum líkindum rýra verðgildi eigna okkar,“ segir í bréfi íbúa í Laugarásnum sem mótmæla því að leyft verði að byggja sambýli á Austurbrún 6. Þrátt fyrir mótmæli nágranna samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur í gær að breyta deiliskipulagi þannig að lóð við fjölbýlishúsið Austurbrún 6 stækkar og leyft að byggja sex hundruð fermetra sambýli með sex íbúðum. Sambýlið verður rekið af velferðarsviði borgarinnar. Þar verða sex íbúðir fyrir fólk sem er með mikla fjölfötlun og þarf umönnun.Telja óeðlilegt að hafa stofnun á íbúðalóð Mótmæli nágrannanna lúta fyrst og fremst að skipulagslegum forsendum; þáttum eins og heildarmynd byggðarinnar og bílastæðafjölda. Óeðlilegt sé að reisa stofnun á íbúðarlóð og að útsýni fjölmargra húsa myndi takmarkast mjög segja þeir. Samtals eru það 49 íbúar umhverfis Austurbrún 6 sem mótmæla í þremur bréfum. „Þegar íbúar ofanskráðra húsa byggðu eða keyptu hús sín var talið útilokað að frekari byggingar yrðu reistar á þessu svæði enda sættu þessar úthlutanir á viðkvæmu svæði mótmælum,“ er bent á í einu mótmælabréfinu.Rauðleitu reitirnir sýna staðsetningu sambýlisins. Austurbrún 6 er fjölbýlishúsið sem næst stendur.Mynd/ASK ArkitektarÍbúarnir vísa til þess að í nýsamþykktu aðalskipulagi sé svæðið skilgreint sem „fullbyggt og fastmótað“. Nefnt er að umsóknum um jafnvel minnstu breytingar á húsum hafi hingað til nánast öllum verið hafnað á þeim forsendum að svæðið sé svo viðkvæmt.Segja leiguliða borgarinnar ekki þora að mótmæla Engin mótmæli bárust frá þeim sem búa í samtals 71 íbúð í Austurbrún 6. Húsið er í eigu Félagsþjónustunnar. „Að Austurbrún 6 búa einstaklingar sem eru upp á Reykjavíkurborg komnir og því í erfiðri stöðu að setja sig upp á móti fyrirhugðum breytingum,“ er fullyrt í mótmælabréfi. Nágrannarnir ætla ekki að sætta sig við breytinguna. „Munu íbúar framangreindra húsa leita réttar síns í þeim efnum verði lagt af stað með fyrirhugaðar framkvæmdir,“ segir í einu mótmælabréfinu. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
„Fyrirhugaðar breytingar munu að öllum líkindum rýra verðgildi eigna okkar,“ segir í bréfi íbúa í Laugarásnum sem mótmæla því að leyft verði að byggja sambýli á Austurbrún 6. Þrátt fyrir mótmæli nágranna samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur í gær að breyta deiliskipulagi þannig að lóð við fjölbýlishúsið Austurbrún 6 stækkar og leyft að byggja sex hundruð fermetra sambýli með sex íbúðum. Sambýlið verður rekið af velferðarsviði borgarinnar. Þar verða sex íbúðir fyrir fólk sem er með mikla fjölfötlun og þarf umönnun.Telja óeðlilegt að hafa stofnun á íbúðalóð Mótmæli nágrannanna lúta fyrst og fremst að skipulagslegum forsendum; þáttum eins og heildarmynd byggðarinnar og bílastæðafjölda. Óeðlilegt sé að reisa stofnun á íbúðarlóð og að útsýni fjölmargra húsa myndi takmarkast mjög segja þeir. Samtals eru það 49 íbúar umhverfis Austurbrún 6 sem mótmæla í þremur bréfum. „Þegar íbúar ofanskráðra húsa byggðu eða keyptu hús sín var talið útilokað að frekari byggingar yrðu reistar á þessu svæði enda sættu þessar úthlutanir á viðkvæmu svæði mótmælum,“ er bent á í einu mótmælabréfinu.Rauðleitu reitirnir sýna staðsetningu sambýlisins. Austurbrún 6 er fjölbýlishúsið sem næst stendur.Mynd/ASK ArkitektarÍbúarnir vísa til þess að í nýsamþykktu aðalskipulagi sé svæðið skilgreint sem „fullbyggt og fastmótað“. Nefnt er að umsóknum um jafnvel minnstu breytingar á húsum hafi hingað til nánast öllum verið hafnað á þeim forsendum að svæðið sé svo viðkvæmt.Segja leiguliða borgarinnar ekki þora að mótmæla Engin mótmæli bárust frá þeim sem búa í samtals 71 íbúð í Austurbrún 6. Húsið er í eigu Félagsþjónustunnar. „Að Austurbrún 6 búa einstaklingar sem eru upp á Reykjavíkurborg komnir og því í erfiðri stöðu að setja sig upp á móti fyrirhugðum breytingum,“ er fullyrt í mótmælabréfi. Nágrannarnir ætla ekki að sætta sig við breytinguna. „Munu íbúar framangreindra húsa leita réttar síns í þeim efnum verði lagt af stað með fyrirhugaðar framkvæmdir,“ segir í einu mótmælabréfinu.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira